Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Page 15
Fréttir 15Helgarblað 11.–13. október 2013 Subway sem þeir hafa unnið með áður, þá er aldrei að vita. Ekkert varð hins vegar úr þess­ um hugleiðingum þeirra Simma og Jóa þó viðræður hafi átt sér stað við eigendur 365. Líkt og margoft hefur komið fram þá þykja verðhugmynd­ irnar fyrir 365 sem Ingibjörg og Jón Ásgeir hafa í huga vera allt of háar. Hermt er að hjónin vilji fá um átta milljarða króna fyrir fjölmiðlafyr­ irtækið en þetta þykir flestum vera allt of hátt. Á meðan er talið líklegt að þau sitji uppi með félagið sem varla getur annað en fallið í verði miðað við þá öru þróun sem er að eiga sér stað varðandi breytingar á eðli sjónvarpsáhorfs og netvæð­ ingu þess. Sigmar neitar sömuleiðis að tjá sig um hugmyndirnar um kaupin á Stöð 2 en heimildir DV fyrir málinu eru traustar. Varnarbarátta Stöðvar 2 Stöð 2 á í varnarbaráttu á sjón­ varpsmarkaði þar sem stöðin hefur misst um átta þúsund áskrifend­ ur á liðnum árum. Tekjumiss­ ir stöðvarinnar á hverju ári er því mikill. Með til­ komu nýrra sjón­ varpslausna á markaði eins og Netflix og annars konar sjón­ varpslausna í gegnum internetið verður æ erfiðara fyrir Stöð 2 að halda í áskrifendur sína. Þróun­ in í átt frá hefðbundnu áskriftar­ sjónvarpi eins og Stöð 2 er öllum ljós, ekki síst stjórnendum Stöðv­ ar 2 sjálfum, og hafa þeir reynt að bregðast við þessari þróun með nýj­ um áskriftartilboðum sem fela í sér internet og heimasíma. 365 og Stöð 2 eiga einnig í annars konar varnarbaráttu sem snýst um umtalsvert brotthvarf starfsmanna frá fyrirtækinu. Þetta á bæði við um stjórnendahluta fyrirtækisins og eins brotthvarf almennra starfsmanna. Þannig hætti Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2, til dæm­ is fyrr á árinu og eins hafa nokkr­ ir starfsmenn Stöðvar 2 og Frétta­ blaðsins sagt upp störfum á liðnum mánuðum. Starfsandinn innan fyrir­ tækisins þykir ekki vera góður. Uppsagnir á reynslumiklu starfsfólki innan fyrirtækisins það sem af árinu hafa heldur ekki bætt starfsandann en skorið hefur verið markvisst niður í rekstrinum og hann gerður ódýrari, til dæmis með því að reyna að samnýta fréttaefni á milli fjölmiðla 365. Þá hefur það sömuleiðis spurst út að kergja sé kominn upp á milli eiginmanns eiganda 365, Jóns Ás­ geirs Jóhannessonar, sem ræður því sem hann vill ráða í fyrirtækinu, og Ara Edwald forstjóra. Í því samband er meðal annars bent á að ekki sé til­ viljun að Ari hafi verið bendlaður við starf framkvæmdastjóra LÍÚ fyrr á ár­ inu þó hann neiti að hafa sótt um það starf. Þykir sú umræða benda til að Ari vilji hugsanlega komast frá fyrir­ tækinu og að Jón Ásgeir myndi þá ekki standa í veginum fyrir honum. Raunar er málinu stillt þannig upp að eigendur 365 myndu vilja fá ann­ an forstjóra að fyrirtækinu en á með­ an Ari Edwald finnur sér ekki ann­ að stjórnandastarf, eins og til dæmis hjá LÍÚ, þá verði hann áfram formað­ ur. Eigendur 365 hafa ekki oft rekið æðstu yfirmenn fyrirtækisins heldur hefur taktíkin frekar verið að reyna að fá þá til að hætta með einhverjum aðferðum – þetta sást til dæmis þegar Mikael Torfason var settur upp að hlið Ólafs Stephensen í ritstjórastól Frétta­ blaðsins eftir að Ólafur hafði varið rit­ stjórnarlegt sjálfstæði blaðsins gagn­ vart Jóni Ásgeiri. Ari á nokkuð magn hlutabréfa í 365 sem hann myndi þá þurfa að selja ef hann hætti hjá 365. Varnarbarátta Stöðvar 2 fer því fram á nokkrum vígstöðvum þessa mánuðina en einn þáttur hennar er umræddar tilraunir stöðvarinnar til að spara sér fé með því að forðast framleiðslufyrirtæki eins og Stór­ veldið sem milliliði við gerð dag­ skrárefnis. Óbein samkeppni DV hefur heimildir fyrir því að í stað þess að kaupa 365 hafi Stórveldið ákveðið að fara sjálft inn á sjón­ varpsmarkaðinn. Þó er ekki um að ræða opnun á hefðbundinni sjón­ varpsstöð með dagskrá allan daginn, fréttatíma, veðri, aðkeyptum erlend­ um þáttum og svo framvegis, heldur einhvers konar nýmiðil á netinu þar sem sýnt verður sjónvarpsefni sem Stórveldið framleiðir. Hugmyndin væri þá sú að áhorfendur geti horft frítt á efnið eða keypt það sérstak­ lega. Þessar hugmyndir eru þó ekki langt á veg komnar. Önnur hug­ mynd er sú að Stórveldið selji sjón­ varpsefnið til Símans eða Vodafone og að viðskiptavinir þeirra geti svo keypt efnið sérstaklega og horft á það heima hjá sér. Stórveldið hefur nú tekið á leigu húsnæði í Krókhálsi 6 þar