Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 20

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 20
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 20 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR Peningamagn og útlán Vöxtur peningamagns í ágætu samræmi við nafnvöxt landsframleiðslunnar Vítt skilgreint peningamagn (M3) jókst um 3,6% á þriðja fjórðungi ársins miðað við sama fjórðung í fyrra en um 6,1% eftir að leiðrétt hefur verið fyrir innlánum slitastjórna fallinna fjármálafyrirtækja og sértækra félaga í eigu viðskiptabanka (mynd III-10).3 Vöxturinn er enn að stærstum hluta drifinn áfram af vexti innlána fyrirtækja, einkum þjónustufyrirtækja, en einnig sjávarútvegs- og veitufyrirtækja og fyrir- tækja í samgöngum og flutningum. Þetta gefur vísbendingar um að fjárfestingargeta þeirra hafi aukist en stærstur hluti fjárfestingarút- gjalda fyrirtækja undanfarin ár virðist hafa verið fjármagnaður úr eigin rekstri. Þá hafa innlán heimila einnig vaxið á undanförnum mánuðum og voru um 3,7% meiri á þriðja ársfjórðungi þessa árs en á sama fjórðungi í fyrra. Talsvert hefur dregið úr vexti þrengra skilgreinds peningamagns milli ára og kemur ársvöxtur peningamagns því að mestu leyti til vegna aukinna bundinna innlána. M1 og M2 jukust um 1-2% milli ára á þriðja fjórðungi ársins en grunnfé Seðlabankans um 12,8% að meðtöldum innstæðubréfum útgefnum af bankanum og bundnum innlánum fjármálafyrirtækja. Aukning milli ára er að hluta til afleiðing aukinna gjaldeyriskaupa Seðlabankans sem hafa verið stýfð með ofan- greindum stjórntækjum. Vöxtur peningamagns var í ágætu samræmi við nafnvöxt lands- framleiðslunnar á öðrum fjórðungi ársins eftir nokkru meiri vöxt á þeim fyrsta (mynd III-11). Hann hafði hins vegar verið undir vexti landsframleiðslunnar samfleytt frá fyrsta ársfjórðungi 2010. Aukin útlán til fyrirtækja … Á fyrstu níu mánuðum ársins jukust hrein ný útlán innlánsstofnana til innlendra aðila um 4,3% miðað við sama tímabil í fyrra. Eins og endurspeglast í samsetningu vaxtar peningamagns skýrist útlánaaukn- ingin að mestu leyti af meiri útlánaaukningu til fyrirtækja, annarra en eignarhaldsfélaga, einkum lána í erlendum gjaldmiðli til sjávarútvegs- fyrirtækja og fyrirtækja í samgöngum og flutningum (mynd III-12). Hrein ný óverðtryggð útlán til þjónustufyrirtækja og fyrirtækja í bygg- ingar- og mannvirkjagerð hafa einnig aukist. … en hægt hefur á nýjum útlánum til heimila Hrein ný útlán innlánsstofnana til heimila hafa farið vaxandi á árinu og er mánaðartakturinn nú svipaður og á miðju ári 2013 eftir að hafa dregist talsvert saman í lok þess árs. Vöxturinn í ár kemur til vegna aukinna verðtryggðra útlána, einkum íbúðalána, og var hlutdeild þeirra í hreinum nýjum útlánum til heimila meiri en óverðtryggðra lána á þriðja fjórðungi ársins. Uppsöfnuð útlánaaukning innláns- stofnana til heimila á fyrstu níu mánuðum ársins er lítillega minni en á sama tímabili í fyrra. Á móti hefur samdráttur útlána Íbúðalánasjóðs aukist á árinu sem gefur til kynna að heimili séu í auknum mæli að 3. M3 leiðrétt með þessum hætti gefur réttari mynd af eyðslugetu handhafa peninga (e. money holders) og er þar með betri mælikvarði á vítt skilgreint peningamagn. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-10 Samsetning peningamagns í umferð - M3 leiðrétt1 1. ársfj. 2010 - 3. ársfj. 2014 1. Leiðrétt fyrir innlánum slitastjórna fallinna fjármálafyrirtækja og sértækra félaga í eigu viðskiptabanka. Heimild: Seðlabanki Íslands. Heimili Eignarhaldsfélög Fyrirtæki Fjármálafyrirtæki, önnur en bankar Annað Peningamagn (M3 leiðrétt) Peningamagn (M3) -15 -10 -5 0 5 10 15 2012 2013 201420112010 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-11 Nafnvirði landsframleiðslu og vítt skilgreint peningamagn 1. ársfj. 2006 - 3. ársfj. 2014 1. Áætlun Seðlabankans fyrir 3. ársfj. 2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Nafnvirði landsframleiðslu1 M3 M3 - leiðrétt -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 ‘1420132012201120102009200820072006 Ma.kr. Ma.kr. Mynd III-12 Hrein ný útlán1 innlánsstofnana til heimila og fyrirtækja2 1. ársfj. 2013 - 3. ársfj. 2014 1. Ný útlán að frádregnum uppgreiðslum. 2. Án eignarhaldsfélaga. Heimild: Seðlabanki Íslands. Óverðtryggð Verðtryggð Í erlendum gjaldmiðlum Eignaleigusamningar Alls Heimili Fyrirtæki -5 0 5 10 15 20 -15 0 15 30 45 60 20142013 20142013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.