Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 62
Saltið leynist víða n Matvæli innihalda gjarnan mikið af salti S alt getur leynst í ótrúlegustu matvælum og þrátt fyrir að mannslíkaminn þurfi vissu- lega á salti að halda ber að gæta þar hófs, eins og í svo mörgu öðru. Fólk þarf um það bil 180–500 mg af salti á dag. Ofneysla salts get- ur meðal annars leitt til hærri blóð- þrýstings auk annarra heilsuvanda- mála. Það er tiltölulega auðvelt að sleppa því að salta matinn en það reynist flóknara þegar saltið er í raun falið í matvælum. Tímaritið Women‘s Health tilgreinir nokkr- ar matvörur sem innihalda mikið salt og því ástæða til þess að hugsa sig um áður en þeirra er neytt. Þá er einnig ástæða til þess að læra að lesa innihaldslýsingar matvæla og skilja hvað er í matnum sem við setj- um ofan í okkur. Kaffidrykkir Í sýrópi sem oft er notað í kaffi- drykki leynist ekki bara sykur held- ur talsvert magn af salti og er það gjarnan einnig að finna í sykurlausu sýrópi. Tómatsósa Fólk finnur oft fyrir þorsta þegar það snæðir pítsur. Mikið salt í ostinum og kjötáleggi á pítsunum veldur því að fólk finnur fyrir auknum þorsta en saltið ku einnig fela sig í sósunum. Oft er hægt að kaupa slíkar vörur þar sem framleiðendur hafa dregið úr saltmagni. Morgunkorn Í morgunkorni getur leynst talsvert af salti og er gott að lesa rækilega innihaldslýsingu þess morgunkorns sem fjölskyldan kaupir yfirleitt. Þá eru margir sem búa til hafragraut á morgnana og þeir ættu að varast að salta grautinn um of og nota til dæm- is kanil eða ávexti til að bragðbæta hann. 46 Lífsstíll 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað Passaðu þig á saltinu Ofneysla salts getur meðal annars leitt til of hás blóðþrýstings. Mintusósa með lambinu Mintusósan er að mati Breta ómissandi með lambakjöti á há- tíðisdögum og nýtur einnig tölu- verðra vinsælda í Bandaríkjunum. Mintusósan þykir ljúffeng með lambakótilettum eða ofnbök- uðu lambalæri. Þegar sósan hefur kólnað má blanda henni saman við gríska jógúrt og bera fram sem mintu-raítu. n 1 dl vatn n 1/2 dl vínedik n 1 dl mintublöð, mjög fínt söxuð n 1–2 msk púðursykur Hitið vatn í potti og leysið upp sykurinn í vatninu. Leyfið suðu að koma upp og sjóðið í um þrjár mínútur. Blandið ediki og mintu saman við sykurvatnið. Látið sós- una kólna örlítið og berið fram. Gæðavörur frá Stonewall Nú fást á Íslandi lúxusmatvörur frá Stonewall Kitchen. Fyrirtækið er breskt og í Bretlandi fylgir mikil matarmenning framleiðslu fyrir- tækisins. Fyrir utan að framleiða sultur, sósur og ýmislegt annað til matargerðar rekur það verslan- ir, matreiðsluskóla og kaffihús. Íslendingar sem vilja kynna sér matarmenninguna geta nælt sér í uppskriftir af heimasíðunni: stonewallkitchen.com. Meðal sölustaða er Melabúðin í vesturbæ Reykjavíkur. Ostakökur, pavlóvur og triffli Þessi bók Anne Wilson er full af freistandi uppskriftum að osta- kökum með margs konar ávöxtum og bragðtegundum. Fjölmargar uppskriftir að pavlóvum, sem eru uppáhald allra, er hér að finna. Pavlóvurnar eru stökkar að utan en mjúkar að innan og fara vel með alls kyns ávöxtum. Trifflið gamla og góða og einfaldir ísréttir munu einnig gleðja matgæðinga. Í slenskur útivistarfatnaður er orðinn að tískuvarningi. Hann er ekki bara áberandi hér heima held- ur hafa stærstu