Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 12

Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 12
10 Þjóðmál SUmAR 2009 Hvað sem öðru líður er almennt talið meira en sjálfsagt í lýðræðisríki, að stjórnmálaflokkur hverfi úr ríkisstjórn eftir samfellda 18 ára setu þar og stjórnarforystu lengst af tímans . Þá er ekki heldur óeðlilegt, að á svo löngum tíma safnist upp vonleysi og reiði andstæðinga flokksins, sem breytist í heift og ofsa, þegar þeir finna nýjan höggstað á flokknum á áróðursstríði gegn honum . Þetta gerðist á innlendum stjórnmálavettvangi eftir bankahrunið og öll spjót beindust gegn Sjálfstæðisflokknum og Davíð Oddssyni, fyrrverandi flokksformanni og þáverandi seðlabankastjóra . Þegar Sjálfstæðisflokkurinn þótti liggja svona vel við höggi, þoldi Samfylkingin ekki að vera í stjórn með honum og innan hennar unnu menn að því á bakvið tjöldin í veikindum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, flokksformanns, að mynda ríkisstjórn gegn Sjálfstæðisflokknum á sama tíma og látið var á ríkisstjórnarfundum eins og eðlilegt væri að leggja á ráðin um framtíðina . Síðast að morgni föstudags 23 . janúar, en einmitt þann sama dag sneri Ingibjörg Sólrún veik heim frá Stokkhólmi og hóf fundarhöld með samstarfsmönnum sínum . Ríkisstjórnin sprakk 26 . janúar, eftir að Ingibjörg Sólrún hafði krafist afsagnar Geirs H . Haarde, forsætisráðherra, á heimili hans 25 . janúar . Hinn 23 . janúar hafði Geir H . Haarde lýst yfir afsögn sinni sem formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans, sem ákveðið var þann sama dag, að haldinn skyldi 26 . til 29 . mars 2009 í stað lok janúar, eins og áður hafði verið ákveðið . jafnframt vildi Geir, að boðað yrði til þingkosninga 9 . maí 2009 . Þessi saga öll er rakin hér á þessum stað í síðasta hefti Þjóðmála og skal hún ekki endurtekin . tveir þingmenn buðu sig fram til for- mennsku á landsfundi sjálfstæðismanna, bjarni benediktsson og Kristján Þór júlíusson . 1705 greiddu atkvæði í formannskjöri og hlaut bjarni 990 atkv . eða 58,1% og Kristján Þór 688 atkv . eða 40,4%, aðrir fengu innan við 10 atkvæði . Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hlaut 80,6% atkvæða í varaformannskjöri . á fjórum vikum með páskahléi fram að kjördegi 25 . apríl var það verkefni nýrrar forystu sjálfstæðismanna að blása til sóknar og hún þurfti að verða öflug til að ná flokknum upp úr öldudal, en þar var hann staddur samkvæmt skoðanakönnunum . Alþingi sat að störfum til 17 . apríl og hafði aldrei dregist jafn lengi að fresta fundum þess með kjördag í augsýn . ástæðan fyrir þessum töfum á þingslitum var sá ásetn ingur stjórnarflokkanna með stuðn ingi fram sókn- armanna að knýja fram breytingu á stjórn- arskránni í andstöðu við sjálfstæðis menn . Við þingmenn flokksins spyrntum hins vegar fast við fæti, einkum gegn því ákvæði, að ætla stjórnlagaþingi að taka við stjórn ar- skrár gjaf ar valdinu af alþingi . (Í sáttmála rík- is stjórnarinnar að kosningum loknum var fallið frá því að veita stjórn lagaþingi þetta vald og skal það verða ráð gefandi, eins og við sjálfstæðismenn töldum eðlilegt .) Málefnalega gátu sjálfstæðismenn vel við unað í þinglok . Þeir höfðu fullan sigur í stjórn ar skrármálinu . Hitt olli þeim hins veg ar miklum erfiðleikum í kosningabarátt- unni, að skömmu fyrir páska skýrði Stöð 2 frá því, að í árslok 2006, rétt áður en ný lög um fjármál stjórnmálaflokka tóku gildi, hefði Sjálf stæðisflokkurinn fengið tvo risastyrki, 30 og 25 m . kr ., frá Fl Group annars vegar og lands banka Íslands hins vegar . jafnframt var skýrt frá því, að Guðlaugur Þór Þórðarson, al þing ismaður, hefði haft milli göngu vegna þessara styrkveitinga . Andri Óttarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálf stæðis flokksins, sagði af sér 10 . apríl, föstu daginn langa . Gréta Ing- þórsdóttir var ráðin tímabundið í hans stað . Risastyrkjamálið fellur utan ramma þessarar greinar og einnig stórir styrkir Fl Group og annarra til einstakra frambjóðenda í prófkjörum . umræðan um hvort tveggja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.