Peningamál - 05.11.2014, Side 36

Peningamál - 05.11.2014, Side 36
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 36 VERÐBÓLGA verðbólguvæntingar hafi þokast nær verðbólgumarkmiðinu á flesta mælikvarða frá útgáfu síðustu Peningamála. Verðbólguálag á skulda- bréfamarkaði til tveggja ára, reiknað út frá vaxtamun verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa, var að meðaltali rúmlega 3% í októ ber samanborið við tæplega 3½% í ágúst.4 Svipaða sögu er að segja af verðbólguvæntingum markaðsaðila en samkvæmt könnun Seðla- bankans sem gerð var í október sl. bjuggust þeir við 2,8% verðbólgu eftir eitt ár og 3% eftir tvö ár og hafa því lækkað um ½ prósentu frá ágústkönnuninni og um u.þ.b. 1 prósentu frá október í fyrra (mynd V-10). Verðbólguvæntingar fyrirtækja til tveggja ára hafa einnig lækkað um ½ prósentu í 3% samkvæmt ársfjórðungslegri könnun Capacent Galllup frá því í september. Verðbólguvæntingar þeirra og heimila til eins árs hafa hins vegar ekki breyst frá fyrri könnun; heimili vænta enn 4% verðbólgu að ári liðnu og fyrirtæki 3%. Þær eru þó 1 prósentu lægri en í september 2013. Óvissa um verðbólgu eitt ár fram í tímann virðist ennfremur hafa minnkað eins og sjá má í minnkandi breytileika í svörum þeirra sem taka þátt í þessum könnunum. Niðurstöður Capacent-könnunarinnar sýna að rúmur helmingur fyrirtækja býst við að verð á aðföngum fyrirtækisins hækki á næstu sex mánuðum og er hlutfallið lítillega hærra en í síðustu könnun í mars. Heldur fleiri stjórnendur væntu þess jafnframt að verð á vöru og þjónustu fyrirtækisins hækki á tímabilinu eða 35% samanborið við tæplega 30% í mars. Meirihluti fyrirtækja á þó von á því að afurðaverð þeirra haldist óbreytt. … og sömu sögu er að segja um verðbólguvæntingar til lengri tíma Verðbólguvæntingar til lengri tíma virðast einnig hafa hjaðnað frá síð- ustu útgáfu Peningamála eftir að hafa verið fremur tregbreytanlegar síðastliðið ár. Verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði bæði til fimm og tíu ára var að meðaltali 3,7% í október og hafði hjaðnað um ½ prósentu frá því í ágúst (mynd V-11). Þar sem álagið inniheldur einnig áhættuþóknun sem endurspeglar óvissu um verðbólgu auk áhættu- þóknunar sem tengist seljanleika bréfanna er hugsanlegt að verð- bólguálag í kringum 3% geti í raun samræmst verðbólgumarkmiðinu. Langtímaverðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði virðast því vera að þokast nær markmiði Seðlabankans.5 Langtímaverðbólguvæntingar markaðsaðila hafa einnig lækkað en í könnun bankans sem gerð var í október bjuggust þeir við að verðbólga yrði að meðaltali 3% á næstu fimm árum og 3,2% á næstu tíu árum sem er lækkun um u.þ.b. 0,8 prósentur frá könnuninni í ágúst og hátt í 1 prósentu frá október í fyrra. Mynd V-11 Verðbólga og vísbendingar um verðbólgu- væntingar til miðlungslangs og langs tíma1 Janúar 2010 - október 2014 % Verðbólga Verðbólguálag til 2 ára Verðbólguálag til 5 ára Verðbólguálag til 10 ára Verðbólgumarkmið 1. Ársverðbólga miðað við vísitölu neysluverðs. Verðbólguálag út frá vaxtarófi verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa (mánaðarleg meðaltöl). Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 20142013201220112010 Mynd V-10 Verðbólga og verðbólguvæntingar til eins árs 1. ársfj. 2010 - 4. ársfj. 2014 % Verðbólga Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja Verðbólguvæntingar heimila Verðbólguvæntingar markaðsaðila Verðbólgumarkmið Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 20142013201220112010 4. Skortur er á verðtryggðum skammtímaskuldabréfum sem gerir það að verkum að varlega þarf að fara í túlkun á skammtímaverðbólguvæntingum út frá vaxtamun verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa. 5. Alþjóðlegar rannsóknir benda til að áhættuálagið gæti verið á bilinu ½-1 prósenta á lang- tímaskuldabréfum og er því hærra sem sveiflur í verðbólgu eru meiri (sjá t.d. A. Buraschi og A. Jiltsov (2005), „Inflation risk premia and the expectations hypothesis“, Journal of Financial Economics, 75, 429-490, J. Durham (2006), „An estimate of the inflation risk premium using a three-factor affine term structure model“, Federal Reserve Board, FEDS Paper 2006-42, A. Ang, G. Bekaert og M. Wei (2008), „The term structure of real rates and expected inflation“, Journal of Finance, 63, 797-849, og S. D‘Amico, D. Kim og M. Wei (2008), „Tips from TIPS: the informational content of treasury inflation-protected security prices“, BIS Working Papers, nr. 248).

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.