Peningamál - 05.11.2014, Page 20

Peningamál - 05.11.2014, Page 20
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 20 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR Peningamagn og útlán Vöxtur peningamagns í ágætu samræmi við nafnvöxt landsframleiðslunnar Vítt skilgreint peningamagn (M3) jókst um 3,6% á þriðja fjórðungi ársins miðað við sama fjórðung í fyrra en um 6,1% eftir að leiðrétt hefur verið fyrir innlánum slitastjórna fallinna fjármálafyrirtækja og sértækra félaga í eigu viðskiptabanka (mynd III-10).3 Vöxturinn er enn að stærstum hluta drifinn áfram af vexti innlána fyrirtækja, einkum þjónustufyrirtækja, en einnig sjávarútvegs- og veitufyrirtækja og fyrir- tækja í samgöngum og flutningum. Þetta gefur vísbendingar um að fjárfestingargeta þeirra hafi aukist en stærstur hluti fjárfestingarút- gjalda fyrirtækja undanfarin ár virðist hafa verið fjármagnaður úr eigin rekstri. Þá hafa innlán heimila einnig vaxið á undanförnum mánuðum og voru um 3,7% meiri á þriðja ársfjórðungi þessa árs en á sama fjórðungi í fyrra. Talsvert hefur dregið úr vexti þrengra skilgreinds peningamagns milli ára og kemur ársvöxtur peningamagns því að mestu leyti til vegna aukinna bundinna innlána. M1 og M2 jukust um 1-2% milli ára á þriðja fjórðungi ársins en grunnfé Seðlabankans um 12,8% að meðtöldum innstæðubréfum útgefnum af bankanum og bundnum innlánum fjármálafyrirtækja. Aukning milli ára er að hluta til afleiðing aukinna gjaldeyriskaupa Seðlabankans sem hafa verið stýfð með ofan- greindum stjórntækjum. Vöxtur peningamagns var í ágætu samræmi við nafnvöxt lands- framleiðslunnar á öðrum fjórðungi ársins eftir nokkru meiri vöxt á þeim fyrsta (mynd III-11). Hann hafði hins vegar verið undir vexti landsframleiðslunnar samfleytt frá fyrsta ársfjórðungi 2010. Aukin útlán til fyrirtækja … Á fyrstu níu mánuðum ársins jukust hrein ný útlán innlánsstofnana til innlendra aðila um 4,3% miðað við sama tímabil í fyrra. Eins og endurspeglast í samsetningu vaxtar peningamagns skýrist útlánaaukn- ingin að mestu leyti af meiri útlánaaukningu til fyrirtækja, annarra en eignarhaldsfélaga, einkum lána í erlendum gjaldmiðli til sjávarútvegs- fyrirtækja og fyrirtækja í samgöngum og flutningum (mynd III-12). Hrein ný óverðtryggð útlán til þjónustufyrirtækja og fyrirtækja í bygg- ingar- og mannvirkjagerð hafa einnig aukist. … en hægt hefur á nýjum útlánum til heimila Hrein ný útlán innlánsstofnana til heimila hafa farið vaxandi á árinu og er mánaðartakturinn nú svipaður og á miðju ári 2013 eftir að hafa dregist talsvert saman í lok þess árs. Vöxturinn í ár kemur til vegna aukinna verðtryggðra útlána, einkum íbúðalána, og var hlutdeild þeirra í hreinum nýjum útlánum til heimila meiri en óverðtryggðra lána á þriðja fjórðungi ársins. Uppsöfnuð útlánaaukning innláns- stofnana til heimila á fyrstu níu mánuðum ársins er lítillega minni en á sama tímabili í fyrra. Á móti hefur samdráttur útlána Íbúðalánasjóðs aukist á árinu sem gefur til kynna að heimili séu í auknum mæli að 3. M3 leiðrétt með þessum hætti gefur réttari mynd af eyðslugetu handhafa peninga (e. money holders) og er þar með betri mælikvarði á vítt skilgreint peningamagn. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-10 Samsetning peningamagns í umferð - M3 leiðrétt1 1. ársfj. 2010 - 3. ársfj. 2014 1. Leiðrétt fyrir innlánum slitastjórna fallinna fjármálafyrirtækja og sértækra félaga í eigu viðskiptabanka. Heimild: Seðlabanki Íslands. Heimili Eignarhaldsfélög Fyrirtæki Fjármálafyrirtæki, önnur en bankar Annað Peningamagn (M3 leiðrétt) Peningamagn (M3) -15 -10 -5 0 5 10 15 2012 2013 201420112010 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-11 Nafnvirði landsframleiðslu og vítt skilgreint peningamagn 1. ársfj. 2006 - 3. ársfj. 2014 1. Áætlun Seðlabankans fyrir 3. ársfj. 2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Nafnvirði landsframleiðslu1 M3 M3 - leiðrétt -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 ‘1420132012201120102009200820072006 Ma.kr. Ma.kr. Mynd III-12 Hrein ný útlán1 innlánsstofnana til heimila og fyrirtækja2 1. ársfj. 2013 - 3. ársfj. 2014 1. Ný útlán að frádregnum uppgreiðslum. 2. Án eignarhaldsfélaga. Heimild: Seðlabanki Íslands. Óverðtryggð Verðtryggð Í erlendum gjaldmiðlum Eignaleigusamningar Alls Heimili Fyrirtæki -5 0 5 10 15 20 -15 0 15 30 45 60 20142013 20142013

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.