Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Síða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Síða 57
ir. Þetta var líka bara frábært tækifæri. Ekki bara til að kynnast leikurunum held- ur bara fullt af frábæru fólki og listamönnum. Það er svo mikið af færu fólki sem koma að svona mynd.“ Hlutverkalisti Heru á þessu ári er þó ekki tæmdur enn því hún lék einnig í sjón- varpsþáttaröðinni Leaving þar sem hún leikur pólska stúlku. Þá lék hún einnig í bresku indí-myndinni We Are The Freaks. Vonast eftir Vonarstræti En þó svo að Heru gangi vel á erlendri grundu þá hefur Hera alls ekki gleymt gamla góða Íslandi. „Ég hef mikinn áhuga á því að leika heima líka,“ en Hera er um þessar mundir að skoða hvort hún geti fundið tíma til þess að taka að sér hlutverk í næstu mynd Baldvins Z. „Hún heitir Vonarstræti og von- andi gengur það upp. Ég hef mikla trú á Baldvini og þetta er þrusu handrit,“ segir Hera en Baldvin vakti verðskuld- aða athygli fyrir unglinga- myndina Óróa. Í Vonarstræti leika þeir Þorvaldur Dav- íð Kristjánsson og Þorsteinn Bachman hin aðalhlutverk- in en myndin er þríleikur og er Hera spennt fyrir því að vinna þeim félögum ef allt gengur að óskum. „Þeir eru báðir fantagóðir leikarar og þetta er spennandi verkefni í alla staði.“ Um framtíðina hefur Hera þetta að segja: „Ég stefni bara á að gera spennandi hluti sama hvar þeir eru. Ég tek þetta eitt skref í einu.“ asgeir@dv.is Menning 41Helgarblað 3.–7. ágúst 2012 „Eins og bland í poka. Nema bara bestu molarnir.“ Hljómskálinn Ýmsir flytjendur n Hera Hilmarsdóttir í Da Vinci’s Demons n „Nokkuð steikt“ að leika með Keiru Knightley n Ekki hætt að leika á Íslandi handritshöfundur batman myndanna leikstýrir heru Anna Karenina Keira Knightley og Jude Law leika með Heru í myndinni. David S. Goyer höfundur Batman-þríleiksins Leikstýrir Heru í þáttunum Da Vinci’s Demons. Joe Wright Hefur gert myndir eins og The Soloist og Atonement. „Fyndin og hjart- næm mynd“ Intouchables Olivier Nakache, Eric Toledano Síðustu sumartónleikarnir Síðustu tónleikarnir í sumartón- leikaröð Skálholtskirkju verða um verslunarmannahelgina. Þrennir tónleikar verða í boði. Klukkan 15 á laugardag koma fram Signý Sæ- mundsdóttir sópran og Þórarinn Sigurbergsson gítarleikari. Þau flytja Íslenska og enska tónlist. Klukkan 17 er komið að franska tríóinu Corpo di strumenti en þau flytja endurreisnar- og barokktón- list. Herlegheitin verða svo endur- tekin á sunnudag klukkan 15 Dalton á Klaustri Hljómsveitin Dalton heldur „flöskuball“ á Kirkjuhvoli, Kirkju- bæjarklaustri, sunnudaginn 5. ágúst. Hljómsveitin er þekkt fyrir stemningu á slíkum böllum en húsið opnar klukkan 23. Þetta er þriðja árið í röð sem Dalton leikur á Kirkjubæjarklaustri sunnudags- kvöldi um verslunarmannahelgi og hefur iðulega verið vel sótt á dansleikina. Aldurstakmark er 16 ára og miðaverð er 3.000 krónur. Ég var í Listagilinu Listakonurnar Brynhildur Kristins- dóttir og Laufey Margrét Pálsdóttir opna sýningu sína „Ég var“ í Mjólk- urbúðinni í Listagilinu á Akureyri 4. ágúst klukkan 15. Sýning þeirra er innsetning og fjall- ar um það sem var og er. Sýningin stendur til 12. ágúst en opið verður bæði laugardag og sunnudag milli klukkan 14 og 17. Hægt að afla sér nánari upplýsinga um sýninguna á Facebook-síðu Mjólkurbúðarinnar en sýningin verður hugsanlega opin fyrir utan auglýstan sýningar- tíma eftir óskum. „Vel heppnuð frumraun“ Það kemur alltaf nýr dagur Unnur Birna Karlsdóttir Total Recall frumsýnd Þeir sem vilja skella sér í bíó eftir langa verslunarmanna- helgi stendur til boða að sjá Total Recall sem frumsýnd verður í kvikmyndahúsum Senu á miðvikudag. Myndin segir frá Douglas Quaid sem á fallega konu sem hann elskar, en hann vinnur í verksmiðju og er oft og tíðum pirraður á lífi sínu. Svokallað hugarfrí er einmitt það sem hann telur sig þurfa; raunverulegar minningar um sjálfan sig sem hugrakkan ofurnjósnara. En eitthvað fer úrskeiðis í aðgerðinni og Quaid endar sem hundeltur maður á flótta undan lögreglunni. Hann fer að gruna að hann sé í raun njósnari en hefur ekki hugmynd um fyrir hvern. Leikstjóri myndarinnar er Len Wiseman en með aðalhlutverk fara Colin Farrell, Kate Beck- insale og Jessica Biel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.