Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 60
S öngfuglinn og básúnuleikar- inn Valdimar Guðmundsson hefur í nógu að snúast þessa dagana. Ásamt félögum sín- um í hljómsveitinni Valdi- mar vinnur hann hörðum höndum að gerð nýrrar plötu þeirra félaga sem væntanleg er í haust. Um versl- unarmannahelgina mun Valdimar leika með hljómsveitinni í einkasam- kvæmi auk þess að koma fram með Jónasi Sig, fyrrverandi Sólstrandar- gæja og núverandi liðsmanni Rit- véla framtíðarinnar. Mun tvíeykið bæði leika í Reykjavík og á Borgar- firði eystri. Valdimar skaut upp á stjörnu- himininn haustið 2010 með plötunni Undraland sem sló rækilega í gegn og í kjölfarið fylgdu stíf tónleikahöld í heilt ár. Þó frægðin hafi tekið sinn toll er Valdimar þakklátur fyrir vin- sældirnar. Hann nýtur lífsins í tón- listarbransanum í botn þó tekjurnar séu ekki upp á marga fiska. Hingað til hafa piltarnir í Valdimar ekki mik- ið reynt fyrir sér utan landsteinanna en það kann þó að breytast á næstu misserum. Næsta plata meiri epík „Við erum ekki búnir að spila mik- ið í sumar, við höfum aðallega ein- beitt okkur að upptökunum. Stefnan er að koma nýju plötunni út í sept- ember eða október en upptökuferl- ið hefur staðið yfir alveg síðan í mars. Þetta gengur bara mjög vel. Núna er maður loksins farinn að sjá aðeins fyrir endann á þessu,“ segir Valdimar um nýju plötuna. Hann segir tónlist- arstílinn hafa þróast svolítið frá því Undraland kom út þó að poppið sé ekki langt undan. „Við erum aðeins að halda áfram með það sem við vorum að gera á síðustu plötu. En við erum samt að fara í aðeins meiri epík ef svo má segja. Kannski er hægt að segja að þetta verði aðeins meiri læti, meira „stadium rock“. Þetta er ennþá popp hjá okkur en það verður allt svolítið stærra, stærra sánd og svoleiðis.“ Hyggja á útrás Eins og áður kom fram hefur Valdi- mar minnkað tónleikahald töluvert á þessu ári. „Við vildum bara hvíla fólk aðeins á okkur svo það fengi ekki ógeð á okkur. Þannig búum við líka til smá eftirvæntingu fyrir plötunni og svona,“ segir Valdimar sem býst þó við mikilli spilamennsku í kring- um útgáfu plötunnar. Þá hefur hann trú á því að hljómsveitin sæki eitt- hvað á ný mið og ráðist í útrás. „Við höfum hugsað okkur að vera aðeins duglegri að reyna að koma okkur út í kjölfar nýju plötunnar,“ segir Valdimar sem telur að platan muni henta vel fyrir erlendan mark- að. „Ég gæti trúað að nýja platan kalli svolítið meira á útlönd.“ Þó tekur hann fram að lögin verði á íslensku rétt eins hingað til. Vildi spila á „lúð“ „Mig minnir að ég hafi verið eitthvað um sjö ára gamall þegar ég byrjaði að læra á básúnu,“ segir Valdimar sem byrjaði tónlistarferilinn þó á blokk- flautunámi. Aðspurður hvers vegna básúnan hafi orðið fyrir valinu segir hann: „Ég sagði bara við pabba að ég vildi spila á lúð. Og pabbi mælti með básúnunni, hann var sjálfur hrifinn af henni og sagði að þetta væri hljóð- færi sem gæti hentað svo til öllum tónlistarstefnum. Svo reyndist það alveg rétt.“ Valdimar er þrautlærður tón- listarmaður. Um árabil nam hann básúnuleik við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en síðan lá leiðin í FÍH þar sem hann lagði áherslu á nám í djasstónlist. „Þar kynntist ég fullt af góðu fólki og lærði helling af góðum hlutum sem hafa nýst mér í tónlistinni.“ Að auki er Valdimar út- skrifaður úr Listaháskólanum með BA-gráðu í tónsmíðum. Sló í gegn með Afgan Langt fram eftir aldri veigraði Valdimar sér við því að syngja svo til hans heyrðist vegna feimni. Hve frábær söngrödd hans er duldist hins vegar engum sem heyrði og vinir hans hvöttu hann til að koma fram á sviði. „Ég hef sennilega ver- ið orðinn svona 18 eða 19 ára þegar ég þorði loksins að koma fram og syngja eitthvað fyrir framan fólk. Í fyrsta skipti sem ég gerði það af einhverri alvöru var í söngkeppni Fjölbrautaskóla Suðurnesja.“ Þá söng Valdimar ásamt vini sín- um Áka Þór Ármannssyni sem síð- ar vakti athygli í Idol stjörnuleitinni á Stöð 2. „Við tókum lagið Afgan eftir Bubba. Við skiptum söngnum á milli okkar og ég spilaði munn- hörpupartinn á básúnu,“ segir Valdimar. Vakti frammistaða félag- anna mikla lukku. „Þetta sló alveg í gegn sko.