Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 47

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 47
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 47 Það verða óhjákvæmilega skekkjur í hagspám. Sumar eru til komnar vegna skekkja í þeim líkönum sem notuð eru við spárnar, sumar vegna ónákvæmra upplýsinga um efnahagsstærðir sem líkönin byggjast á, t.d. mæliskekkjur, og sumar vegna ófyrirséðra atburða. Athugun á skekkjum í eldri spám gefur hugmynd um þá óvissu sem er í nýju spánni auk mikilvægra upplýsinga um möguleg mistök í spágerðinni og ófyrirséðar kerfisbreytingar í þjóðarbúskapnum. Hvort tveggja má nýta við frekari þróun á haglíkönum Seðlabankans, notkun þeirra við spágerðina, endurbætur á vinnubrögðum við greiningu almennt og framsetningu spáa. Loks verður að hafa í huga að meginmarkmið spágerðar Seðlabankans er að styðja við mótun peningastefnunnar og því skiptir mestu að lágmarka þær spáskekkjur sem torvelda æski- lega framkvæmd hennar. Þjóðhags- og verðbólguspár Seðlabankans Þjóðhags- og verðbólguspár Seðlabankans eru gerðar fjórum sinnum á ári til þriggja ára í senn. Þær byggjast á ítarlegri greiningu á stöðu þjóðarbúsins hverju sinni. Forsendur um alþjóðlega efnahagsþróun byggjast m.a. á alþjóðlegum spám og því sem lesa má út úr framvirku verði um verðþróun helstu hrávörutegunda. Þjóðhagsreikningar eru helsti grundvöllur matsins á stöðu þjóðarbúsins en því til viðbótar leggja sérfræðingar bankans sjálfstætt mat á stöðu þess með spurn- ingakönnunum, samtölum við forsvarsmenn fyrirtækja, stofnana og aðila á vinnumarkaði og tölfræðilegri greiningu á þróun lykilstærða. Þjóðhagslíkan Seðlabankans er það tæki sem heldur utan um þessar upplýsingar. Sumar jöfnur líkansins eru bókhaldslegs eðlis en aðrar eru hegðunarjöfnur sem metnar eru með tölfræðilegum aðferðum. Spá bankans, einkum fyrir nýliðinn tíma og næstu framtíð, ræðst ekki síður af mati sérfræðinga bankans, ýmsum öðrum spálíkönum og margvíslegum upplýsingum sem ekki eru með í þjóðhagslíkaninu. Peningastefnan á spátímanum er lykilforsenda í hverri spágerð. Í þjóðhagslíkaninu er peningastefnan ákveðin með framsýnni pen- ingastefnureglu þar sem vextir Seðlabankans ákvarðast út frá væntu frá viki verðbólgu frá verðbólgumarkmiði og framleiðsluspennu. Þessi regla tryggir að vextir bankans stýri verðbólgu að lokum að mark miði og haldi henni að jafnaði þar yfir hagsveifluna. Peninga- stefnureglan í þjóðhagslíkaninu var valin úr hópi slíkra reglna sem sú regla sem veldur minnstum þjóðhagslegum kostnaði við að tryggja að verðbólga sé við markmið.1 Verðbólguspár Seðlabankans fyrir árið 2013 Tólf mánaða verðbólga mældist að meðaltali 3,9% á árinu 2013 en verðbólga án áhrifa óbeinna skatta var aðeins minni eða 3,7%. Megindrifkraftar verðbólgu voru af innlendum toga, þ.e. hækkun húsnæðiskostnaðar og verðs á almennri þjónustu. Samanlagt skýrðu þessir liðir að meðaltali meira en helming hækkunar vísitölu neyslu- verðs á árinu. Mynd 1 sýnir hvernig til tókst að spá verðbólgu innan ársins. Eins og sjá má var verðbólgu á fyrsta ársfjórðungi vanspáð en það snýst við á næsta fjórðungi. Á seinni hluta ársins var verðbólgu yfir- leitt einnig vanspáð. Sé hins vegar litið til ársins í heild voru spár bankans mjög nærri lagi (tafla 1); framan af er meðalverðbólgu árs- ins lítillega vanspáð en frávikið er lítið eða einungis um 0,1 prósenta. 1. Sjá umfjöllun í Ásgeir Daníelsson, Magnús F. Guðmundsson, Svava J. Haraldsdóttir, Þorvarður Tjörvi Ólafsson, Ásgerður Ó. Pétursdóttir, Þórarinn G. Pétursson og Rósa Sveinsdóttir (2009), „QMM: A quarterly macroeconomic model of the Icelandic eco- nomy“, Seðlabanki Íslands, Working Paper, nr. 41. Nýjustu uppfærslu handbókar líkans- ins er hægt að nálgast hér: http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=9132. Rammagrein 3 Reynsla af spám Seðlabanka Íslands Mynd 1 Ársfjórðungsleg verðbólga árið 2013 og spár Peningamála Frávik (prósentur) Heimild: Seðlabanki Íslands. PM 2013/1 PM 2013/2 PM 2013/3 PM 2013/4 -0,4 -0,3 -0,2 -0,1 0,0 0,1 0,2 0,3 4. ársfj.3. ársfj.2. ársfj.1. ársfj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.