Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 49
Gleðileikur Gunnars smára Viðtal 33Helgarblað 3.–7. ágúst 2012 „Ég þarf að styrkja persónuleikann til að draga úr hættu á bakslagi É g drakk ungur í mig alkóhól- isma og hann markaði mjög líf mitt,“ segir Gunnar Smári. „Ég fór 28 ára í meðferð og var edrú í tvö og hálft ár en byrj- aði aftur að drekka og drakk í þrjú ár. Fór þá í annað sinn í meðferð og hef verið edrú í meira en sextán ár.“ Gunnar Smári er fæddur í Hafnarfirði og segist alinn upp víðs vegar í Reykjavík. Það er víða alkó- hólismi í ætt hans og þegar hann skoðar fjölskyldusögu sína áratugi aftur í tímann eru dæmi um ótíma- bær dauðsföll sökum drykkju. „Pabbi var alkóhólisti og það er víða alkóhólismi í minni ætt. Alkó- hólismi leggst þungt á sumar ættir og mín ætt er þar í meðallagi vond; ekki sú verst farna. Því hefur verið haldið fram að batinn leggist líka í ættir og ég er svo heppinn að stór hluti þess fólks sem hefur glímt við áfengis- og vímuefnasýki í ætt- inni hefur náð bata. En ef ég horfi nokkra áratugi til baka, aftur fyr- ir þann tíma að almennileg með- ferð var í boði, rekst ég hins vegar á fólk sem dó ungt eða veslaðist upp; var efnilegt ungt en fékk ekki að blómstra.“ Sjúkdómurinn vinnur alltaf að lokum Gunnar Smári segir harmsögur um áfengisneyslu á DV.is til að benda á hversu illa þessi sjúkdómur hefur farið með margt glæsilegt fólk. „Að baki þessum sögum á DV. is eru nokkrar hugmyndir. Í fyrsta lagi að benda á hversu illa þessi sjúkdómur hefur farið með margt glæsilegt fólk. Í öðru lagi að draga fram að þessi sjúkdómur leggst ekki aðeins á þá sem eiga hann skilið; margt frábært fólk, gáfað, fallegt, klárt, skemmtilegt, eld- hugar, kjarkfólk og hvað eina, hef- ur veikst og dáið úr þessum sjúk- dómi. Hann hefur lagt betra fólk en mig og þig,“ leggur Gunnar Smári áherslu á. „Í þriðja lagi kemur fram hversu mikil áhrif sú þjónusta hefur sem þessi sjúklingahópur fær á flestum Vesturlöndum í dag; jafnvel þeir sem ekki ná bata eða löngum edrú- tíma lifa lengur en fólk sem glímdi við sama sjúkdóm snemma á síð- ustu öld. Í fjórða lagi held ég að það komi fram í mörgum af þess- um sögum að þótt svo virðist sem fólk geti ráðið við sjúkdóminn um skamma hríð, brennt kertið í báða enda, þá vinnur sjúkdómurinn alltaf að lokum. Fólk fær kannski tíu ár þar sem svo virðist sem það láti vímuefnið þjóna sér, en svo tekur sjúkdómurinn yfir og hirðir restina af árunum og lífskraftinum.“ Gleðileikur og harmsögur Á hann sér sína eigin harmsögu? „Það má örugglega segja sögur allra sem harmsögu en ég upp- lifi mig ekki í harmi. Harmsaga byggir oftast á því að fólk hefur átt eitthvað en misst. Stundum finnst mér Íslendingar sem hópur upplifa sögu sína sem harmsögu; þeir voru rændir einhverju sem þeir áttu skilið. Mér finnst ég frekar upplifa líf mitt sem gleðileik; ég er alltaf að fá eitthvað sem ég á í raun ekki skil- ið og miklu meira en ég bið um.“ Gunnar Smári vonast til að ná til þeirra sem hafa áhuga á að fræð- ast um sjúkdóminn. „Ég vil bara ná til þeirra sem hafa áhuga. Það geta allir lesið þetta og notið með einhverjum hætti. Fólk getur líka sleppt að lesa þessar sögur. Þetta er ekki mjög ágengt efni; ætlar sér ekki að svara öllum spurningum um þetta fólk né þennan sjúkdóm.