Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 24

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 24
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 24 INNLENT RAUNHAGKERFI Við endurskoðun Hagstofunnar jókst hagvöxtur síðasta árs um 0,2 prósentur og er nú talinn hafa verið 3,5% og virðist hann hafa byggst á tiltölulega breiðum grunni: nokkuð stóran hluta hagvaxtarins mátti rekja til ferðaþjónustu en einnig var jákvætt framlag frá ýmsum greinum eins og byggingargeira, sjávarútvegi og fjármálaþjónustu. Þetta var nokkru meiri hagvöxtur en meðal annarra þróaðra ríkja. Þannig var 2,2% hagvöxtur í Bandaríkjunum og 1,7% vöxtur í Bretlandi en á evrusvæðinu var 0,4% samdráttur (sjá kafla II). Frá því að efnahagsbatinn hófst hér á landi hefur landsframleiðsla helstu við- skiptalanda vaxið um tæplega 8% að jafnaði en rúmlega 9% hér á landi eins og áður hefur komið fram (mynd IV-4). Eftirspurn heimila hefur aukist á árinu Vöxtur einkaneyslu var einungis 0,8% í fyrra samkvæmt endurskoð- uðum tölum Hagstofunnar. Það er nokkru minni vöxtur en samkvæmt fyrstu tölum Hagstofunnar en í samræmi við tölur hennar um ráð- stöfunartekjur frá því í október sl. en kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst einungis um 0,7% á síðasta ári.2 Á fyrri hluta þessa árs hefur hins vegar bætt verulega í vöxt einkaneyslu líkt og Seðlabankinn spáði og nam hann 4%. Líklegt má telja að þetta endurspegli aukinn kaup- mátt, bætta atvinnu- og eiginfjárstöðu heimila og aukna bjartsýni. Vísbendingar eru um að vöxturinn hafi í talsverðum mæli beinst að varanlegum neysluvörum á borð við ýmis raftæki auk þess sem bætt hefur í nýskráningar bifreiða. Aukin eftirspurn eftir slíkum vörum bendir til þess að heimilin telji fjárhagsstöðu sína hafa batnað. Það endurspeglast einnig í væntingum neytenda sem sjá má í könnunum Capacent Gallup á þessu ári á því að hlutfallið á milli þeirra sem telja núverandi efnahagsástand gott á móti þeim sem telja það slæmt hefur hækkað og það sama gildir um hlutfallið á milli þeirra sem telja atvinnumöguleika sína betri og hinna sem telja þá lakari þótt síðar- nefndi hópurinn sé í báðum tilvikum enn stærri. Útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu í ár verði sá mesti í sex ár Þær vísbendingar um þróun einkaneyslu sem helst er horft til benda til þess að þróunin sem varð á fyrri hluta ársins hafi í meginatriðum hald- ið áfram á þriðja ársfjórðungi (mynd IV-5). Þá hefur raunverð íbúðar- húsnæðis haldið áfram að hækka, sem bætir eiginfjárstöðu heimila (sjá kafla III), ásamt því að kaupmáttur launa hefur haldið áfram að aukast. Þetta endurspeglast einnig í því að heimilin telja nú líklegra en áður að þau muni ráðast í stórkaup ef marka má könnun Capacent Gallup á fyrirhuguðum stórkaupum neytenda frá því í september en vísitala þeirra hefur ekki mælst hærri í sex ár. Þessar vísbendingar eru í takt við það sem vænst var og því eru horfur um einkaneyslu í ár taldar lítið breyttar frá ágústspá Peningamála og er talið að einkaneysla vaxi um tæp 4½% frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir að á næstu misserum muni aukinn kaupmáttur heimila og hærra eignaverð auka eftirspurn (myndir IV-6 og IV-7). Þá munu viðbrögð neytenda við aðgerðum stjórnvalda í skuldamálum heimila hafa umtalsverð áhrif og er líklegt að þau áhrif séu að einhverju leyti þegar komin fram (sjá viðauka 2 í 2. Það er minni hækkun en gert hafði verið ráð fyrir í ágústspá bankans sem bendir til þess að sparnaður heimila hafi ekki aukist í sama mæli í fyrra og þá var talið. 1. Punktarnir sýna spá Peningamála 2014/4. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-6 Einkaneysla og eigið fé heimila 2004-20141 Einkaneysla (v. ás) Eigið fé heimila án lífeyrisréttinda (h. ás) -15 -10 -5 0 5 10 15 20 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04 1. Efri og neðri mörk átta vísbendinga um einkaneyslu. Vísbendingarnar eru kortavelta, dagvöruvelta, hlutabréfaverð, húsnæðisverð, innflutningur neysluvöru, nýskráningar bifreiða, laun og atvinnuleysi. Vísbendingarnar eru endurskalaðar þannig að þær hafa sama meðaltal og staðalfrávik og einkaneysla. Heimildir: Hagstofa Íslands, Rannsóknarsetur verslunarinnar, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-5 Vísbendingar um einkaneyslu1 1. ársfj. 2004 - 3. ársfj. 2014 Einkaneysla Spá PM 2014/4 Miðgildi vísbendinga Efri og neðri mörk vísbendinga um einkaneyslu -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 ‘04 ‘05 ‘07 ‘09 ‘11 ‘13‘06 ‘08 ‘10 ‘12 ‘14 Mynd IV-4 Þróun landsframleiðslunnar í kjölfar fjármálakreppunnar1 1. ársfj. 2007 - 3. ársfj. 2014 Vísitala, 3. ársfj. 2008 = 100 Ísland Helstu viðskiptalönd OECD-ríki Evrusvæðið Bandaríkin Bretland 1. Árstíðarleiðrétt gögn fyrir Ísland koma frá Seðlabanka Íslands. Heimildir: Macrobond, OECD, Seðlabanki Íslands. 90 92 94 96 98 100 102 104 106 108 110 20142013201220112010200920082007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.