Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 38

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 38
RAMMAGREINAR P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 38 ingastöðlum á landsframleiðslan að mæla alla efnahagsstarfsemi þar sem vörur og þjónusta eru seld á markaði, bæði löglega og ólöglega. Þessi liður hækkar landsframleiðsluna um 0,5% og einkaneysluna um tæpt 1%. Mynd 1 sýnir framlag þessara fjögurra þátta til breytinga á mati á landsframleiðslu frá árinu 2007. Eins og sjá má vega áhrif óbeint mældrar fjármálaþjónustu þyngst framan af en áhrif endur- flokkunar á rannsóknum og þróunarstarfsemi sem fjárfestingar vega einnig þungt. Ákvæði í ESA 2010 um að telja útgjöld til hergagna, eins og flugvéla og skipa, til fjármunamyndunar en ekki beint til samneyslu hefur nokkur áhrif víða erlendis en minni áhrif hér á landi. Ákvæðið um að telja vörur sem eru fluttar til landsins ekki með í innflutningi og útflutningi ef erlendur aðili á innfluttu vöruna og fær aftur full- unnu vöruna hefur veruleg áhrif á tölur um út- og innflutning vara og þjónustu en ekki á jöfnuð utanríkisviðskipta eða landsframleiðslu. Reglurnar um meðferð lífeyrissparnaðar eiga eftir að hafa veruleg áhrif á mælt eigið fé heimila en engin áhrif á mælda landsframleiðslu og hagvöxt. Endurskoðun á þróun hagvaxtar Þessar breytingar fela í sér að hagvöxtur hér á landi telst nú nokkru meiri en áður á tímabilinu 1997-2008 eða 4,7% á ári að meðaltali í stað 4,4% áður og munar þar mest um verulega endurskoðun á hagvexti ársins 2007. Nú er talið að hann hafi verið 9,7% en áður var hann metinn 6% (mynd 2). Það þarf að fara aftur til ársins 1971 til að finna meiri hagvöxt en þá var hann 13,1%. Efnahagssamdrátturinn 2008-2010 er talinn minni en áður; talið er að landsframleiðslan hafi dregist saman um 5,1% árið 2009 og 2,9% til viðbótar árið 2010 en sambærilegar tölur í fyrra mati Hagstofunnar voru 6,6% og 4,1%. Samkvæmt nýjum tölum er hag- vöxtur frá árinu 2011 til ársins 2013 talinn lítið eitt minni en áður eða að meðaltali 2,3% á ári í stað 2,4% í fyrri tölum. Endurskoðun á ársfjórðungslegum tölum Líkt og í fyrri tölum nær árstíðarleiðrétt landsframleiðsla hámarki á fjórða fjórðungi ársins 2007 en lágmarki á fyrsta fjórðungi ársins 2010 (mynd 3). Tímasetning viðsnúnings þjóðarbúskaparins breytist því ekki frá fyrra mati. Samdrátturinn mælist hins vegar heldur minni eða 10,9% en var áður 12,2%.2 Frá því að efnahagsbatinn hófst árið 2010 er nú talið að landsframleiðslan hafi aukist um 9,3% sem er 1,8 prósentum minni vöxtur en fólst í fyrra mati. Endurskoðun á einstökum þáttum ráðstöfunaruppgjörs Við endurskoðunina hækkar nafnvirði einkaneyslu mest um 6,2% á árinu 2009 og að meðaltali um 4,3% á árunum 2009-2013. Nafn- virði samneyslu minnkar um 2,4% á árinu 1998 en er nánast óbreytt á árunum 2009-2013. Mest breytist fjármunamyndunin en nafn- virði hennar hækkar um 17,3% á árinu 2010 og að meðaltali um 15,8% á árunum 2009-2013. Út- og innflutningur alls breytist lítið en verulegar breytingar eru á því hvað telst út- og innflutningur vöru annars vegar og þjónustu hins vegar vegna fyrrgreindrar breytingar á meðhöndlun viðskipta með afurðir sem skipta ekki um eignarhald. Mældur vöxtur einstakra útgjaldaþátta breytist einnig. Sam- dráttur einkaneyslu á árunum 2008-2010 mælist nú 10,1% en var áður talinn 14,9% og munar þar mest um áhrif óbeinnar fjármála- þjónustu, sérstaklega árið 2009. Vöxtur einkaneyslu á tímabilinu Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd 1 Framlög til hækkunar nafnvirðis landsframleiðslu 2007-2013 Hlutfall af landsframleiðslu skv. eldra mati (%) Óbeint mæld bankaþjónusta Rannsóknir og þróun Húsaleiga Ólögleg starfsemi Annað Samtals -1 0 1 2 3 4 5 6 201320122011201020092007 Mynd 2 Verg landsframleiðsla á föstu verðlagi og hagvöxtur 1997-2013 Heimild: Hagstofa Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Ma.kr., verðl. 2005 Breytingar í VLF, nýjar tölur (v. ás) Breytingar í VLF, eldri tölur (v. ás) VLF, nýjar tölur ( h. ás) VLF, eldri tölur (h. ás) 720 840 960 1.080 1.200 1.320 -8 -4 0 4 8 12 ‘13‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd 3 Árstíðarleiðrétt landsframleiðsla 1. ársfj. 2005 - 2. ársfj. 2014 Vísitala, 1. ársfj. 2005=100 Nýjar tölur Eldri tölur 100 105 110 115 120 125 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05 2. Hér er miðað við beina árstíðarleiðréttingu á landsframleiðslunni en ekki árstíðarleið- réttar tölur Hagstofunnar. Fjallað var um muninn á árstíðarleiðréttingu Seðlabankans og Hagstofunnar í rammagrein IV-1 í Peningamálum 2012/4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.