Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Síða 22
22 Fréttir 11.–13. október 2013 Helgarblað Segir akstur skemma eggjastokka kvenna n Ummæli klerks varpa ljósi á kúgun kvenna K eyri kona bíl, ekki í neyð, get- ur það haft neikvæð áhrif á eggjastokka hennar. Þetta sýna læknisfræðirann- sóknir,“ sagði sádíarabíski múslímaklerkurinn Saleh al-Lohai- dan nýverið í samtali við þarlenda fréttamiðla og bætti við: „Það er ástæða fyrir því að þessi hópur kvenna fæðir gjarnan óheilbrigð börn.“ Ástæðu þessarar framsæknu læknisfræði klerksins má að líkind- um rekja til andstöðu hans við mann- réttindabaráttu kvenna í Sádi-Arabíu. Einn angi þeirrar baráttu, sem vak- ið hefur talsverða alþjóðlega athygli, er krafan um rétt kvenna til að taka bílpróf. Þótt í skráðum lögum Sádi- Arabíu sé hvergi að finna ákvæði sem bannar konum að taka bílpróf þá er þeirri reglu engu að síðu fylgt í framkvæmd og kvenkyns ökumenn sektaðir eða handteknir af lögreglu, ef gómaðir. Dæmi eru um að konur séu hýddar fyrir téða háttsemi. Einsdæmi Hvergi annars staðar í heiminum er konum bannað að keyra. Lögreglu- stjóri hinnar svokölluðu siðferðislög- regludeild Sádi- Arabíu, hvers hlut- verk er að framfylgja hinni trúarlegu sharia-löggjöf, staðfestir í samtali við Reuters að enga slíka reglu sé að finna í sharia-lögunum og þvoði hend- ur sínar af valdníðslunni. Fáir frétta- miðlar, bæði vestan hafs og austan, leggja trúnað í orð lögreglustjórans. Hópur kvenna, sem kallar sig Women2Drive, hefur nú skorið upp herör gegn hinni óskráðu löggjöf. Þær hafa fengið sig fullsaddar og hyggjast óhlýðnast banninu þann 26. október næstkomandi með því að setjast und- ir stýri. Þá hefur hópurinn ýtt úr vör undirskriftasöfnun málstað sínum til stuðnings sem tugþúsundir sádi- arabískra kvenna hafa skrifað undir. Ekkert af þessu hreyfir við al- Lohaidan sem ekki bara er ósáttur við bílprófsveitingar til handa kon- um, heldur í raun allri vald eflingu kvenna. Óvíst er hvaða læknisfræði- rannsóknir liggja þeirri skoðun til grundvallar. Fjörugt ímyndunarafl Al-Lohadan er fráleitt eini áhrifa- maður Sádi-Arabíu sem er mótfall- inn því að konur njóta mannréttinda til jafns við karlmenn. Algeng rök sem íslamskir fræðimenn og aðrir gárungar bera fyrir sig er rétt kvenna til að keyra bíl ber á góma eru meðal annars eftirfarandi: - Ekki er hægt að hylja andlitið alger- lega við akstur - Konur fara út úr húsi oftar - Það getur valdið því að konur hafi samskipti við karlmenn sem þær mega ekki giftast, til dæmis ef þær lenda í árekstri. - Meiri umferð mun myndast á götunum, og þar með komast karl- menn ekki leiðar sinnar jafn greið- lega. - Brýtur í bága við múslímsk gildi. Birtir til? Konur hafa löngum verið undirok- aðar og kúgaðar til hlýðni við karl- menn í Sádi-Arabíu, hvort sem um er að ræða eiginmenn þeirra eða feður, og er landið í 130. sæti af 134 löndum á jafnréttislista Alþjóðlegu efnahags- stofnunarinnar. Þó virðist aðeins vera að birta til, því konungur lands- ins, Abdullah bin Abdulaziz bin Abd- ulrahman bin Faisal bin Turki bin Abdullah bin Muhammad bin Saud, hefur tilkynnt að konur fái að bjóða sig fram og kjósa í næstu sveitar- stjórnarkosningum. Auk þess verður hægt að skipa þær í ráðgjafahóp kon- ungsins. Þá hefur hlutfall kvenna á vinnumarkaði farið stigvaxandi á síð- ustu árum og læsi aukist til muna. n Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Aftarlega á merinni Sádi-Arabía er eina landið í heiminum þar sem konur mega ekki keyra. Saleh al-Lohaidan Sádíarabíski múslímaklerkurinn segir akstur skemma eggjastokka kvenna. Réttað yfir Morsi í nóvember Réttarhöld yfir Mohamed Morsi, fyrrverandi forseta Egyptalands, hefjast í landinu þann 4. nóvem- ber næstkomandi. Fjórtán aðrir sæta ákæru samhliða honum en Morsi er gefið að sök að hafa hvatt til morða á mótmælendum í upp- reisninni í landinu fyrir utan for- setahöllina í Kaíró í desember í fyrra. Morsi hefur verið haldið í ein- angrun frá því valdarán var framið í landinu í júlí. Býr með 50 skunkum Deborah Cipriani er 55 ára banda- rísk kona sem bindur bagga sína ekki sömu hnútum og aðrir. Hún rekur nefnilega eins konar björgunarmiðstöð fyrir skunka. Hún segir raunar að skunkar séu „yndisleg og falleg dýr“. Frá þessu er greint á vef Orange News. Skunkar eru líklega best þekkt- ir fyrir megna ólykt sem þeir gefa frá sér þegar þeir verða hræddir og eru sjálfsagt óvinsælir gestir á flestum heimilum vestanhafs. Cipriani segir hins vegar að skunkar séu misskildar skepnur. Þeir séu afbragðs gæludýr. Hún eignaðist þann fyrsta árið 2000, í því skyni að hjálpa sér að takast á við fráfall móður sinnar. Síðan hefur áhugamálið undið upp á sig og nú er hún orðin þekkt fyrir áhuga sinn. Raunar svo, að hún stendur nú árlega fyrir samkomu áhugafólks um skunka – Skunk fest. Dóp í fórum Grænfriðunga? Rússneskir rannsóknarmenn full- yrða að þeir hafi fundið hörð fíkni- efni um borð í skipi Grænfriðunga. Að þeirra sögn var um að ræða ópíum, sem nota megi við gerð morfíns eða heróíns. Grænfrið- ungar gefa lítið fyrir fullyrðinguna og segja um hreinan rógburð að ræða. Ekkert hafi fundist annað en sjúkrakassinn um borð. Skylt sé að hafa í honum nauðsynlegustu lyf. 30 aðgerðasinnar á vegum Grænfriðunga eru í haldi rúss- neskra yfirvalda, grunaðir um að hafa ætlað að valda skemmdum á olíuborpalli stórveldisins. Kumi Naidoo, foringi samtakanna, hef- ur skrifað Vladimír Pútín forseta bréf og boðið sjálfan sig fram sem tryggingu gegn því að hinum verði sleppt. Hjallahraun 2 - 220 Hfj. s. 562 3833 - 852 4556 www.asafl.is asafl@asafl.is FPT bátavélar frá 20-825 hö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.