sem Stöð 2 var áður til húsa að hluta til. Leigan á húsnæðinu er ótengd hugmyndum Stórveldisins um hugsanlegar sýn­ ingar á sjónvarpsefni í gegnum netið en í húsnæðinu er hins vegar að finna aðstöðu fyrir upptöku stúdíó frá þeim tíma þegar Stöð 2 var þar til húsa um langt árabil. Greint var frá leigu Stórveldisins á húsnæðinu á heimasíðu fasteigna­ félagsins Reita fyrir nokkrum dög­ um. Þar sagði orðrétt: „Stórveldið hefur tekið á leigu rúmlega 1.000 fermetra húsnæði að Krókhálsi 6 í Reykjavík. Stórveldið er framleiðslu­ fyrirtæki sem sérhæfir sig í íslenskri sjónvarpsþáttagerð. Um árabil voru 365 með starfsemi að Krókhálsi 6 og þjónaði húsnæðið þá svipuðu hlut­ verki en Stórveldið hyggst nýta það fyrir nýtt stúdíó og skrifstofur.“ Stórveldið er komið í gömlu húsakynni Stöðvar 2 og er mannað að hluta til af starfsfólki sem hefur unnið á Stöð 2 og er sömuleiðis stýrt af mönnum sem hafa falast eftir sjón­ varpsstöð Ingibjargar Pálmadóttur sem eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, stýrir beint og óbeint. Ef af hugmyndum Stórveldis­ ins um stofnun sjónvarpsrásar á netinu verður mun því bætast við nýr keppinautur á sviði innlends af­ þreyingarefnis á sjónvarpsmarkaðn­ um á Íslandi. Slík þróun mun vitan­ lega geta haft frekari áhrif á Stöð 2 ef sjónvarpsrás Stórveldisins nær flugi þar sem innlent afþreyingarefni get­ ur orðið mjög vinsælt líkt og fjöl­ mörg dæmi sanna, til dæmis Vakta­ seríurnar. Varnarbarátta Stöðvar 2 og 365 gæti því orðið enn meiri á næstunni þegar við bætist íslenskt framleiðslufyrirtæki sem sýnir eigin innlenda dagskrárgerð á netinu sem hugsanlega verður ókeypis. Ekki náðist í Frey Einarsson, dag­ skrárstjóra Stöðvar 2, við vinnslu fréttarinnar. n „Ég á í góð- um sam- skiptum við 365, og hef átt lengi, og vonandi mun ég eiga þau sam- skipti áfram Reyndu að fara á bak við Stórveldið Stjórnendur Stöðvar 2 hafa tvívegis reynt að fara á bak við framleiðslufyrirtækið Stórveldið á síðustu mánuðum. Jón Ásgeir Jóhannesson er eigin- maður eiganda 365 og valdamesti maðurinn í fyrirtækinu. mynd SigtRygguR aRi „Forgangs- raðað í þágu auðmanna“ Trúnaðarmannaráð SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, mótmælir þeim áherslum harð­ lega sem fram koma í fjárlaga­ frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Að mati ráðsins er þar „forgangs­ raðað í þágu auðmanna“. Þetta kemur fram í ályktun sem ráðið sendi frá sér á fimmtudag. „Ábyrgðarleysi ríkisstjórn­ ar sem afneitar tekjustofnum á borð við veiðileyfagjald og auðlindaskatt upp á tugi millj­ arða er algjört þar sem almenn­ ingur og sjúklingar eru krafðir um mismuninn. Með þessum aðgerðum væri höggvið stórt skarð í grunnstoðir velferðar­ þjónustunnar með síhækkandi komugjöldum og nú síðast gistináttagjaldi fyrir þá allra veikustu,“ segir í ályktuninni. Þar kemur fram að SFR mót­ mæli harðlega og vari raunar stjórnvöld við því að sérstakt gjald verði tekið af sjúklingum sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Um sé að ræða al­ gjöra kerfisbreytingu sem ógni íslensku velferðarkerfi eins og við þekkjum það. „Reyndin er sú að slík gjöld hafa tilhneigingu til að aukast. Þannig hefur kostn­ aður göngudeildarsjúklinga aukist og það mun einnig gerast hjá legusjúklingum. Smátt og smátt verður það aðeins á færi þeirra efnameiri að nýta sér heilbrigðisþjónustuna. Þetta eru ekki þær áherslur í heilbrigðis­ kerfinu sem við viljum sjá.“ Bacon-hátíð skilaði tveimur milljónum Rúmar tvær milljónir króna söfnuðust á hátíðinni Reykjavík Bacon Festival sem haldin var á Skólavörðustíg þann 7. sept­ ember síðastliðinn. Peningarnir renna til kaupa á tveimur þráð­ lausum hjartasíritum sem verða afhentir hjartadeild Landspítal­ ans við formlega athöfn síðar í þessum mánuði. „Við í Beikonbræðralaginu viljum sýna hjartadeildinni og öllu því frábæra starfsfólki sem þar vinnur þakklæti fyrir gott starf við afar erfiðar aðstæður á tímum niðurskurðar. Við viljum þakka styrktaraðilum okkar fyrir veittan stuðning og ekki síst þeim fjölmörgu veitingastöðum sem tóku þátt í þessu með okkur. Án þeirra aðkomu hefði hátíðin ekki orðið að veruleika en einnig viljum við þakka ís­ lensku þjóðinni fyrir að koma á hátíðina og leggja málefninu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson sem titlaður er beikonbróðir í tilkynningu frá aðstandendum Reykjavík Bacon Festival.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.