Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 23
H ún var rosalega dugleg og góð stelpa. Hún hafði mik- inn áhuga á hestum, ferða- lögum og útiveru. Hún var mjög vinamörg og var bara algjör demantur sem skilur eftir svo góðar minningar sem hjálpa okkur í sorginni.“ Svona lýsir Kristrún Ant- onsdóttir dóttur sinni, Þorbjörgu Henný Eiríksdóttur, eða Henný eins og hún var alltaf kölluð. Henný var aðeins 17 ára gömul þegar hún dó í bílslysi þann 12. október síðast- liðinn. Henný var á leið í Mennta- skólann á Egilsstöðum þar sem hún stundaði nám þegar slysið átti sér stað á veginum um Fagradal á milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða, rétt fyr- ir ofan Grænafell. Fólksbíll, sem Henný ók, skall framan á vöruflutn- ingabifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Henný lést samstundis en vin- kona hennar sem einnig var farþegi í bílnum lifði slysið af. Mikil hálka var á veginum og talið er að Henný hafi misst stjórn á bílnum af þeim sökum. Ættingi kom að slysinu Foreldrar Hennýjar voru báðir við vinnu þegar þeir fengu símtal um að dóttir þeirra hefði lent í slysi. Full- fermd rúta kom að slysinu og ætt- ingi fjölskyldunnar sem var með- al farþega þekkti bíl Hennýjar. „Við fengum símtal frá ættingja okkar um að Henný hefði keyrt útaf og ákváð- um að drífa okkur á staðinn,“ segir Kristrún. Á leiðinni hringdu þau í vinkonu Hennýjar sem var með henni í bíln- um. „Það voru mín fyrstu viðbrögð að hringja í bestu vinkonu henn- ar sem ég vissi að væri með henni í bílnum. Þá var verið að flytja hana á Egilsstaði og hún segir við mig að ég verði að hitta Henný en þá vissi hún ekki að hún væri dáin.“ Alvarlegra en þau héldu Þegar þau komu á slysstað kom það þó fljótlega í ljós að slysið var tals- vert alvarlegra en þau höfðu haldið. Þar var þeim tilkynnt að dóttir þeirra væri dáin. „Þetta var auðvitað hrika- legt og þetta er bara eitthvað sem enginn á að þurfa að koma að,“ segir Kristrún um aðkomuna á slysstað en mikið af lögreglubílum og sjúkrabíl- um voru á staðnum. Kristrún segir þau samt ekki sjá eftir því að hafa farið á staðinn. „Í dag sjáum við ekkert eftir því að hafa far- ið þarna og séð þetta. Þetta kom svo líka í fréttunum í sjónvarpinu og þá fannst okkur betra að vera búin að sjá þetta.“ Í kapphlaupi við netheima Á sama tíma og foreldrarnir voru á slysstað var verið að leita að þeim í bænum þeirra, Eskifirði. „Við fundumst ekki og enginn hringdi í okkur. Það var strax farið í það að ná í systkini hennar í skólanum því svona er fljótt að fréttast. Við vor- um í kappi við netheima og GSM- símana og á slysstað sagði lögregla við okkur að þau yrðu að biðja okk- ur að hringja í okkar fólk. Þetta er ekki það sem maður vill vera að gera á svona stundu en eins og lögreglu- maðurinn sagði, þá vorum við bara í kapphlaupi við símann áður en fólk myndi frétta þetta annars stað- ar. Maður varð bara að gera þetta og setti sig í þann gír.“ Skilur mikið eftir sig Fyrstu dagarnir eftir slysið voru óraunverulegir að sögn Kristrúnar. „Maður fór bara úr sambandi, það er bara þannig. Þó að við áttuðum okk- ur á þessu strax þá var samt annað að viðurkenna það.“ Hún segir miss- inn vera nokkuð sem maður kom- ist aldrei yfir. „Þetta er mikil vinna en nokkuð sem maður kemst aldrei yfir en lærir kannski að lifa með. Við erum dugleg að tala um hana, hún var svo sterkur karakter og skilur svo mikið af góðum minningum eftir. Þó að hún hafi verið svona ung þá skilur hún svo mikið eftir sig. Vinir henn- ar koma líka til okkar og það hjálpar bæði okkur og þeim. Við eigum rosa- lega góða fjölskyldu og stóran vina- hóp sem hefur hjálpað okkur mikið.