Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 36

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 36
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 36 VERÐBÓLGA verðbólguvæntingar hafi þokast nær verðbólgumarkmiðinu á flesta mælikvarða frá útgáfu síðustu Peningamála. Verðbólguálag á skulda- bréfamarkaði til tveggja ára, reiknað út frá vaxtamun verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa, var að meðaltali rúmlega 3% í októ ber samanborið við tæplega 3½% í ágúst.4 Svipaða sögu er að segja af verðbólguvæntingum markaðsaðila en samkvæmt könnun Seðla- bankans sem gerð var í október sl. bjuggust þeir við 2,8% verðbólgu eftir eitt ár og 3% eftir tvö ár og hafa því lækkað um ½ prósentu frá ágústkönnuninni og um u.þ.b. 1 prósentu frá október í fyrra (mynd V-10). Verðbólguvæntingar fyrirtækja til tveggja ára hafa einnig lækkað um ½ prósentu í 3% samkvæmt ársfjórðungslegri könnun Capacent Galllup frá því í september. Verðbólguvæntingar þeirra og heimila til eins árs hafa hins vegar ekki breyst frá fyrri könnun; heimili vænta enn 4% verðbólgu að ári liðnu og fyrirtæki 3%. Þær eru þó 1 prósentu lægri en í september 2013. Óvissa um verðbólgu eitt ár fram í tímann virðist ennfremur hafa minnkað eins og sjá má í minnkandi breytileika í svörum þeirra sem taka þátt í þessum könnunum. Niðurstöður Capacent-könnunarinnar sýna að rúmur helmingur fyrirtækja býst við að verð á aðföngum fyrirtækisins hækki á næstu sex mánuðum og er hlutfallið lítillega hærra en í síðustu könnun í mars. Heldur fleiri stjórnendur væntu þess jafnframt að verð á vöru og þjónustu fyrirtækisins hækki á tímabilinu eða 35% samanborið við tæplega 30% í mars. Meirihluti fyrirtækja á þó von á því að afurðaverð þeirra haldist óbreytt. … og sömu sögu er að segja um verðbólguvæntingar til lengri tíma Verðbólguvæntingar til lengri tíma virðast einnig hafa hjaðnað frá síð- ustu útgáfu Peningamála eftir að hafa verið fremur tregbreytanlegar síðastliðið ár. Verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði bæði til fimm og tíu ára var að meðaltali 3,7% í október og hafði hjaðnað um ½ prósentu frá því í ágúst (mynd V-11). Þar sem álagið inniheldur einnig áhættuþóknun sem endurspeglar óvissu um verðbólgu auk áhættu- þóknunar sem tengist seljanleika bréfanna er hugsanlegt að verð- bólguálag í kringum 3% geti í raun samræmst verðbólgumarkmiðinu. Langtímaverðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði virðast því vera að þokast nær markmiði Seðlabankans.5 Langtímaverðbólguvæntingar markaðsaðila hafa einnig lækkað en í könnun bankans sem gerð var í október bjuggust þeir við að verðbólga yrði að meðaltali 3% á næstu fimm árum og 3,2% á næstu tíu árum sem er lækkun um u.þ.b. 0,8 prósentur frá könnuninni í ágúst og hátt í 1 prósentu frá október í fyrra. Mynd V-11 Verðbólga og vísbendingar um verðbólgu- væntingar til miðlungslangs og langs tíma1 Janúar 2010 - október 2014 % Verðbólga Verðbólguálag til 2 ára Verðbólguálag til 5 ára Verðbólguálag til 10 ára Verðbólgumarkmið 1. Ársverðbólga miðað við vísitölu neysluverðs. Verðbólguálag út frá vaxtarófi verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa (mánaðarleg meðaltöl). Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 20142013201220112010 Mynd V-10 Verðbólga og verðbólguvæntingar til eins árs 1. ársfj. 2010 - 4. ársfj. 2014 % Verðbólga Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja Verðbólguvæntingar heimila Verðbólguvæntingar markaðsaðila Verðbólgumarkmið Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 20142013201220112010 4. Skortur er á verðtryggðum skammtímaskuldabréfum sem gerir það að verkum að varlega þarf að fara í túlkun á skammtímaverðbólguvæntingum út frá vaxtamun verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa. 5. Alþjóðlegar rannsóknir benda til að áhættuálagið gæti verið á bilinu ½-1 prósenta á lang- tímaskuldabréfum og er því hærra sem sveiflur í verðbólgu eru meiri (sjá t.d. A. Buraschi og A. Jiltsov (2005), „Inflation risk premia and the expectations hypothesis“, Journal of Financial Economics, 75, 429-490, J. Durham (2006), „An estimate of the inflation risk premium using a three-factor affine term structure model“, Federal Reserve Board, FEDS Paper 2006-42, A. Ang, G. Bekaert og M. Wei (2008), „The term structure of real rates and expected inflation“, Journal of Finance, 63, 797-849, og S. D‘Amico, D. Kim og M. Wei (2008), „Tips from TIPS: the informational content of treasury inflation-protected security prices“, BIS Working Papers, nr. 248).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.