Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 25

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 25
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 25 INNLENT RAUNHAGKERFI Peningamálum 2014/1). Framkvæmd þeirra aðgerða verður að hluta til seinna á ferðinni en áætlað var þegar þær voru kynntar á síðasta ári. Einnig er gert ráð fyrir að umfang ráðstöfunar séreignarsparnaðar til lækkunar skulda og uppbyggingar sparnaðar til íbúðarkaupa verði talsvert minna en áður var búist við. Það þýðir að handbært fé heimila minnkar minna vegna aukins sparnaðar en áður var áætlað en lækkun greiðslubyrðar verður á móti minni seinna meir. Þó er gert ráð fyrir að sparnaður heimila muni aukast á spátímanum. Staðlabreyting þjóðhagsreikninga hefur áhrif á mælingar á fjárfestingu Líkt og áður segir hafa endurbætur á þjóðhagsreikningum mikil áhrif á eldri tölur Hagstofunnar og það á einnig við um fjárfestingu. Helsta breytingin sem varð á þeim hluta þjóðhagsreikninganna er að nú eru útgjöld vegna rannsókna og þróunar talin til fjárfestingar og bætast við fjármunaeignina en voru áður talin til aðfanga sem fyrirtæki notuðu við starfsemi sína á viðkomandi ári og komu því ekki fram í ráðstöfunaruppgjörinu. Við þessa breytingu hækkar fjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu og var á síðasta ári liðlega 15% en var áður talið vera um 13½%. Hlutfallið var 21½% að meðaltali sl. þrjátíu ár en hafði áður verið talið um 20%. Má ætla að hækkun hlutfallsins sé að mestu vegna staðlabreytinganna. Mannvirkjagerð jókst á síðasta ári og búast má við áframhaldandi vexti Atvinnuvegafjárfesting dróst saman á síðasta ári um rúm 10% en ef tegundaskipting atvinnuvegafjárfestingar er skoðuð má sjá að þá þróun má rekja til samdráttar í skipum og flugvélum ásamt því að fjár- festing í vélum og tækjum í iðnaði dróst saman (mynd IV-8). Á síðustu árum hefur fjárfesting atvinnuveganna einkennst af töluverðum sveifl- um í fjárfestingu í skipum og flugvélum annars vegar og í orkufrekum iðnaði hins vegar, á sama tíma og mannvirkjagerð hefur verið með minnsta móti. Raunar dró úr þeirri fjárfestingu allt frá árinu 2006 þar til á síðasta ári þegar fjárfesting í mannvirkjagerð og tækjum til mann- virkjagerðar tók að vaxa á ný. Vísbendingar eru um að framhald verði á þessum vexti, t.d. miðað við niðurstöður könnunar Capacent Gallup meðal stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins þar sem fyrirtæki innan byggingargeirans hyggja frekar á fjölgun starfsmanna en fækkun og fleiri telja að innlend eftirspurn eftir vöru og þjónustu fyrirtækjanna innan geirans muni aukast frekar en minnka. Fjárfesting atvinnuveganna í ár eykst en þó minna en áður var spáð Í könnun Seðlabankans, sem gerð var meðal 102 fyrirtækja í október sl., kemur í ljós að heldur hefur dregið úr fjárfestingaráformum þeirra á þessu ári miðað við síðustu könnun (tafla IV-1). Það er í takt við fjárfestingarþróunina eins og hún kemur fram í þjóðhagsreikningunum það sem af er ári. Samkvæmt þeim sem tóku þátt í könnuninni er fyrirhuguð aukning fjárfestingar á þessu ári um 7 prósentum minni en fyrir um hálfu ári og eru það helst flutningar og ferðaþjónusta ásamt verslun sem skýra þá breytingu. Að teknu tilliti til vísbendinga úr þessari könnun og upplýsinga um heldur minni fjárfestingu í orkufrekum iðnaði og í skipum og flug- Mynd IV-7 Einkaneysla og kaupmáttur ráðstöfunartekna 2000-20171 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Vísitala, 2005 = 100 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 80 85 90 95 100 105 110 115 Kaupmáttur ráðstöfunartekna (v. ás) Einkaneysla (v. ás) Hlutfall einkaneyslu og ráðstöfunartekna (h. ás) ‘16‘14‘12‘08‘02‘00 ‘10‘06‘04 Mynd IV-8 Tegundaskipting fjárfestingar atvinnuveganna 2000-2013 Framlag til breytingar Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Skip og skipsbúnaður, flugvélar ofl. Verksmiðju-, iðnaðarvélar og tæki Mannvirki og tæki til jarðvinnslu og mannvirkjagerðar Annað Alls -60 -40 -20 0 20 40 60 ‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 Breyting frá fyrra ári (%)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.