Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Page 56
PHILIPPE STARCK Philippe Starck hefur útfært hugmyndir svo lengi sem hann man. Þó háþróaðar hugmyndir hans hafi ekki fengið hljómgrunn kennara hans, var hann þó um tvítugt búinn að afla sér heimsfrægðar og viðurkenningar fyrir hönnun og arkitektúr. Það er erfitt að vera í framsókn! Ölstofan malar gull n Skjöldur Sigurjónsson og Kormákur Geirharðsson eru í fínum málum ef marka má tekjur af veitingastað þeirra, Ölstofu Kormáks og Skjald- ar, í fyrra. Viðskiptablaðið greindi frá því á fimmtudag að rúmlega sex milljóna króna hagnaður hafi verið af rekstri Ölstofunnar árið 2012, samkvæmt ársreikn- ingi félagsins. Þetta er örlítið lak- ari afkoma en árið 2011 þegar níu milljóna króna hagnaður var af rekstrinum. Krá- in þykir býsna vinsæl meðal margra höf- uðborgarbúa og líklega eiga fáir staðir eins tryggan kúnna- hóp. Femínísk fyrirsæta n Í síðastliðnum mánuði hélt ljósmyndarinn Gabrielle Motola sýningu í London sem bar heitið Konur Íslands. Samkvæmt lýs- ingu sýningarinnar var mark- miðið að sjá hvað það væri sem gerði það að verkum að Ísland væri fremst á sviði jafnréttis kynjanna. Motola ljósmyndaði hér á landi tuttugu konur, þar á meðal Margréti Pálu, stofnanda Hjallaskólans. Í texta sem fylgir mynd hennar segir að Hjalla- stefnumódelið sé helst frægt fyrir bekki sem séu skiptir eftir kyni til að frelsa börnin frá hefðbundn- um kynhlut- verkum og staðalmynd- um. Hefur reynslu af erfiðleikum n Eygló Harðardóttir félagsmálaráð- herra segist á Facebook-síðu sinni hugsi yfir vangaveltum um mögu- lega hæfni Karls Tómassonar, for- seta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og bæjarfulltrúa Vinstri grænna, sem var nýverið úrskurðaður gjald- þrota. „Stjórnmálamenn eiga að endurspegla samfélagið. Hvernig eigum við að geta sett leikreglur fyrir samfélagið ef við höfum aldrei upplifað neitt, aldrei farið í gegn- um erfiðleika, aldrei gert mistök? Reynsla gefur okkur innsýn inn í stöðu fólks í samfélaginu og eykur með okkur samkennd og hvata til að betrumbæta,“ segir Eygló. Í viðtali við DV árið 2011 sagðist Eygló hafa skilning á fjármálaerf- iðleikum almennings vegna þess að hún og hennar fjölskylda hafi stofnað mörg fyrirtæki sem geng- ið hafi misvel. „Það hefur verið erfið reynsla að fara í gegnum þetta. En það er reynsla sem ég hef verið þakk- lát fyrir,“ sagði Eygló þá. É g byrja í kvöld í Salnum með Jóni Ólafs,“ segir tónlistarmaðurinn Eiríkur Hauksson sem er stadd- ur hér á landi. Um helgina verða þeir félagar, ásamt Friðriki Sturlusyni bassaleikara, á ferð og flugi um landið og halda þrenna tónleika. „Við verð- um á Græna hattinum á Akureyri á föstudag og á Siglufirði á laugardag. Við köllum það að vísu ekki Af fingr- um fram. Það verður meira svona Eiki Hauks og vinsælustu lögin.“ Eiríkur Hauksson á fjölbreyttan tónlistarferil að baki. Hann hefur sungið allt frá þungarokki yfir í íslensk dægurlög á ferli sínum, að ógleymd- um Eurovision-lögunum. Jón Ólafs- son hyggst kanna á tónleikunum í kvöld hvort búseta Eiríks í Noregi til langs tíma hafi haft slæm áhrif á kímn- igáfu söngvarans. „Við hittumst í gær og tókum létta æfingu. Ekkert of mik- ið, því þetta á að vera svolítið af fingr- um fram,“ segir Eiríkur glettnislega. Eiríkur kemur hingað til lands um tíu sinnum á ári og býr svo vel að eiga íbúð og sumarbústað sem hann getur hreiðrað um sig í. Eiginkona Eiríks er kennari í Noregi og verja þau sumarfríi sínu að jafnaði á Íslandi. „Við reynum að vera helst í fríi. Yfirleitt er manni rænt í eitthvað, en maður reynir að hafa það smávægilegt. Það er alltaf frábært að koma hingað.“ Aðspurður um framtíðarplön hjónakornanna varðandi búsetu segist Eiríkur hugsa heim. „Við sjáum okkur bæði meira á Íslandi þegar við erum orðin gömul. Okkur finnst við aldrei orðin gömul, en einhvern tímann verðum við það.“ Eiríkur fór síðast í Eurovision árið 2007 með lagið Valentine lost (Ég les í lófa þínum). Hann útilokar að taka aft- ur þátt. „Ég var búinn að segja aldrei meir þegar ég fór út 2007, þannig að ég hugsa að það verði alveg örugglega toppurinn. Það freistar ekki meir,“ seg- ir Eiríkur en bætir þó við. „Nema mað- ur sendi kannski inn lag. Sem höfund- ur. Það er til í dæminu.“ n ingosig@dv.is Eiríkur hugsar heim n Útilokar ekki frekari þátttöku í Eurovision Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 11.–13. oKtóbEr 2013 115. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Á ferð um Ísland Eiríkur Hauksson hefur nóg á sinni könnu. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.