Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 20
Nýtt góðæri í kortuNum 20 Fréttir 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað n Krónan styrkist, atvinnuleysið minnkar, kaupmáttur fer vaxandi og bjartsýni Íslendinga hefur ekki verið meiri í mörg ár n Fólk hélt að sér höndum fyrst eftir hrun en nú er staðan önnur Þ að er auðvitað eðli kap- ítalismans að hann geng- ur í bylgjum, og rétt eins og við vitum að sólin kem- ur upp að morgni get- um við fullyrt að á eftir samdrætti kemur þensla.“ Þetta segir Þórólf- ur Matthías son hagfræðingur í sam- tali við DV þegar hann er spurður út í það hvort nýtt þensluskeið sé hafið á Íslandi. Þórólfur segir breytingarn- ar í íslenska efnahagslífinu hafa verið hraðari en menn hafi almennt búist við. „Við sjáum mun kröftugri upp- sveiflu hér á landi en í löndunum í kringum okkur.“ Landsframleiðsla hér á landi hef- ur aukist um ellefu prósent á síðustu mánuðum og hefur hvergi í Evrópu aukist eins mikið. Krónan hefur styrkst, verðbólgan er að hjaðna, at- vinnuleysi að minnka, störfum að fjölga og kaupmáttur fer vaxandi. Þá hefur bjartsýni landsmanna ekki verið meiri síðan 2008, sé litið til væntingavísitölu Gallup sem mæl- ir viðhorf landans til efnahagsmála. Nýjustu fregnir eru síðan þær að yf- irdráttarlán landsmanna séu orðin jafn há í krónum talið og þau voru í ágúst 2008. Í nýlegri skýrslu ríkisskattstjóra segir að í skattframtölum einstak- linga og niðurstöðum álagningar séu ákveðin teikn um að hagur Ís- lendinga sé að vænkast eftir harðæri síðustu ára. Gylfi Zoëga hagfræðing- ur lýsti því nýlega yfir að kreppan væri búin, en sitt sýnist hverjum. DV ræddi við Guðmund Ólafsson hag- fræðing og Þórólf Matthíasson um stöðu efnahagsmála, mögulegar ból- ur og þær hröðu breytingar sem eru að verða í efnahagslífinu. Óeðlilegar aðstæður Í nýlegri grein í DV sem ber heitið „Er kreppan liðin hjá?“ sagði hag- fræðiprófessorinn Þorvaldur Gylfa- son að á Íslandi ríktu ekki venjulegar kringumstæður og því væri erfitt að leggja mat á gang efnahagslífsins. Nefndi hann meðal annars lágt gengi krónunnar, gríðarlegt eignatap og gjaldeyrishöft því til stuðnings. „Það stoðar lítt að segja fólki, sem hef- ur orðið fyrir stórfelldu eignatjóni og séð skuldir sínar hlaðast upp, að kreppan sé liðin hjá. Af sjónarhóli sumra í þessum hópi er kreppan nú rétt að byrja.“ Sagði hann enn frem- ur að mikið vantaði upp á til að Ís- land næði sér til fulls. Með pistlinum var Þorvaldur að bregðast við orðum annars hagfræðings, Gylfa Zoëga, sem lýsti því nýlega yfir að kreppan hér á landi væri búin. Hagfræðingurinn Guðmund- ur Ólafsson tekur undir með Þor- valdi Gylfasyni og segir af og frá að kreppan hér á landi sé búin. „Þó að það sé einhver bati, þá er svo langt í frá að kreppan sé búin, það er bara rugl.“ Hann segir staðreynd máls- ins vera þá að ráðstöfunartekjur séu ennþá um 20–25 prósentum minni en var árið 2008. „Og menn eru enn- þá að glíma við það að fjórðungur af kjörunum er farinn.“ Aðspurður um aukna bjartsýni landans og aukna einkaneyslu segir Guðmundur: „Það er bara vegna þess að Íslendingar eru geðveikir, það þýðir ekkert annað, fólk er bara klikkað. Íslendingar hafa alltaf verið brjálaðir, þeir eru alltaf farnir að æða út og eyða löngu áður en nokkurt vit er í.“ Aðspurður um hætturnar sem geti stafað af aukinni einkaneyslu sem drifin er áfram af slíkri lántöku segir Guðmundur: „Hættan er sú að með aukinni lántöku séu menn að þenja út peningamagnið með þeim afleiðingum að við fáum alveg fer- lega verðbólgu í hausinn. Ég segi reyndar að með þessu áframhaldi séu allar líkur á því að þegar líður á árið fáum við verðbólguskot upp á sex, sjö prósent, eða meira.“ Engin blaðra sýnileg Þórólfur Matthíasson hagfræðingur hefur minni áhyggjur af stöðu mála en Guðmundur. Hann bendir til að mynda á að eðlilegt sé að bílasala sé farin að taka við sér enda hafi nýir bílar varla selst hér á landi frá árinu 2008 og því standi valið orðið á milli nýrra bíla og fimm ára gamalla. Það sama megi segja um raftæki og hús- gögn. Fólk hafi haldið að sér hönd- um árin eftir hrun en sé nú farið að koma til baka og endurnýja það sem þarf, bæði vegna þess að það hafi meira á milli handanna og einnig þar sem stöðugleikinn í efnahagslífinu sé meiri og fólk hafi meiri yfirsýn. Aðspurður hvort ný efnahags- blaðra sé að myndast segir Þórólfur ekkert benda til þess. „Ég sé ekkert í kortunum sem bendir til þess. Það sem gerðist hér fyrir hrun var að hag- kerfið var borið uppi af óraunhæfum væntingum en það er ekki raunin í dag.