“ Þetta er meira svona smá íhugun- arefni í dagsins önn. Eins og að læra á fiðlu Hvernig læknast fólk af alkóhól- isma? Felur lækningin í sér að læra gildi sem við getum ef til vill lært fyrr án þess að þurfa að ganga í gegnum sársaukafulla reynslu? „Alkóhólismi leggst á persónu- leika fólks eins og aðrir heilasjúk- dómar,“ útskýrir Gunnar Smári. „Leiðin til bata liggur því gegnum enduruppbyggingu persónuleik- ans; leið sem er um margt einstök og ólík milli manna. Leiðin kann að liggja um svipaðar slóðir en er samt sérstök hjá hverjum og ein- um. Það er því nánast ómögulegt að fjalla um þetta á almennum nót- um. Ef batinn snýst um persónu- þroska þá er hann líkari því að læra á fiðlu en að rata eftir landakorti. Það eru til leiðarbækur og upp- skriftir en þær segja aldrei nema hálfan sannleika. En þar sem batinn og ástundun í að viðhalda honum tengist per s- ónu þroska þá væri sjálfsagt hægt að svara þessu játandi; auðvit- að mætti hvetja fólk til efla þroska sinn sem víðast og mest. En það er ekki þar með sagt að það fyrir- byggi að fólk verði alkóhólistar,“ segir Gunnar Smári enda verði fólk ekki alkóhólistar vegna skorts á persónuþroska. Alkóhólismi og brjósklos Gunnar Smári veit ekki hvort það er góð samlíking en hann reyn- ir að líkja alkóhólismanum við brjósklos til útskýringar. „Brjósk á milli liða hrörnaði og brast. Og það mun aldrei gróa. Eins og ég skil lækninn þá veldur þessi sprunga því að taugar klemmast og það er voðalega vont. Í mínu tilfelli geng- ur þetta til baka og ég jafna mig. Hættan er hins vegar að þetta get- ur gerst aftur og hefur gerst áður. Til að minnka líkurnar get ég styrkt maga og bakvöðva og dregið þar með úr hættu á að ég beiti mér rangt svo að sprungan í brjóskinu nái aftur að klemma taug. Nú er í sjálfu sér ekkert beint samhengi á milli sprungu í brjóski og maga- vöðva; styrkari magavöðvar munu ekki laga brjóskið og þeir hefðu heldur ekki komið í veg fyrri að það hrörnaði né að það myndaðist í því sprunga. Ég held að alkóhólisminn sé einhvern veginn svona. Ég þarf að styrkja persónuleikann til að draga úr hættu á bakslagi þegar ég lendi í einhverjum raunum í lífinu. En þessi styrking eyðir ekki sjúkdómn- um og gæti heldur ekki fyrirbyggt hann; þótt það sé í sjálfu sér hægt að mæla með svona æfingum fyrir alla. Þær gera líklega engan verri.“ Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, drakk ungur í sig alkóhólisma og segir sjúkdóminn hafa markað líf sitt. Hann hefur verið edrú í meira en 16 ár og segir harmsögur um áfengisneyslu á DV.is til að benda á hversu illa þessi sjúkdómur hefur farið með margt glæsilegt fólk. Hann segist vilja draga fram að sjúkdómurinn leggist ekki aðeins á þá sem eiga hann skilið. „Margt frábært fólk, gáfað, fallegt, klárt, skemmtilegt, eldhugar, kjarkfólk og hvað eina, hefur veikst og dáið úr þessum sjúkdómi,“ segir Gunnar Smári sem ræddi við Kristjönu Guðbrandsdóttur um alkóhólismann, útihátíðir og lífsins gildi. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Lífið er gleðileikur „Ég get því ekki mælt með mínu lífi við nokkurn mann en það er orðið eins og klæðskerasaumað á mig,“ segir Gunnar Smári sem segist reyna að lifa góðu lífi og skemmtilegu. Mynd JG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.