Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 57
ir. Þetta var líka bara frábært tækifæri. Ekki bara til að kynnast leikurunum held- ur bara fullt af frábæru fólki og listamönnum. Það er svo mikið af færu fólki sem koma að svona mynd.“ Hlutverkalisti Heru á þessu ári er þó ekki tæmdur enn því hún lék einnig í sjón- varpsþáttaröðinni Leaving þar sem hún leikur pólska stúlku. Þá lék hún einnig í bresku indí-myndinni We Are The Freaks. Vonast eftir Vonarstræti En þó svo að Heru gangi vel á erlendri grundu þá hefur Hera alls ekki gleymt gamla góða Íslandi. „Ég hef mikinn áhuga á því að leika heima líka,“ en Hera er um þessar mundir að skoða hvort hún geti fundið tíma til þess að taka að sér hlutverk í næstu mynd Baldvins Z. „Hún heitir Vonarstræti og von- andi gengur það upp. Ég hef mikla trú á Baldvini og þetta er þrusu handrit,“ segir Hera en Baldvin vakti verðskuld- aða athygli fyrir unglinga- myndina Óróa. Í Vonarstræti leika þeir Þorvaldur Dav- íð Kristjánsson og Þorsteinn Bachman hin aðalhlutverk- in en myndin er þríleikur og er Hera spennt fyrir því að vinna þeim félögum ef allt gengur að óskum. „Þeir eru báðir fantagóðir leikarar og þetta er spennandi verkefni í alla staði.“ Um framtíðina hefur Hera þetta að segja: „Ég stefni bara á að gera spennandi hluti sama hvar þeir eru. Ég tek þetta eitt skref í einu.“ asgeir@dv.is Menning 41Helgarblað 3.–7. ágúst 2012 „Eins og bland í poka. Nema bara bestu molarnir.“ Hljómskálinn Ýmsir flytjendur n Hera Hilmarsdóttir í Da Vinci’s Demons n „Nokkuð steikt“ að leika með Keiru Knightley n Ekki hætt að leika á Íslandi handritshöfundur batman myndanna leikstýrir heru Anna Karenina Keira Knightley og Jude Law leika með Heru í myndinni. David S. Goyer höfundur Batman-þríleiksins Leikstýrir Heru í þáttunum Da Vinci’s Demons. Joe Wright Hefur gert myndir eins og The Soloist og Atonement. „Fyndin og hjart- næm mynd“ Intouchables Olivier Nakache, Eric Toledano Síðustu sumartónleikarnir Síðustu tónleikarnir í sumartón- leikaröð Skálholtskirkju verða um verslunarmannahelgina. Þrennir tónleikar verða í boði. Klukkan 15 á laugardag koma fram Signý Sæ- mundsdóttir sópran og Þórarinn Sigurbergsson gítarleikari. Þau flytja Íslenska og enska tónlist. Klukkan 17 er komið að franska tríóinu Corpo di strumenti en þau flytja endurreisnar- og barokktón- list. Herlegheitin verða svo endur- tekin á sunnudag klukkan 15 Dalton á Klaustri Hljómsveitin Dalton heldur „flöskuball“ á Kirkjuhvoli, Kirkju- bæjarklaustri, sunnudaginn 5. ágúst. Hljómsveitin er þekkt fyrir stemningu á slíkum böllum en húsið opnar klukkan 23. Þetta er þriðja árið í röð sem Dalton leikur á Kirkjubæjarklaustri sunnudags- kvöldi um verslunarmannahelgi og hefur iðulega verið vel sótt á dansleikina. Aldurstakmark er 16 ára og miðaverð er 3.000 krónur. Ég var í Listagilinu Listakonurnar Brynhildur Kristins- dóttir og Laufey Margrét Pálsdóttir opna sýningu sína „Ég var“ í Mjólk- urbúðinni í Listagilinu á Akureyri 4. ágúst klukkan 15. Sýning þeirra er innsetning og fjall- ar um það sem var og er. Sýningin stendur til 12. ágúst en opið verður bæði laugardag og sunnudag milli klukkan 14 og 17. Hægt að afla sér nánari upplýsinga um sýninguna á Facebook-síðu Mjólkurbúðarinnar en sýningin verður hugsanlega opin fyrir utan auglýstan sýningar- tíma eftir óskum. „Vel heppnuð frumraun“ Það kemur alltaf nýr dagur Unnur Birna Karlsdóttir Total Recall frumsýnd Þeir sem vilja skella sér í bíó eftir langa verslunarmanna- helgi stendur til boða að sjá Total Recall sem frumsýnd verður í kvikmyndahúsum Senu á miðvikudag. Myndin segir frá Douglas Quaid sem á fallega konu sem hann elskar, en hann vinnur í verksmiðju og er oft og tíðum pirraður á lífi sínu. Svokallað hugarfrí er einmitt það sem hann telur sig þurfa; raunverulegar minningar um sjálfan sig sem hugrakkan ofurnjósnara. En eitthvað fer úrskeiðis í aðgerðinni og Quaid endar sem hundeltur maður á flótta undan lögreglunni. Hann fer að gruna að hann sé í raun njósnari en hefur ekki hugmynd um fyrir hvern. Leikstjóri myndarinnar er Len Wiseman en með aðalhlutverk fara Colin Farrell, Kate Beck- insale og Jessica Biel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.