Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 9

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 9
 Þjóðmál SUmAR 2009 7 Evrópumál settu svip sinn á kosn- ingabaráttuna og tóku nýja stefnu við myndun ríkisstjórnar jóhönnu Sigurðardóttur, Samfylkingu, og Steingríms j . Sigfússonar, vinstri-grænum, sem settist að völdum sunnudaginn 10 . maí 2009 . I . Hinn 19 . maí 2009 ákvað ríkisstjórnin að senda tillögu til þingsályktunar um aðildarviðræður Íslands við Evrópu- sam bandið (ESb) til þingflokka sinna . Sama dag sagði jóhanna Sigurðar dóttir, for sæt is ráðherra, í samtali við mbl.is, að ríkisstjórn in stefndi að því að senda umsókn um ESb-aðildarviðræður til brussel í júlí 2009 . Að kvöldi 18 . maí var rætt á alþingi um stefnu hinnar nýju ríkisstjórnar . Steingrímur j . Sigfússon var meðal ræðumanna og sagði: Þessi stjórnarmyndun var vissulega ekki án fórna og málamiðlana af okkar hálfu og yfir það reynum við ekkert að breiða, t .d . þegar kemur að þeirri niðurstöðu stjórnar samstarfsins að setja Evrópumálin í hendur Alþingis, en um leið er þar tryggður þing ræðis legur og lýðræðislegur farvegur fyrir þetta afdrifaríka mál . Þau varnaðarorð ein vil ég að öðru leyti segja í þessum efnum að við Íslend ingar skulum varast það að eyða öllum okkar kröftum og öllum okkar tíma í þetta mál . Við skulum ekki trúa á það sem einhverja einfalda, sársaukalausa lausn á öllum okkar vanda . Vandi Íslendinga verður aðeins leystur á Íslandi, verkefnið er hér heima . Það er hér sem við þurfum að takast á við hlutina, við þurfum að vinna verkin sjálf, það mun enginn gera það fyrir okkur og það mun enginn gefa okkur neitt . Þannig leitaðist Steingrímur j . við að afsaka kúvendingu sína í Evrópumálum við myndun ríkisstjórnarinnar . Hann gat af sér ESb-krógann með jóhönnu í stjórnarmyndunarviðræðum þeirra, en talar síðan eins og aðrir eigi að bera ábyrgð á lífi hans og uppeldi, það eigi „bara“ að láta hann í hendur á alþingismönnum og síðan þjóðinni allri – forsjárábyrgð vinstri-grænna sé í raun engin . jóhanna Sigurðardóttir lét engan, sem hlustaði á þingumræðurnar 18 . maí efast um, að hún hefði vald yfir ESb- króganum og mundi koma honum til manns með aðstoð annarra, ef faðirinn vildi ekki kannast við hann, þegar á reyndi . jóhanna talaði um aðild að ESb sem eitt allsherjarbjargráð, þegar hugað væri að markmiðum ríkisstjórnarinnar . Hún sagði: Sæki Íslendingar um aðild að Evrópu- sambandinu og hefji formlegar aðildarviðræð- ur skapast traustari forsendur fyrir stöðugra gengi íslensku krónunnar og lækkun vaxta- stigs . Þannig mundu jákvæð áhrif koma fram strax þegar ósk um aðildarviðræður lægi fyrir og búast má við að þau jákvæðu áhrif fari vaxandi eftir því sem umsóknarferlið gengur lengra . Aðildarumsóknin ein og sér er því hluti af lausn á þeim bráðavanda sem við glímum við um leið og hún leggur grunninn að traustri framtíð og er leiðarljós stöðugleika inn í framtíðina . á því þarf atvinnulífið nú að halda og slík umsókn mun jafnframt endurvekja traust alþjóðasamfélagsins og erlendra fjárfesta á Íslandi . Spyrja má: Getur forsætisráðherra talað á þennan veg, viti hún, að fjármálaráðherra í stjórn hennar sé því ósammála? jóhanna veit, að Steingrímur j . mun „að sjálfsögðu“, svo að vitnað sé til hans eigin orða, styðja tillögu utanríkisráðherra um aðildar við- ræður . Að öðrum kosti væri ríkisstjórnin ófær um að veita þjóðinni forystu . Vinstri-grænir leika einfaldlega tveimur skjöldum í ESb-aðildarmálinu . birtist það í þessum sömu umræðum um stefnu ríkisstjórnarinnar . Guðfríður lilja Grétarsdóttir, formaður þingflokks vinstri- grænna, sagði ESb-aðild ekki „bjarga“ Íslandi og talaði til jóhönnu í ræðu sinni:

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.