“ Veskið fannst á Sorpu Henný vann í Kríu veitingasölu á Eskifirði með náminu. Systir henn- ar vinnur þar í dag og lenti nýlega í undarlegu atviki tengdu systur hennar. Það kom maður inn til þess að skila veski Hennýjar en fjölskyld- an hafði leitað þess og var viss um að hún hefði haft það á sér eða með sér þegar slysið átti sér stað. „Við vorum búin að biðja lögregluna um að leita að því,“ segir hún. „Það gerðist svo 18. júní að það kemur maður inn í sjoppuna og hann labbar beint til systur hennar með veski og segist hafa fundið það á Sorpu og spyr hvort að stelpan sem eigi veskið sé ekki að vinna þarna. Hann spyr hana hvort hún þekki hana og þegar hann opnar veskið þá er þar fullt af kortum og myndum og hún þekkir það strax og segir já, þetta er systir mín. Maðurinn hefur bara búið hérna í ár og tengdi andlitið strax við Kríu veitingasölu en vissi auðvitað ekkert að hann væri að tala við systur hennar.“ Sáu lögreglumann henda pokanum Kristrún segir afar einkennilegt að veskinu hafi verið hent en strákar sem voru að leik við Sorpu segjast hafa séð lögreglumann henda poka í ruslið. „Þeir kíktu í pokann og sáu þá veskið. Þeim fannst það svo fall egt að þeir tóku það. Þeir hittu svo föð- ur annars þeirra sem sagðist ætla að koma því til skila og fór í sjoppuna til þess.“ Kristrún segist nokkuð viss um að þarna hafi einhver mistök átt sér stað hjá lögreglu og það hafi verið visst áfall að fá veskið með þessum hætti. „Við fórum og töluðum við lög- regluna hér og lýstum yfir óánægju okkar með þetta. Veskið hefur ver- ið einhvers staðar þó við vitum ekki hvar en það hefur ekki legið úti í 8 mánuði eins og ég sagði við lögreglu- manninn hérna sem var reyndar jafn miður sín yfir þessu og við. En það er eitthvað einkennilegt og skrýt- ið að því hafi ekki verið komið til skila til okkar. Þetta eru einkenni- leg vinnubrögð og við höfum kvart- að yfir þeim en ekki fengið nein svör við því hvað gæti hafa farið úr- skeiðis,“ segir Kristrún og vill gjarn- an koma í veg fyrir að slíkt gerist aft- ur. Hún segir fjölskylduna þó vera mjög ánægða að hafa fengið veskið að nýju. „Það skiptir máli fyrir okkur og í raun ótrúlegt að það hafi komist til okkar. Það var búið að henda því og ég er afar þakklát fyrir að það hafi skilað sér.“ viktoria@dv.is Enn of mörg dauðaslys Fréttir 23Helgarblað 3.–7. ágúst 2012 n 196 manns látist í umferðarslysum á síðustu 10 árum n Banaslysum í umferðinni hefur fækkað n Henný lést í bílslysi aðeins 17 ára gömul Henný Þorbjörg Henný eða Henný eins og hún var alltaf kölluð, var aðeins 17 ára gömul þegar hún lést í bílslysi. Systkinin Þorbjörg Henný með systkinum sínum. Veskið Veski Hennýjar fannst 8 mánuðum eftir að hún lést. „Var bara algjör demantur“ Hefur fækkað Dauðaslysum í umferðinni hefur fækkað undanfarin ár. Þau eru þrátt fyrir það of mörg að mati Sigurðar hjá Umferðarstofu. Látnir í umferðarslysum eftir árum frá 2002 miklu meira með honum en á þess- um aldri snýst þetta voða mikið um að vera með strákunum. Mað- ur vissi það alltaf og það er eðlilegt en hann kom með mér á skytterí og svona. Hann var alltaf sagður mjög líkur mér í útliti og líka í allri hegð- un. Stutt í brosið, vitleysuna og fífla- ganginn hjá okkur báðum,“ segir Marteinn um son sinn. Lærir að lifa með missinum Hann segist ekki búast við að hann komist nokkurn tímann yfir missinn en hann muni læra að lifa með hon- um. „Erfiðustu stundirnar eru yfir- leitt þegar ég er að fara gera eitthvað sem ég hefði tekið hann með í, eins og veiðiferðir. Þá finnst mér vanta svo stóran hluta. Eins þegar við vor- um að ferma dóttur okkar í vor, þá fundum við fyrir þessu, það vantar svo mikið í fjölskylduna.“ Hann segist meðvitaður um að það sé ekkert sem hann geti gert til að fá Ólaf til baka. Létt lund hans, það að tala um missinn og skilning- ur hafi hjálpað honum í sorginni. „Það er þrennt sem ég held að hafi hjálpað mest, það er hvað ég hef gott skap, svo talaði ég um þetta og svo það að ég skil þetta svo vel. Ég hef aldrei farið í einhverja afneitun eða slíkt. Þetta er búið og gert og ég breyti engu. Auðvitað hefði ég vilj- að hafa þetta allt öðruvísi en ég geri mér grein fyrir því að ég get engu breytt.“ viktoria@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.