“ Hann bendir á að þá hafi fólk til að mynda tekið yfirdráttarlán til kaupa á hlutabréfum, en í dag sé ekki aðgangur að slíku lánsfé. „Þannig að þú ert kannski með blöðruna en hefur ekki tækifæri til að blása jafn kröftug lega í hana.“ Þórólfur telur helstu ástæðuna fyrir snörpum viðsnúningi í efna- hagslífinu vera þá endurskipulagn- ingu sem átt hafi sér stað innan fyrir tækja í kjölfar hrunsins. „Ég held að það sé svolítið vanmetið í þessu samhengi hvernig haldið hef- ur verið á skuldamálum. Þó að ýms- ir hafi kvartað þá er það staðreynd að fjármálafyrirtækin og ríkisstjórn- in höfðu frumkvæði að því að setja ákveðnar leikreglur um það hvern- ig tekið yrði á efnahagsreiknings- vandamálum fyrirtækja og það er að skila sér núna.“ Segir Þórólfur að með því að gefa eigendum fyrirtækj- anna kost á að endurskipuleggja þau hafi verið komið í veg fyrir þau dómínóáhrif sem orðið hefðu ef fyr- irtækin hefðu verið látin falla. „Ég hef svolítið horft á Grikk- land sem andstæðu okkar í þessu sambandi þar sem sumir kollegar mínir tala um að peningakerfið sé stopp, að sparnaður og útlánastarf- semi gangi ekki upp þar sem enginn treysti neinum, sem verður síðan til þess að hagkerfið dregst sífellt meira niður.“ n Engin blaðra Hagfræðingurinn Þórólfur Matthíasson segir engin merki um að ný efnahagsblaðra sé að myndast. Verðbólga fram undan Guðmundur Ólafsson hagfræðingur telur líklegt að verðbólguskot upp á sex til sjö prósent sé fram undan. Milljarður Tvö prósent þjóðarinnar mættu þegar Bauhaus opnaði verslun sína í upphafi sumars og eyddu um milljarði króna. „Þannig að þú ert kannski með blöðruna en hefur ekki tækifæri til að blása jafn- kröftuglega í hana. Bjartsýni eykst Íslendingar eru bjartsýnni í dag en þeir hafa verið frá því fyrir hrun ef marka má nýbirta væntingavísitölu Gallup. Vísitalan var 79,9 stig fyrir júnímánuð og er 14,5 stigum hærri en á sama tíma í fyrra, sem er hæsta gildi vísitölunnar frá því í maí 2008. Þetta þýðir á mannamáli að nærri helmingur landsmanna sé bjartsýnn á framtíð efnahagsmála, sem verður að teljast þó nokkur viðsnúningur frá árunum 2009–2010 þegar nær enginn bar slíka bjartsýni í brjósti. „Svo virðist sem þoka eftirhrunsáranna sé nú loksins að lyftast af landanum,“ sagði í greiningu Morgunkorns Íslandsbanka á dögunum þar sem fjallað var um tölurnar. Sé væntingavísitalan skoðuð aftur í tímann má sjá að væntingar Íslendinga til efnahagslífsins og ástands í atvinnumálum voru í upphafi árs 2002 svipaðar og nú. Væntingar landans jukust hratt frá þeim tímapunkti en seinna sama ár, eða um haustið, var meðal annars skrifað undir samninga við Alcoa um álver á Reyðarfirði, sem markaði upphaf þess mikla þensluskeiðs sem kom næstu ár á eftir og endaði með hruni 2008. Hvort bjartsýni landans nú eigi eftir að aukast næstu misseri, rétt eins og gerðist þá, getur tíminn einn leitt í ljós en ástæðurnar fyrir því ætti ekki að vanta. Ný efnahagsblaðra Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, sagði nýlega frá því á bloggi sínu að allt stefndi óðfluga í nýja efnahagsblöðru hér á landi. Benti hann meðal annars á að þar sem keypt- ir hefðu verið 5.373 nýir bílar á fyrri helmingi ársins væri óhætt að segja kreppuna að baki. „Þegar atvinnuleysi minnkar stöðugt og nálgast tölu þeirra, sem ekki vilja vinna, er óhætt að segja kreppuna að baki. Þegar bara er hægt að manna sumar greinar með erlendu vinnuafli, er óhætt að segja kreppuna að baki. Er gjaldeyriseyðsla okkar í ferðum erlendis jafnast á við sprengingu í tekjum af komu ferðamanna til landsins, er óhætt að segja kreppuna að baki. Þegar 220 nýir Land Cruiser bílar hafa verið fluttir inn á árinu, er óhætt að segja kreppu auðmanna að baki. Allt stefnir óðfluga í nýja efnahagsblöðru.“ Gríðarleg söluaukning á bílum Bílasala hefur tekið vel við sér það sem af er árinu og er greinilegt að margir eru farnir að huga að því að endurnýja bíl- inn. Lítil sala hefur verið á nýjum bílum undanfarin ár og bílafloti landsmanna hefur elst hratt frá árinu 2008, en það var ekki fyrr en í fyrra sem salan tók að aukast á ný. Miðað við sama tímabil í fyrra er söluaukningin tæp 60 prósent en alls nýskráðir fólksbílar 4.854 það sem af er árinu. „ Íslendingar hafa alltaf verið brjál- aðir, þeir eru alltaf farnir að æða út og eyða löngu áður en nokkurt vit er í. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.