Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 32
það breyti einhverju bara það að ég sé kona.“ Agnes segir að svo eigi það eft- ir að koma í ljós hverju það breytir að hún sem manneskja gegni emb- ættinu, ekki bara sem kona. „Ég hef yfirleitt unnið þannig að ef ég vil koma breytingum á þá reyni ég að gera það í samvinnu við fólk. Ég vil ekki vaða yfir fólk og ég vil ekki gera það með einhverju valdi. Það er oft sagt, allavega með konur og suma stjórnendur, að þeir séu svo óöruggir og óákveðnir af því að þeir vilji fara þessa leið, að kanna jarðveginn áður, og ég hef viljað hugsað svolítið á þeim nótum en það er ekki að því ég er óörugg eða óákveðin að mér finnst heldur vegna þess að ég vil ekki beita valdinu þannig að það geri illt verra. Það gerist ekkert gott nema maður fái einhvern samhljóm.“ Leit í eigin barm eftir skilnað Agnes hefur gengið í gegnum ýmsa lífsreynslu sem hefur mótað hana bæði í leik og starfi. Hún á að baki hjónaband sem endaði með skilnaði og segir að sú lífsreynsla hafi krafist þess af henni að hún liti betur í eig- in barm. „Auðvitað hugsa ég líka um þetta þegar ég er að að gifta fólk, en ég hef nú samt trú á hjónabandinu og ég held ennþá að það sé farsælasta leiðin fyrir fjölskyldur að halda í hjónaband að minnsta kosti ef börn eru. En því miður, lífið er ekki bara svona einfalt að vilji manns gangi alltaf upp.“ Hún segir skilnaðinn hafa orðið til þess að hún vandi sig betur í hjónaviðtölum fyrir vígsluna og sé meðvituð um að það geti allt gerst í þessu lífi. „Ekki að ég sé með neinn hræðsluáróður eða þannig, heldur hef ég kannski skilning á fleiri þátt- um og að það þurfi að ræða fleiri þætti en ég gerði áður. Ég held að öll lífsreynsla sem maður tekst á við og reynir að vinna úr, hún þroski mann. Hún yfirleitt vonandi bætir mann líka og gerir mann færari um að takast á við sitt eigið líf og hjálpa öðrum. Til dæmis í sambandi við predikanir, þá hefur þessi lífsreynsla breytt mér. Hún hef- ur breytt predikunum mínum held ég mjög mikið.“ Hlynnt hjónaböndum samkyn- hneigðra Fyrst hjónabandið er komið í um- ræðuna er við hæfi að spyrja Agnesi út í afstöðu hennar til hjónabanda samkynhneigðra. „Hún er sú að það er í landslögum að fólk af sama kyni geti gift sig og við prestar kirkjunnar höfum leyfi til að gefa saman fólk af sama kyni en það stendur líka í lög- um að þeir prestar sem ekki treysta sér til þess samvisku sinnar vegna hafi leyfi til að neita að gefa saman fólk af sama kyni. Ég er bara sam- þykk því sem er í þessum lögum. Sjálf mun ég gefa saman fólk af sama kyni ef ég er beðin um það en ég hef bara ekki verið beðin um það. Að sjálf- sögðu myndi ég gera það,“ segir hún ákveðin. „Ég þekki fullt af fólki sem er samkynhneigt, ég á samkynhneigða vinkonu og á vinkonu sem á samkyn- hneigðan son og tvær sem eiga samkynhneigða bræður. Ég get bara ekki litið á samkynhneigt fólk öðru- vísi en annað fólk.“ Henni finnst oft of mikið gert úr hlutunum og bendir á að einu sinni hafi konur ekki mátt kjósa eða fólk sem átti ekki jarðir. Það þyki skrýt- ið í dag. „Ég held það verði eins með þetta, það finnist þetta einhverjum einkennilegt núna, að samkynhneigt fólk hafi fengið að ganga í hjónaband en það verður það ekki eftir 50 ár. Við vitum að fólk er gagnkynhneigt, það eru flestir, en það eru aðrir sem eru samkynhneigðir og þannig er það bara og við breytum því ekkert. Við sem erum gagnkynhneigð breytum því ekkert, og til hvers ættum við að vera að því?“ „Deyjum við í nótt?