merki landsins ha- slað sér völl víða um heim. Fimm íslensk fyrirtæki framleiða útivistarfatnað undir eigin merkjum. Stærst er Sjóklæðagerðin 66°Norður, en þar á eftir koma Nikita, Cintamani, ZO-ON og Icewear. „Það verður flott úrval af úlpum í vetur,“ segir Fannar Páll Aðalsteinsson verkefnastjóri 66°Norður. „Þær nýjustu eru í Snæfell línunni. Innblásturinn er sóttur til fatnaðar sem landkönnuð- urinn og Vestur-Íslendingurinn Vil- hjálmur Stefánsson klæddist á ferðum sínum um Norðurheimskautið. Þetta er dæmi um hvernig hönnunarteymið hjá okkur leitast við að horfa til ís- lenskrar arfleifðar og sögunnar við hönnun á útivistarfatnaði enda er 66°Norður rúmlega 85 ára gamalt fyr- irtæki. Það má svo við það bæta að Þórsmörk línan er alltaf jafn vinsæl og nú nýlega hafa bæst við nýir litir fyr- ir veturinn. Má þar nefna hermanna- lit, gráyrjóttan, grænyrjóttan, gráan, grænan og svo þann klassíska, svart- an. Þegar líður á veturinn munu þær einnig koma silfur- og bronslitaðar.“ Útivist og götutíska Jakki úr nýrri framleiðslulínu fyrirtæk- isins, Eldborg, hefur hlotið mikla um- fjöllun nýverið og þykir hann á ýmsan hátt nýstárlegur. „Núna í haust erum við að fá nýjan jakka sem við bind- um miklar vonir við, Eldborg. Jakkinn hlaut nýverið Polartec APEX Award, en Polartec er framleiðandi efnisins sem jakkinn er búinn til úr. Fyrirtækið Polartec® er leiðandi framleiðandi flís- efnis í heiminum og leggur afar mikið upp úr þróun nýjunga í efnum og í því skyni verðlaunar fyrirtækið á hverju ári þá sem framleiða framúrskarandi vöru úr Polartec®-efni. Flíkur og aukahlutir eru dæmdir eftir nýbreytni, hönnun, sniði og notkunarmöguleikum,“ segir Finnur. „Eldborg jakkinn er í raun klæð- skerasniðinn útivistarjakki. Hann er tæknilegur og gerður úr sama efni og einn vinsælasti útivistarjakkinn frá 66°Norður, Vatnajökull Softshell. Hann er vatnsþolinn, er 99 prósent vindheldur og andar gríðarlega vel. Að innan er hann fóðraður með mjúku og hlýju flísefni. Jakkinn er hannaður fyr- ir íslenskar aðstæður og með notagildi í huga. Hann sker sig úr í útliti og er fullkomin samsetning útivistareigin- leika og klassískri götutísku sem hent- ar einkar vel í þeirri breytilegu veðr- áttu sem ríkir allan ársins hring hér á Íslandi.“ Litagleði og hamingja Hjá Cintamani fæst innblástur úr ís- lenskri menningu og þjóð. „Enda er eitthvað sérstakt við fólkið hér á Fróni. Við þykjum hamingjusöm, bjartsýn og dugmikil þjóð og fatnað- ur okkar á að endurspegla það. Litir geta vakið með okkur andagift til að finna gleði og hamingju og hvar er hana betur að finna en í hinni stór- brotnu náttúru sem er hérna skammt handan borgarmarkanna,“segir Guð- björg Jakobsdóttir fatahönnuður hjá Cintamani. kristjana@dv.is Heimskauta- hátískan Snæfell Innblásturinn í hönnuninni er sóttur til fatnaðar sem landkönnuðurinn og Vestur- Íslendingurinn Vilhjálmur Stefánsson klæddist á ferðum sínum um Norðurheimskautið. Verðlaunaður jakki Eldborgarjakkinn hlaut Polartec verðlaunin. Eydís Nýir litir hjá Cintamani, einn af þeim er appelsínugulur. Erpur Hjá Cintamani er inn- blástur sóttur til hamingju Íslendinga. Landkönnuður Landkönnuðurinn og Vestur-Íslendingurinn Vilhjálmur Stefáns- son. n Horft til íslenskrar arfleifðar, menningar og þjóðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.