Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 258
256
Ritfregnir
Skimir
hún snerti öllu öðru fremur daglegt líf og afkomu alls almennings í land-
inu. Hér eru þessu efni gerð óvenjulega góð skil á einum stað.
Geta má nærri, að eigi muni allir vera sammála höfundi um hvert at-
riði í þessu stóra riti. Eg ætla að benda á fáein atriði. Á bls. i7 ræðir höf-
undur um örnefnið Pappýli og segir m. a.: „Virðist það hafa verið sveitar-
nafn, því að getið er tveggja bæja í Pappýli, Breiðabólstaðar og Hofs, en
enginn veit nú, hvar sú sveit hefir verið, nema hvað telja má víst, að hún
hafi verið í Skaftafellsþingi." Efalaust er, að Pappýli hefir verið sveitar-
nafn, haft um það pláss að nokkru eða öllu, sem líka var nefnt Fellshverfi,
en nú Suðursveit. Þar er nú að vísu enginn bær, sem Hof heitir, en sá
bær kynni að hafa skipt um nafn, farið í eyði eða í þriðja lagi, að öræfin,
er svo heita nú, hafi einnig talizt til Pappýlis. —- Á bls. 56 ræðir höfund-
ur hinn forna Landnámueftirmála Þórðarbókar, er svo hljóðar: „Það er
margra manna mál, að það sé óskyldur fróðleikur að rita landnám, en vér
þykjumst heldur svara kunna útlendum mönnum, þá er þeir bregða oss
þvi, að vér séum komnir af þrælum eða illmennum, ef vér vitum víst vor-
ar kynferðir sannar." Til skýringar því, hvað átt sé við með orðunum
„útlendum mönnum", segir dr. Jón: „Ekki er heldur víst, við hvaða útlenda
menn er átt, en varla er átt við Norðmenn, því að Islendingar kölluðu þá
ógjarna útlendinga, og naumast heldur Svía eða Dani“, o. s. frv. Hér hygg
eg, að höfundur fari villur vegar. Eg minnist ekki neins staðar í fomritum
vorum, þar sem Norðmenn, hvað þá Sviar og Danir, eru ekki taldir með
útlendum mönnum hér á landi, ef nánari aðgreiningar er þörf. Þessi að-
greining kemur hins vegar svo skýrt fram í íslenzkum lögum, að ekki
verður um villzt: „Ef útlendir menn verða vegnir hér á landi, danskir eða
sænskir eða norrænir, þá eiga frændur hans sök, ef þeir em hér á landi,
um þau þrjú konungaveldi, er vor tunga er“ (Grágás Ia, 172). Það virðist
og deginum ljósara, að Islendingum væri meira í mun að halda uppi kyn-
ferði sínu göfugu gagnvart nágrönnum sínum, og þá einkum Norðmönn-
um, en öðmm fjarskyldari þjóðum, sem þeir höfðu tiltölulega lítið saman
við að sælda. — I kaflanum um landnámshætti nefnir höfundur aðeins
sex landnámsmenn, þá er stórtækastir vom til landa (sbr. bls. 44), og fá-
einir aðrir em nefndir í ýmsu sambandi annars staðar í bókinni. Mér
hefði fundizt fara vel á því, að getið hefði verið í sögunni nokkurra fleiri,
einkum þeirra, sem urðu miklir ættfeður í landinu eða kunnir em úr
fomsögum, og mætti þar til nefna menn eins og Hástein Atlason, Ketil-
bjöm gamla, Þórólf Mostrarskegg, Auðun skökul, Höfða-Þórð, Gnúpa-
Bárð, Loðmund hinn gamla. En auðvitað er slik upptalning alltaf álita-
mál, enda er vítt bilið milli Ara fróða, sem nefnir aðeins fjóra landnáms-
menn, sinn í hverjum fjórðungi, og Boga Melsteðs, sem nefnir þá alla
með tölu. — Á bls. 55 bendir höfundur á, að sú hugsjón, að Islendingar
þyrftu að eignast eitt allsherjarþing og ein lög, beri vitni um meiri víð-
sýni og stórhug en vart verði annars staðar á Norðurlöndum á þeim tim-