Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 8

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 8
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 8 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR virði landsframleiðslunnar heldur einnig til endurmats á hagvaxtar- þróun undanfarinna ára. Endurskoðunin og óvissa sem hún skapar gerir mat á framleiðslugetu þjóðarbúsins, og þar með á framleiðslu- slakanum, erfiðara en ella. Að mestu leyti er endurskoðunin talin leiða til samsvarandi endurskoðunar á framleiðslugetu þjóðarbúsins en matið á framleiðsluspennunni breytist þó eitthvað. Nú er talið að slakinn hafi verið lítillega minni í fyrra en gert var ráð fyrir í ágúst og búist er við að hann hverfi á seinni hluta þessa árs eða heldur fyrr en þá var spáð (mynd I-9). Spennan sem myndast á næstu misserum er einnig talin verða lítillega meiri en horfur voru á í ágúst en þó minni en í maíspá bankans. Talið er að framleiðsluspenna verði tæplega 1% að meðaltali á næstu tveimur árum en að hún taki síðan að minnka á ný og verði nánast horfin í lok spátímans. Nánari umfjöllun um fram- leiðslugetu og -slaka er að finna í kafla IV. Verðbólga nálægt markmiði út spátímann Verðbólga mældist 2,1% á þriðja ársfjórðungi og 1,9% í október og hefur verið við eða undir markmiði frá febrúar sl. Án húsnæðis mælist hún enn minni og mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu segja svipaða sögu. Hjöðnun verðbólgu virðist því byggjast á tiltölulega breiðum grunni sem gefur tilefni til að ætla að hún haldist áfram lítil. Verðbólguvæntingar hafa einnig lækkað, jafnt til skamms og langs tíma, og þokast nær verðbólgumarkmiðinu. Meiri verðbólguþrýstings virðist hins vegar gæta frá vinnumarkaði sem endurspeglast í hækk- unum launakostnaðar á framleidda einingu sem eru kerfisbundið umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiðinu og því að horfur eru á nokkuð háum launakröfum í komandi kjarasamningum. Talið er að launakostnaður á framleidda einingu hækki um tæplega 5% í ár og að meðaltali um 3½% á næstu þremur árum sem er um ½ prósentu meira á ári en spáð var í ágúst (mynd I-10). Á móti verðbólguþrýstingi frá vinnumarkaði vegur að innflutt verðlag hefur lækkað undanfarið og fer þar saman mjög lítil alþjóðleg verðbólga og um 6% hækkun á gengi krónunnar frá fyrra ári. Það er heldur lægra gengi en gert var ráð fyrir í ágústspánni og vegur á móti horfum um minni alþjóðlega verðbólgu á spátímanum. Eins og áður hefur verið rakið er slakinn í þjóðarbúskapnum einnig talinn vera heldur minni en gert var ráð fyrir í ágúst. Betri upphafsstaða verðbólg- unnar veldur því að horfur eru á að hún verði minni en spáð var í ágúst það sem eftir lifir þessa árs og út næsta ár sé horft fram hjá áhrifum óbeinna skatta á verðlag (myndir I-11 og I-12).2 Þegar frá líður veldur þrýstingur frá vinnumarkaði og minnkandi slaki í þjóðarbúinu því að verðbólga þokast upp á ný og verður líkt og í ágústspánni á bilinu 2½-3% á seinni hluta spátímans. Ýmsar forsendur spárinnar eru háðar töluverðri óvissu, sem fjallað er um hér á eftir, en nánar er fjallað um alþjóðlega verðlagsþróun í kafla II og um þróun innlendrar verðbólgu og verðbólguvæntinga í kafla V. 2. Ein af ástæðunum fyrir minni verðbólgu það sem eftir lifir þessa árs og á fyrsta fjórðungi næsta árs er fyrirhugað afnám almennra vörugjalda sem ekki var gert ráð fyrir í síðustu spá. Að því leyti sem afnámið er þegar farið að hafa áhrif á verðlag gæti það einnig verið hluti af ástæðunni fyrir betri upphafsstöðu verðbólgunnar. 1. Grunnspá Seðlabankans 3. ársfj. 2014 - 4. ársfj. 2017. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-9 Framleiðsluspenna1 1. ársfj. 2010 - 4. ársfj. 2017 % af framleiðslugetu PM 2014/4 PM 2014/3 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 20172016201520142013201220112010 1. Framleiðni mæld sem landsframleiðsla í hlutfalli af heildarvinnu- stundum. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2014/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-10 Launakostnaður á framleidda einingu og framleiðni 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) Launakostnaður á framleidda einingu PM 2014/4 Framleiðni PM 2014/4 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 4. ársfj. 2014 - 4. ársfj. 2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-11 Verðbólga1 1. ársfj. 2010 - 4. ársfj. 2017 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2014/4 PM 2014/3 Verðbólgumarkmið 0 1 2 3 4 5 6 7 8 20172016201520142013201220112010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.