Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 28

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 28
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 28 INNLENT RAUNHAGKERFI af landsframleiðslu á hagvaxtarskeiðum en samkvæmt tekjuspá frum- varpsins er hins vegar gert ráð fyrir að þær lækki úr liðlega 31% af landsframleiðslu á síðasta ári í 29½% árið 2018 og skýra skattalækk- anir lækkun hlutfallsins um u.þ.b. 1 prósentu af landsframleiðslu.5 Tekjur gætu því orðið hærri en langtímaáætlun segir til um gangi þjóðhagsforsendur áætlunarinnar eftir. Hins vegar er nokkur óvissa um fjármögnun skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda, tekjur af sölu á 30% hlut í Landsbankanum og arðgreiðslur af eignarhlut ríkisins í þeim banka, auk hefðbundins útgjaldaþrýstings vegna launahækkana og fjölgunar heildarvinnustunda. Allir þessir þættir gætu orðið til þess að afkoman yrði verri. Aðhald í ríkisfjármálum minnkar fram á næsta ár en eykst svo aftur Þrátt fyrir að afgangur á heildarjöfnuði muni batna á næstu árum er útlit fyrir að það dragi úr aðhaldi ríkisfjármála fram á næsta ár áður en það eykst á ný árið 2016. Á árabilinu 2013-2017 er áætlað að frum- jöfnuður muni batna um 0,7 prósentur af landsframleiðslu á sama tíma og vannýtt framleiðslugeta hverfur og framleiðsluspenna mynd- ast (sjá síðar í þessum kafla). Frumjöfnuður leiðréttur fyrir áhrifum hagsveiflunnar versnar um samtals 0,9 prósentur í ár og á því næsta en batnar um 1,3 prósentur á árabilinu 2016-2017 (mynd IV-14). Skuldir hins opinbera hafa lækkað Skuldir hins opinbera námu 86% af landsframleiðslu í fyrra og hafa lækkað um 10 prósentur frá því sem þær voru mestar árið 2011. Þetta eru heldur minni skuldir en áætlað var í maí sl. þar sem nafnvirði lands- framleiðslunnar hækkaði við staðlabreytingar þjóðhagsreikninga. Þær eru þó enn tiltölulega háar í alþjóðlegum samanburði (mynd IV-15). Búist er við að skuldir hins opinbera haldi áfram að lækka og að vergar skuldir verði 70% af landsframleiðslu árið 2017 og hreinar skuldir 53% af landsframleiðslu. Samkvæmt frumvarpi um lög um opinber fjár mál er gert ráð fyrir að hreinar skuldir verði ekki meiri en 45% af landsframleiðslu.6 Utanríkisviðskipti og viðskiptajöfnuður Útflutningur eykst minna á þessu ári en gert var ráð fyrir í ágúst Gert er ráð fyrir að heildarútflutningur aukist um 3½% í ár frá fyrra ári sem er tæplega 1 prósentu minni vöxtur en búist var við í síðustu Peningamálum. Meginskýringin á minni vexti á árinu er 2 prósentum minni vöxtur útflutnings á fyrri helmingi ársins en gert var ráð fyrir í ágúst en útflutningur jókst um liðlega 3½% frá sama tíma í fyrra. Frávikið skýrist að mestu af breytingum á stöðlum þjóðhagsreikninga, en einnig færist skipaútflutningur yfir á seinni hluta ársins sem áður hafði verið gert ráð fyrir á fyrri helmingi ársins. Framleiðsluþjónusta7 5. Á fjárlagagrunni samkvæmt fjáraukalögum. Tekjufærsla vegna endurmats eignarhluta í Landsbankanum er ekki talin með. 6. Hreinar skuldir eru hér skilgreindar sem heildarskuldir, að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum og að frádregnum sjóðum og bankainnstæðum. 7. Framleiðsluþjónusta bætist við þjónustuviðskipti. Útflutningur framleiðsluþjónustu er jafn innlenda virðisauka framleiðslunnar þegar fyrirtæki hér á landi framleiðir fyrir erlendan aðila sem á helstu aðföng og fær fullunnu afurðina (sjá rammagrein 1). 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Fjársýsla ríkisins, Seðlabanki íslands. Prósentur Mynd IV-14 Breyting í hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði ríkissjóðs 2005-20171 -4 -3 -2 -1 0 1 2 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Prósentur Mynd IV-13 Tekjur ríkissjóðs og framleiðsluspenna Tekjur ríkissjóðs (v. ás) Framleiðsluspenna (h. ás) 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 ‘13‘11‘09‘07‘05’03‘01‘99‘97 Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki íslands. Mynd IV-15 Vergar skuldir hins opinbera Ísland 2005-2013 Skuldastaða 2013 % af VLF 0 50 100 150 200 250 Sv íþ jó ð D an m ör k Fi nn la nd H ol la nd Þý sk al an d K an ad a Br et la nd Fr ak kl an d Sp án n Be lg ía Ba nd ar ík in Ír la nd K ýp ur Po rt úg al Ít al ía G rik kl an d Ja pa n 20 13 20 11 20 09 20 07 20 05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.