Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 15

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 15
ALÞJÓÐLEG EFNAHAGSMÁL OG VIÐSKIPTAKJÖR P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 15 Horfur á lengra lágvaxtatímabili en áður var vænst og vaxandi mun á taumhaldi peningastefnu meðal þróaðra ríkja Þessi ólíka þróun hagvaxtar og verðbólgu í helstu iðnríkjum mun leiða til vaxandi munar á taumhaldi peningastefnu þeirra á komandi misserum. Skuldabréfakaupum Seðlabanka Bandaríkjanna lauk í októ- ber sl. eins og vænst var og undirbýr bankinn hækkun vaxta en ECB hefur lækkað vexti í tvígang frá því í júní niður í yfirlýst lágmark þeirra og kynnt ýmsar aðgerðir til að styðja betur við efnahagsbatann og koma verðbólgu á ný í markmið. Aðgerðirnar felast m.a. í kaupum á ýmsum eignatryggðum skuldabréfum einkaaðila í því skyni að örva útlán á evrusvæðinu til einstaklinga og fyrirtækja (mynd II-6). Koma skuldabréfakaupin til viðbótar langtímalánveitingum bankans til fjármálastofnana. Óvissa ríkir um árangur aðgerðanna. Spár gera almennt ráð fyrir að þær beri árangur og að komist verði hjá frekari lækkun langtímaverðbólguvæntinga sem myndi að öðrum kosti auka taumhald peningastefnunnar og grafa undan efnahagsbatanum.1 Samkvæmt framvirkum vöxtum vænta markaðsaðilar almennt lægri vaxta en í maí. Búast þeir við að Englandsbanki hækki vexti næsta vor, Seðlabanki Bandaríkjanna um mitt næsta ár en að vöxtum verði haldið lágum á evrusvæðinu til langs tíma (mynd II-7). Áhættufælni á fjármálamörkuðum hefur farið vaxandi með aukinni óvissu um alþjóðlega efnahagsþróun, ekki síst á evrusvæðinu. Í kjölfarið hafa alþjóðlegir eignamarkaðir gefið eftir (myndir II-8 og II-9). Fjármagn hefur leitað frá evrusvæðinu og hlutabréfaverð í Evrópu hefur ekki verið jafn lágt í um ár og gengi evru á móti Bandaríkjadal hefur sömuleiðis ekki verið lægra í ríflega tvö ár. Gengislækkunin er þó til þess fallin að styðja við samkeppnishæfni evrusvæðisins. Útflutningsverð og viðskiptakjör Útflutningsverð hefur hækkað umfram væntingar í ár Verð sjávarafurða í erlendum gjaldmiðlum hefur hækkað um nær 10% frá því í febrúar sl. þegar verðlækkunarhrinunni sem hófst síðla árs 2012 lauk. Mesta hækkunin hefur orðið á verði uppsjávarfisks en eftir- spurn eftir botnfiskafurðum hefur einnig tekið við sér. Heilt á litið er gert ráð fyrir svipuðum horfum og í ágúst en þar sem verðhækkanirnar hafa komið fram nokkru fyrr en þá var áætlað er búist við um 1 prósentu meiri hækkun á verði sjávarafurða á þessu ári (mynd II-10). Álverð hefur hækkað frá miðju ári og hafði í ágúst ekki verið hærra í 1½ ár. Hækkunin hefur verið drifin áfram af samdrætti í fram- leiðslu áls vegna lokunar álvera sem leitt hefur til þess að alþjóðlegar álbirgðir hafa minnkað um fimmtung frá ársbyrjun. Gert er ráð fyrir ½% hækkun álverðs í ár í takt við framvirkt verð og alþjóðlegar spár en það er 1½ prósentu meiri hækkun en búist var við í ágúst. Horfur á áframhaldandi lækkun hrávöruverðs Olíuverð var 7% lægra á þriðja fjórðungi en á öðrum fjórðungi ársins. Verðið hefur haldið áfram að lækka það sem af er þessum fjórðungi 1. Raunvextir myndu hækka við lækkun verðbólguvæntinga þar sem nafnvextir eru nálægt núlli. Sjá t.d. umfjöllun í rammagrein 1.3 í Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2014), „Anchoring inflation expectations when inflation is undershooting“, World Economic Outlook, apríl 2014. 1. Mánaðarleg meðaltöl. Heimild: Macrobond. Vísitala, janúar 2007 = 100 Mynd II-8 Hlutabréfaverð á ýmsum mörkuðum1 Janúar 2007 - október 2014 Norðurlönd Nýmarkaðsríki Heimsverð Evrusvæðið Bandaríkin 40 60 80 100 120 140 160 180 20142013201220112010200920082007 1. Afleitt flökt S&P500-hlutabréfavísitölunnar (Chicago Board Options Exchange) og afleitt flökt í gengi gjaldmiðla út frá gjaldeyrisvalréttum (JP-Morgan VXYGL-vísitalan). Heimildir: Bloomberg, Macrobond. Vísitala Vísitala Mynd II-9 Flökt í hlutabréfaverði og gengi gjaldmiðla1 Janúar 2007 - október 2014 VIX-flöktvísitalan (v. ás) JP-Morgan-gengisflöktvísitalan (h. ás) 10 20 30 40 50 60 70 5 10 15 20 25 30 35 20142013201220112010200920082007 1. Framvirkir vextir byggjast á 6 mánaða OIS (Overnight Index Swaps). Heilar línur sýna framvirka ferla frá 31. október 2014 en brotalínur frá 2. maí 2014. Heimildir: Bloomberg, Macrobond. % Mynd II-7 Stýrivextir og framvirkir vextir í Bandaríkjunum, Bretlandi og á evrusvæðinu1 Daglegar tölur 1. janúar 2008 - 31. október 2014, ársfjórðungslegar tölur 4. ársfj. 2014 - 4. ársfj. 2017 Bandaríkin Bretland Evrusvæðið ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 ‘15 ‘16 ‘17 -1 0 1 2 3 4 5 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.