Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 9

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 9
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 9 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR Helstu óvissuþættir Grunnspáin endurspeglar mat á líklegustu framvindu efnahagsmála næstu þrjú árin. Hún byggist á spám og forsendum um þróun ytra umhverfis íslensks þjóðarbúskapar og mati á virkni einstakra markaða og því hvernig peningastefnan miðlast út í raunhagkerfið. Um alla þessa þætti ríkir óvissa. Hér á eftir eru taldir upp nokkrir mikilvægir óvissuþættir. Alþjóðlegur efnahagsbati gæti reynst veikari en gert er ráð fyrir Þótt alþjóðleg efnahagsumsvif hafi reynst heldur veikari á fyrri hluta þessa árs en vænst hafði verið er áfram gert ráð fyrir hægfara bata á næstu misserum. Batinn er samt sem áður brothættur og hætta á bakslagi hefur aukist, t.d. í tengslum við átök í Austur-Evrópu og Mið-Austurlöndum og mikla skuldsetningu og veika eftirspurn í mörgum þróuðum ríkjum. Þrátt fyrir þetta virðist óvissa í alþjóðlegum hagvaxtarspám ekki hafa aukist og áhættuálag á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum er álíka lágt og það var á árunum fyrir fjármálakrepp- una (mynd I-13). Langvarandi átök og óróleiki þeim tengdur gætu orðið alvarlegri dragbítur á alþjóðlegan hagvöxt en gert er ráð fyrir í grunnspánni og snörp leiðrétting á fjármálamörkuðum gæti aukið enn frekar á áhrifin. Óvenju lítil verðbólga og lækkandi langtímaverðbólguvæntingar í helstu iðnríkjum gætu einnig bent til þess að alþjóðlegar hagvaxtar- horfur séu ofmetnar og framundan sé langvarandi stöðnunarskeið með veikri eftirspurn einkaaðila, hægum alþjóðlegum hagvexti og lítilli verðbólgu. Mynd I-14 sýnir t.d. möguleg áhrif þess að hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum er um ½ prósentu minni á ári á spátímanum en reiknað er með í grunnspánni. Að öðru óbreyttu leiðir veikari eftirspurn á helstu útflutningsmörkuðum til þess að árlegur vöxtur útflutnings er um 0,3 prósentum minni á ári en í grunnspánni og hag- vöxtur á næsta ári er tæplega 0,3 prósentum minni. Gengi krónunnar tekur þó á sig hluta af aðlöguninni og er orðið ríflega 4½% lægra en í grunnspánni árið 2017. Það styður við útflutning og dregur úr inn- flutningi sem vegur á móti áhrifum slakari alþjóðlegs hagvaxtar. Óvissa um gengisþróun vegna mögulegra áhrifa uppgjörs slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja og losunar fjármagnshafta Í grunnspánni er sem fyrr gert ráð fyrir að gengi krónunnar haldist stöðugt út spátímann. Þessi forsenda er háð mikilli óvissu. Aukin innlend efnahagsumsvif og bati viðskiptakjara gætu t.d. leitt til þess að gengi krónunnar hækki. Aðrir þættir gætu hins vegar leitt til lækkunar. Þar vegur líklega þyngst óvissa tengd mögulegum áhrifum úrlausnar á þeim vandamálum sem birtist í greiðslujafnaðarvand- anum sem þjóðarbúið glímir við, þ.e. mögulegu snörpu fjármagns- útflæði tengdu uppgjöri búa fallinna fjármálafyrirtækja og losun fjármagnshafta (sjá nánari umfjöllun í Fjármálastöðugleika 2014/1 og 2014/2). Eins og mynd I-15 sýnir felur núverandi gengisforsenda í sér svipað gengi og í ágústspá bankans en þetta gengi er hærra en jafnan hefur verið byggt á síðustu tvö ár. Þetta sýnir hve mikið þessi forsenda getur breyst milli spágerða. 1. Grunnspá Seðlabankans 4. ársfj. 2014 - 4. ársfj. 2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-12 Verðbólga án áhrifa óbeinna skatta1 1. ársfj. 2010 - 4. ársfj. 2017 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2014/4 PM 2014/3 Verðbólgumarkmið 0 1 2 3 4 5 6 7 20172016201520142013201220112010 1. Vegið meðaltal staðalfráviks í hagvaxtarspám þeirra spáaðila sem Consensus Forecasts tekur saman fyrir G7-ríkin (vegið með kaupmáttar- leiðréttri landsframleiðslu). 2. Afleitt flökt S&P500-hlutabréfavísitölunnar (Chicago Board Options Exchange). Heimildir: Consensus Forecasts, Macrobond. Mynd I-13 Óvissa í hagvaxtarspám og flökt í hlutabréfaverði Janúar 2004 - október 2014 Staðalfrávik (%) Sundurleitni í hagvaxtarspám (v. ás)¹ VIX-flöktvísitalan (h. ás)² 0,2 0,3 0,4 0,5 0,6 0,7 0,8 0,9 0 10 20 30 40 50 60 70 Vísitala ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04 Heimild: Seðlabanki Íslands. Frávik frá grunnspá (prósentur) Mynd I-14 Fráviksdæmi með hægari hagvexti í helstu viðskiptalöndum Hagvaxtaráhrif hægari hagvaxtar í helstu viðskiptalöndum -0,30 -0,25 -0,20 -0,15 -0,10 -0,05 0,00 2017201620152014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.