“ Eftir þetta var sviðs- skrekkur hverfandi vandamál. „Ég fór að þora aðeins meira þegar ég sá að þetta var ekkert hræðilegt heldur fyrst og fremst skemmti- legt.“ Byrjaði í súpergrúppu „Vinir mínir í skólanum voru í hljóm- sveit sem hét Abu Dhabi. Einu sinni báðu þeir mig að spila aðeins með þeim á básúnuna. Svo náðu þeir að plata mig til að syngja nokkur lög með sér,“ segir hann en fyrsta bandið sem hann var formlega hluti af var hljómsveitin Streng. Hún var stofn- uð upp úr Abu Dhabi um það leyti sem Valdimar var tvítugur. Í Streng voru einnig Ásgeir Aðalsteinsson, sem nú leikur á gítar í Valdimar, Guð- laugur Guðmundsson, bassaleikari í Valdimar, og Rebekka Björnsdótt- ir. Rebekka lék á bassa í Streng en hefur nú gert garðinn frægan sem fagottleikari í Hjaltalín. „Þannig að þetta var svona næstum því súpergrúppa þótt fólk hafi kannski ekki vita það á þeim tíma,“ segir hann um Streng og slær á létta strengi. Valdimar segir að helstu áhrifa- valdar hans í tónlistinni komi úr ýmsum áttum, allt frá rappi til djass- tónlistar. „Í æsku hlustaði ég samt langmest á Michael Jackson. Ég meina, auðvitað, það er bara rökrétt. Í seinni tíð hefur Radiohead síðan veitt mér mikinn innblástur.“ Hann kímir og segir að sviðsframkoma hans sé ekki síst undir áhrifum frá Jackson. „Nei, kannski ef maður væri aðeins léttari á sér, þá mundi maður kannski taka aðeins fleiri spor.“ Óvænt frægð Valdimar segir engan hljómsveitar- meðlima hafa búist við viðlíka vin- sældum þegar bandið var stofnað árið 2009. „Ég var ekki alveg tilbúinn fyrir þetta, ég er í rauninni ennþá að meðtaka þetta allt saman.“ Fyrsta lag þeirra til að njóta mikilla vinsælda var Undraland sem var mikið spilað í útvarpi og kom það félögunum gleði- lega á óvart. „Það var svo þegar lag- ið Yfirgefinn fékk mjög mikla spilun í útvarpi sem þetta var orðið miklu meira en ég hafði gert mér grein fyr- ir að gæti nokkurn tímann orðið. Þá fór fólk að þekkja mig úti á götu og svona, stoppa mann til að taka mynd með mér og þar fram eftir götunum.“ Um frægðina segir Valdimar: „Hún getur náttúrulega verið svolítið truflandi stundum en ég er samt al- veg þakklátur og gaman að fólk sýni að það kunni að meta það sem mað- ur er að gera. Svo lendir maður mjög oft í því að fólk gólar á mann „læti, læti, læti“ einhvers staðar niðri í bæ. Það er orðið frekar þreytandi.“ Þrátt fyrir þetta er Valdimar alveg rólegur yfir framanum og segist ekki enn vera farinn að lemja ágenga ljós- myndara eða blaðasnápa. „Nei, ekki ennþá allavega,“ segir hann og hlær. Mestu kórdrengirnir í bransanum „Við erum nú einhverjir mestu kórdrengirnir í þessum bransa, það er lítið vesen á okkur og svona,“ segir hann spurður út í rokklíferni hljóm- sveitarmeðlima. Hann telur þá fé- lagana vera til fyrirmyndar en tekur þó fram að starfinu fylgi tíðar heim- sóknir á öldurhús þar sem vel er veitt af áfengum drykkjum. Hann segir ekki mikinn pening í spilunum hjá sér enn sem komið er. „Maður er bara að gera eitt og annað. Ég hef verið að syngja í brúðkaup- um og svona til þess að þéna ein- hvern pening.“ Hvað sem því líður er Valdimar ánægður með lífið, til- veruna og starfið. „Þetta er klárlega draumadjobbið fyrir mig. En fyrir fólk sem vill vera ríkt er þetta kannski ekki draumadjobbið. Ég er ekkert ríkur, en þetta er samt það sem ég vil vera að gera og það er frábært.“ n „Ég hef sennilega verið orðinn svona 18 eða 19 ára þegar ég þorði loksins að koma fram. Frægðin stundum truFlandi 44 Viðtal 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað Þakklátur aðdáendum sínum „Ég er samt alveg þakklátur og gaman að fólk sýni manni að það kunni að meta það sem ég er að gera.“ Ný plata á leiðinni „Ég gæti trúað að nýja platan kalli svo- lítið meira á útlönd.“ Þó tekur Valdimar fram að lögin verði á íslensku rétt eins hingað til. MYNDIR EYÞÓR ÁRNASON Langt fram eftir aldri veigraði gullbarkinn Valdimar Guðmundsson sér við að syngja svo til hans heyrð- ist vegna feimni. Í dag dylst engum að hann býr yfir sannkallaðri náðargáfu. Ólafur Kjaran Árnason ræddi við Valdimar um fyrirætlanir hans. Ólafur Kjaran Árnason olafurkr@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.