“ Önnur lífsreynsla sem mótað hef- ur Agnesi eru náttúruhamfarirnar á Vestfjörðum árið 1995 þegar mann- skæð snjóflóð féllu í Súðavík og á Flat eyri með aðeins níu mánaða millibili. Hún var nýkomin aftur vest- ur og hafði tekið við embætti sóknar- prests í Bolungarvík þegar flóðið féll í Súðavík. „Þetta var svolítið einkennilegt því ég er alin upp á Ísafirði, ég er alin upp á milli hárra fjalla. Ég ólst upp við það að fjöllin væru góð, þau væru verndandi og skýldu manni fyrir veðri og vindum og að það væri hægt að notfæra sér brekkurnar í þeim til að fara á skíði og svo framvegis,“ seg- ir Agnes og brosir. Hún á augljóslega góðar minningar um fjöllin, sem hamfarirnar hafa skyggt á. „Ég hugsa svona til fjallanna minna þegar ég flyt burt og kem svo aftur og þá ger- ist það bara að okkur stendur ógn af fjöllunum. Það var mjög einkennileg upplifun. Ég fékk allt í einu einhverja aðra mynd en ég hafði haft í huga frá því ég var barn. Þetta var mjög erfitt, auðvitað verst fyrir fólkið sem lenti í þessu, að sjálfsögðu, en þetta kom við okkur öll sem vorum í þorpunum í kring.“ Veður var svo vont að Bolvíkingar voru innilokaðir í þrjá daga eftir að flóðið féll og björgunarsveitarmenn þaðan komust ekki til að aðstoða í Súðavík. Þeir komust aldrei lengra en niður í Slysavarnarhús og gleymdu að láta fjölskyldur sínar vita að þeir hefðu ekki farið lengra. Fjölskyldur í Bolungarvík biðu því einnig á milli vonar og ótta því björgunarsveita- menn á flóðasvæðinu voru í stór- hættu. Agnes segir þetta hafa verið mjög erfiða daga. „Svo sér maður líka þegar svona gerist hvað það er mikil samheldni og samhygð og maður horfir á fjöll- in kringum sig. Ég held að börn alls staðar í húsum á þessu svæði hafi spurt á kvöldin: „Deyjum við í nótt?“ Að minnsta kosti gerðu mín börn það. Og sumar nætur sváfum við þegar veðrið var sem verst öll inni í sama herbergi þannig að maður var meðvitaður um að svona gæti gerst. Þetta hafði auðvitað mikil áhrif á alla.“ „Maður er ósköp smár“ Agnes telur að mikið hafi lærst af snjóflóðunum, ekki bara varðandi björgun heldur einnig í sambandi við áfallahjálp sem rétt þekktist þegar Súðavíkurflóðið féll. Hún sá líka hvað það skipti miklu máli að aðstand- endur þekktu fólkið sem sinnti þeim, bæði með áfalla- og sáluhjálp. Sjálf fór Agnes til fólks sem hún þekkti í Bolungarvík og á Ísafirði sem beið eftir fréttum af ættingjum sínum. „Það er alltaf lífsreynsla að sitja með fólki sem er að bíða eftir frétt- um af sínu fólki, hvort það finnst eða ekki. Bæði í snjóflóði og öðrum slys- um. Þá finnur maður hvað maður er ósköp smár þótt maður eigi að heita prestur. Ég er náttúrulega búin að vera prestur í rúm 30 ár. Prestar tak- ast á við ýmislegt. Við göngum bara veginn með fólki, bæði í gleði og sorg.“ Aðspurð hvort henni finnist fólk leita í trúna á erfiðum stundum segir hún það misjafnt. „Fólk verð- ur ekki trúað ef það lendir í ein- hverju ef það hefur aldrei hugsað á þeim nótum fyrr. Þá kannski er það þvert á móti. En mér finnst nú margir sem ég hef verið með hafa hallað sér að trúnni ef þeir hafa kynnst trúnni áður á lífsleiðinni, þótt hún hafi ekki verið þeim dag- legur förunautur um hríð. Og svo líka, eins og við vitum, að við bregðumst við á einhvern máta þegar við fáum erfiðar fréttir og all- ir þurfa að takast á við sorg sína á einhvern hátt. Margir leita í trúna og aðrir ekki. Það finnur hver sinn veg,“ segir frú Agnes biskup að lok- um. „Ég er mamma sjálf, þriggja barna, og ég hef upplifað mig mjög sterkt sem móður sem prestur vegna þess að þetta eru sóknarbörn- in mín. Ekki kalt á toppnum Þrátt fyrir að vera komin í æðsta embætti íslensku Þjóðkirkjunnar finnst Agnesi hún ekki hafa fjarlægst fólkið. 32 Viðtal 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.