Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 13

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 13
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 13 Framhald hefur orðið á efnahagsbatanum í helstu viðskiptalöndum Íslands en hann reynist enn sem fyrr hnökróttur og hverfull. Fjarað hefur undan batanum á evrusvæðinu, ekki síst í kjarnaríkjum svæðis- ins, en hann sækir enn í sig veðrið vestanhafs. Alþjóðlegar hagvaxtar- horfur hafa versnað frá því í ágúst og sömuleiðis horfur um innflutning helstu viðskiptalanda Íslands. Horfur eru tvísýnni en í ágúst og meiri líkur á að hagvexti sé ofspáð fremur en vanspáð. Verðbólga er víða undir markmiði og útlit fyrir að svo verði sums staðar um nokkurt skeið, ekki síst á evrusvæðinu. Þriggja ára samfelldri rýrnun viðskipta- kjara Íslands lauk á fyrri helmingi ársins og horfur eru á meiri bata í ár en vænst var í ágúst. Þær eru þó óvissar, ekki síst í ljósi sviptinga á ýmsum mörkuðum að undanförnu. Alþjóðleg efnahagsþróun Nokkru lakari og tvísýnni hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum Íslands … Efnahagsbati helstu viðskiptalanda Íslands náði nokkurri viðspyrnu um miðbik síðasta árs og óx áfram ásmegin á fyrri helmingi þessa árs (mynd II-1). Hagvöxtur reyndist þá 1,7% sem er um 0,3 prósentum meiri vöxtur en á síðari árshelmingi í fyrra. Stoðir efnahagsbatans virðast styrkari í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum en á evrusvæðinu þar sem landsframleiðsla óx um 0,1% á milli fyrsta og annars ársfjórðungs. Lítill hagvöxtur í kjarnaríkjum evrusvæðisins er sérstakt áhyggjuefni og hefur orðið tilefni nokkurs titrings á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Landsframleiðslan dróst saman á Ítalíu og í Þýskalandi á öðrum árs- fjórðungi og stóð í stað í Frakklandi. Fjárfesting hefur vaxið minna en vænst var, framlag útflutnings til hagvaxtar reynst minna og fjölgun starfa hægari. Í helmingi ríkja evrusvæðisins var hagvöxtur þó um og yfir 1% á fyrri helmingi ársins en Þýskaland er eina kjarnaríkið í þeim hópi. Fjögur ríki svæðisins glíma enn við samdrátt. Í Japan hafa örvunar- aðgerðir kynt undir hagvöxt og verðbólgu en vöxturinn varð þó minni á fyrri árshelmingi en búist var við. Efnahagsbati Norðurlanda hefur einnig verið mismunandi; liðlega 2% hagvöxtur var í Noregi og Svíþjóð á fyrri helmingi ársins, einungis um 1% vöxtur í Danmörku og stöðnun ríkir enn í Finnlandi. Ágætur vöxtur hefur verið í ýmsum nýmarkaðs- ríkjum en hagvöxtur ríkja í Suður- og Mið-Ameríku hefur reynst lakari en vænst var, auk þess sem nokkuð hefur hægt á hagvexti í Kína. … og vísbendingar um enn skarpari skil á milli hagvaxtarþróunar austan- og vestanhafs næstu misserin Í októberspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gert ráð fyrir að heimshag- vöxtur verði 3,3% í ár eins og í fyrra. Það er 0,4 prósentum minni vöxtur en búist var við í aprílspá sjóðsins. Hagvaxtarhorfur eru lakari bæði í iðnríkjum og nýmarkaðs- og þróunarríkjum en áfram er gert ráð fyrir að það bæti í hagvöxt meðal iðnríkja en dragi úr honum meðal nýmarkaðs- og þróunarríkja. Eins og sjá má á mynd II-2 er búist við að þeim þróuðu ríkjum fjölgi ört í ár þar sem hagvöxtur verður yfir 2% og að samdráttur verði í fjórum ríkjum en engu á því næsta. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, World Economic Outlook, október 2014. Fjöldi ríkja < -2% -2% til -1% -1% til 0% 0 5 10 15 20 25 30 35 2015 2014 2013 2012 0% til 1% 1% til 2% > 2% Mynd II-2 Dreifing hagvaxtar meðal 35 þróaðra ríkja 1 5 11 19 3 9 5 17 5 119253 6 4 4 5 88 1. Hagvaxtarvísir OFCE og EUROFRAME leggur mat á ársfjórðungslegan hagvöxt á evrusvæðinu tvo ársfjórðunga fram í tímann. Mánaðarleg vísitala fengin með línulegri brúun á ársfjórðungsleg gögn. 2. Iðnaðarvísitalan fyrir framleiðendur í Bandaríkjunum, Manufacturing Purchasing Managers' index (PMI) er birt mánaðarlega og er árstíðarleiðrétt. Þegar gildi vísitölunnar er yfir 50, táknar það vöxt milli mánaða, en ef hún er undir 50 táknar það samdrátt. Heimild: Macrobond. Breyting frá fyrri ársfjórðungi (%) Mynd II-3 Leiðandi vísbendingar um hagvöxt Janúar 2006 - desember 2014 Evrusvæðið (v. ás)1 Bandaríkin (h. ás)2 Vísitala -4 -3 -2 -1 0 1 2 30 35 40 45 50 55 60 ‘13 ‘14‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06 II Alþjóðleg efnahagsmál og viðskiptakjör Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-1 Alþjóðlegur hagvöxtur 1. ársfj. 2003 - 3. ársfj. 2014 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan Viðskiptalönd Íslands -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.