Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 16

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 16
ALÞJÓÐLEG EFNAHAGSMÁL OG VIÐSKIPTAKJÖR P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 16 og hefur ekki verið lægra frá ársbyrjun 2011. Framboð hefur aukist jafnt og þétt allt þetta ár, sérstaklega vegna aukinnar olíuvinnslu í Bandaríkjunum og í nokkrum OPEC-ríkjum. Í Bandaríkjunum hefur sú grundvallarbreyting orðið að innanlandsnotkun er nú nær einvörð- ungu mætt með eigin framleiðslu í stað innflutnings eins og verið hefur mörg undanfarin ár. Þá hefur veikur efnahagsbati þróaðra ríkja valdið því að eftirspurn eftir olíu hefur aukist minna en vænst var. Verð á hrávöru utan olíu hefur einnig haldið áfram að gefa eftir og lækkaði um 4% á þriðja ársfjórðungi frá fjórðungnum á undan og hefur verðið ekki verið lægra í þrjú ár. Þá lækkaði verð á matvælum í Bandaríkjadal um 11% milli fjórðunga. Ástæðan er m.a. veikari efna- hagsbati á heimsvísu og gengishækkun Bandaríkjadals. Viðskiptabann Rússa á Bandaríkin, Ástralíu, Kanada, evrusvæðið og Noreg er talið geta haft í för með sér frekari verðlækkun á hrávörum. Eins og í ágúst er því gert ráð fyrir áframhaldandi verðlækkun á hrávöru og olíu út árið en heldur meiri en þá var talið. Búist er við að verð á hrávöru lækki um tæp 3½% í ár og olíuverð um 5½% (mynd II-10). Viðskiptakjör batna í ár eftir þriggja ára samfellda rýrnun Eins og búist var við tóku viðskiptakjör vöru og þjónustu að batna á öðrum ársfjórðungi eftir að hafa versnað um 20% frá árinu 2006 (mynd II-11).2 Nú er gert ráð fyrir að viðskiptakjör batni meira í ár en talið var í ágúst þar sem útflutningsverð hækkaði töluvert á haustmán- uðum og innflutningsverð hefur gefið nokkuð eftir. Samtals er gert ráð fyrir að viðskiptakjörin batni um rúmlega 1% í ár. Raungengið ekki mælst hærra frá því að fjármálakreppan skall á Raungengi krónunnar náði hæsta gildi sínu frá því að fjármálakreppan skall á á öðrum ársfjórðungi en lækkaði lítillega á milli fjórðunga á þriðja fjórðungi. Raungengi miðað við hlutfallslegt verðlag hækkaði um rúm 5% milli ára á þriðja fjórðungi ársins (mynd II-11). Hækkunin skýrist fyrst og fremst af hærra nafngengi krónunnar en verðbólga hefur einnig verið rúmri prósentu meiri hér en í helstu viðskiptalöndum Íslands. Raungengið er engu að síður tæplega 11% lægra miðað við hlutfallslegt verðlag en meðalraungengi undanfarinna þrjátíu ára. Miðað við hlutfallslegan launakostnað hækkaði raungengið tölu vert í aðdraganda fjármálakreppunnar, enda hækkaði innlendur launakostnaður talsvert meira en meðal viðskiptalanda Íslands með samsvarandi rýrnun á samkeppnisstöðu þjóðarbúsins (mynd II-12). Samkeppnisstaðan batnaði á ný í kjölfar kreppunnar en frá árinu 2009 hefur launakostnaður á framleidda einingu hækkað örar hér á landi en erlendis og raungengið því hækkað og samkeppnisstaða versnað á nýjan leik. Raungengi miðað við hlutfallslegan launakostnað er 12½% lægra en meðalraungengi undanfarinna þrjátíu ára. 2. Þetta er 3 prósentum meiri rýrnun en fyrri tölur höfðu gefið til kynna og endurspeglar m.a. breytingar sem hafa orðið á stöðlum þjóðhagsreikninga (sjá umfjöllun í rammagrein 1). Nánar er fjallað um helstu ástæður að baki rýrnunar viðskiptakjara í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar í rammagrein II-1 í Peningamálum 2013/4. 1. Grunnspá Seðlabankans 4. ársfj. 2014 - 4. ársfj. 2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2014/3. 2. Verð á hrávöru án olíu í USD. 3. Verð á sjávarafurðum í erlendum gjaldmiðli er reiknað með því að deila í verð sjávarafurða í íslenskum krónum með gengisvísitölu vöruútflutnings. Heimildir: Hagstofa Íslands, London Metal Exchange, Macrobond, Seðlabanki Íslands. Vísitala, janúar 2005 = 100 Mynd II-10 Verð á sjávarafurðum, áli, olíu og hrávöru1 1. ársfj. 2009 - 4. ársfj. 2017 Heimsmarkaðsverð á hráolíu (v. ás) Heimsmarkaðsverð á hrávöru, án olíu (v. ás)2 Verð sjávarafurða (v. ás)3 Álverð (h. ás) $/tonn ‘13‘11‘15 ‘17 ‘09‘13‘11‘09 ‘15 ‘17 80 100 120 140 160 180 200 220 1.200 1.400 1.600 1.800 2.000 2.200 2.400 2.600 Heimild: Seðlabanki Íslands. Vísitala, meðalt. ‘00 = 100 Mynd II-11 Raungengi og viðskiptakjör 1. ársfj. 2000 - 3. ársfj. 2014 Raungengi (hlutfallslegt verðlag, v. ás) Raungengi (hlutfallslegur launakostnaður, v. ás) Viðskiptakjör (h. ás) 50 60 70 80 90 100 110 120 75 80 85 90 95 100 105 110 Vísitala, meðalt. ‘00 = 100 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands. Mynd II-12 Launakostnaður á framleidda einingu í þróuðum ríkjum Ísland Þýskaland OECD Evrusvæðið Bandaríkin Vísitala, 1999 = 100 90 100 110 120 130 140 150 160 170 180 190 200 ‘13‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.