Lögmannablaðið - 01.12.2006, Page 32

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Page 32
32 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 Eyrún Ingadóttir Frét­t­ir frá félagsdeild Þann 11. desember voru liðin 95 ár síðan sautján lög-fræðingar stofnuðu Málflutningsmannafélag Íslands sem síðar var breytt í Lögmannafélag Íslands. Helsti til- gangur félagsins í upphafi var að gæta hagsmuna málflutn- ingsmanna, svo sem efla samvinnu milli þeirra og samræma laun, en síðar fór félagið að starfa að almennum faglegum málefnum lögfræðinga. Blaðið Suðurland sagði frá stofnun félagsins en það var gefið út á Eyrarbakka og hafði sérstakan fréttaritara í Reykjavík. Í frétt blaðsins sagði frá því að mála- færslumenn í Reykjavík hefðu stofnað félag til að vernda réttindi sín og koma í veg fyrir að þeir yrðu féflettir! Á sama tíma voru fréttir í blöðum landsmanna um að kvenréttindakonur í Englandi létu illa og voru þær kall- aðar pilsvargar, Fjalla-Eyvindur var auglýstur sem jólasýn- ing Leikfélags Reykjavíkur og kappglíma milli Sigurjóns Péturssonar og H. Svendsens var háð fyrir troðfullu húsi. Svoleiðis var nú veröldin þá. Námskeið haustannar Í haust voru auglýst sex námskeið á vegum félagsdeildar LMFÍ. Haldin voru fimm námskeið og var aðsókn að þeim ágæt. Einu námskeiði var frestað þar sem þátttaka var á mörkunum með að vera nægileg en stefnt er að því að halda það á næsta ári. Námskeið vorannar eru auglýst á öðrum stað í blaðinu en eins og venjulega hefur gengið mjög vel að fá sérfræðinga í hinum ýmsu greinum lögfræðinnar til að kenna á þeim. Það er til mikillar fyrirmyndar hvað lögmenn og lögfræðingar eru tilbúnir til að miðla af þekkingu sinni og reynslu til kollega sinna. Lögmenn eru hvattir til að láta starfsmann félagsdeildar vita ef þeir hafa óskir um námskeið á ákveðnum sviðum lögfræðinnar eða til gamans og skemmtunar. Við fögnum öllu slíku. Skákgleði Félagsdeild blæs til meistaramóts LMFÍ í skák í fyrsta skipti í a.m.k. áratug og ber viðburðinn upp á fyrsta dag þorra, sjálfan bóndadaginn 19. janúar 2007. Ætlunin er að eiga saman skemmtilega kvöldstund við skákborðið og í lokin að krýna skákmeistara LMFÍ árið 2007. Ég hvet alla áhugamenn til að mæta. Þátttökugjaldi verður stillt í hóf. Gleðileg jól! Frétt Suðurlands af stofnun félags málflutningsmanna árið 1911.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.