Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 16

Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 16
14 Þjóðmál SUmAR 2009 til þess bær . Sama myndi þá gilda um Spron og Sparisjóðabankann . Þannig að það er ekki bara að þessi bráðabirgðaminnihlutastjórn hafi reynst ótrúlega verklaus, ef frá eru taldir langir blaðamannafundir um ekki neitt, heldur hefur henni einnig tekist að skapa mikla réttaróvissu í þeim málum sem okkur eru þýðingarmest um þessar mundir . Það er hárrétt mat hjá Geir H . Haarde að Samfylkingin fór á taugum við fyrstu kippi hinna efnahagslegu jarðhræringa á Íslandi . Össur Skarphéðinsson virtist telja að öllu yrði borgið á Íslandi með því að birtar yrðu nægilega margar litmyndir af honum og Ólafi Ragnari með hinum mikla sheik frá Kvatar . En svo þegar á daginn kom að sheikinn þeirra Ólafs reyndist Milk-Sheik með óbragði þá fór allur vindur úr köppunum og næstu dagar fóru í að fækka með hraði litmyndum á heimasíðum hér og hvar – og minnti helst á óðagotið í prentsmiðjunni forðum þegar rifnar voru út myndir og formálar og frásagnir í lofgerðarrullu um útrásarforsetann sem hinir nýföllnu bankar höfðu kostað útgáfuna á . Síðan hefur margt gerst . Við vitum ekki enn til fulls hverjir skipulögðu, fjár- mögnuðu og stýrðu samkundum sem haldnar voru í nafni fólks sem kallaði sig Raddir fólksins . En við vitum að margur sótti þær samkundur á eigin forsendum, ósáttur við hvernig komið var og hvernig haldið hafði verið á málum . Fólk var illa sært bæði tilfinn- inga lega og fjárhagslega . Atvinnu missir blasti við mörgum og framtíðarvonir sem menn höfðu gert sér í góðri trú voru nú rjúkandi rúst . tilfinningahiti þessa fólks var ekki bara skiljanlegur heldur eðlilegur og sjálfsagður . En hitt blasti einnig við að þessari miklu reiði, þessari eðlilegu reiði, örvinglan og særindum var mjög kunnáttu samlega beint í ákveðnar áttir – og það var ekki að þeim sem voru hinir sönnu spell virkjar íslensks efnahagslífs . um það orti skáldið: Mannfjöldinn stöðugt á vellinum vex og vex eins og arfi á haugi . teygist hann kannski upp að túngötu 6 og tekur þar hús á baugi? En þangað var mannfjöldanum aldrei beint . Og hvernig skyldi standa á því? Það er mjög áhugaverð spurning . En nú má spyrja líka: Af hverju eru raddir fólksins þagnaðar? Atvinnuleysi fer hratt vaxandi . Hafi fyrri ríkisstjórn verið van hæf eins og kórstjórinn sá um að hrópað væri, hvað er þá hægt að segja um þá stjórn sem nú situr? Hvað er hægt að segja um stjórn sem hefur aukið á vandann en ekki leyst hann? Ekki spilað út neinum úrræðum sem munar um fyrir fólkið í landinu . Hún er auðvitað vanhæf eins og nokkur stjórn getur verið . Og hún er líka vond . Vaxta lækk- anir voru tafðar um mánuði þótt vilji Seðla- bankans stæði til að hefja hraðan vaxta lækk- unarferil strax í janúar . nýleg verð bólgu- mæling er nákvæmlega í samræmi við mat fyrri bankastjórnar sem hún sá fyrir þegar hún vildi lækka vexti hratt en var stöðvuð af Al þjóðagjaldeyrissjóðnun að kröfu formanns Sam fylkingarinnar . Almenningur og fyrir- tæki eru margfalt verr stödd nú fyrir vikið og er að blæða út . Skuldabyrðarnar aukast dag frá degi og gengið sem verið hafði að styrkjast á meðan bankinn hafði fengið að vera óáreittur hefur fallið hratt að undanförnu . Strax í haust fékk seðlabankastjórnin til liðs við sig sérfræðinga frá einum stærsta banka banda ríkjanna undir forystu ágæts vinar míns, fyrrverandi aðstoðarfjármálaráðherra Clint ons banda ríkjaforseta, til að skipu- leggja skyndi upp boðsmarkað á gjaldeyri fyrir þá sem áttu innlend skuldabréf hér . banda ríkja menn irnir höfðu mikla reynslu af þess háttar aðgerð um bæði frá tyrklandi og Kóreu . En Al þjóða gjald eyrissjóðurinn vildi bíða með þessar aðgerðir til vors en þá hefðu þær að mestu misst marks . Þessi áætlun, sem fór hljótt, hefði sparað Íslandi gríðar legar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.