Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 21

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 21
 Þjóðmál SUmAR 2009 19 Egill jóhannsson Elítan missir sjálfstraustið Það voru stoltir, kannski líka þrjóskir, menn (menn = konur og karlar) sem sigldu fyrir rúmlega ellefu hundruð árum frá nor- egs ströndum og stefndu út á ballarhaf í leit að betra lífi . Hamingju . Þeir sögðu skilið við ríki noregskonungs, jafnvel þó það væri stærra og öflugra, því þeir töldu sig hafa það mikið til brunns að bera að þeir gætu lifað hamingjuríku lífi – sjálfstæðir . Þetta voru menn fullir sjálfstrausts . Frum- kvöðlar . nú horfum við upp á það, rúmum þúsund árum síðar, að elítan, sem illu heilli hefur náð valdi á fjölmiðlum landsins, hefur misst sjálfstraustið og vill í faðm búrókratsins í brussel . Skilyrðislaust . Örvæntingin er orðin svo algjör að elítan hefur lagst í götuna með annan lófan útréttan, biðjandi, hinn krepptan um prik með hvítum fána . uppgjöf . Í örvæntingu sinni vænir hún þá sem ekki vilja gefast upp – þá sem enn hafa sjálfstraust – um að fá borgað fyrir að gefast ekki upp . Magnað . Mannkynssagan kennir nefnilega að þeir sem gáfust upp fengu frekar borgað . Eða væntu greiðslu . Í fótbolta þekkjast dæmi um að mönnum sé mútað – til að gefast upp . Íslendingar eru stoltir, örugglega helvíti þrjósk ir, en miklir frumkvöðlar og vinnu- sam ir . Við sitjum á kletti, skeri kannski, sem er fullt af mat, orku og vatni . undirstöðu velferð ar . Með þessum undirstöðum höfum við byggt upp mannauð, þekkingu og innviði sem við erum öfunduð af . jafnvel hinn vondi Alþjóðagjaldeyris sjóður segir í sínum skýrslum að þrátt fyrir slæmt tímabundið ástand séu lang tímahorfur fyrir okkur Íslendinga betri en annarra . án þess að leggjast flatir fyrir ESb . Auðvitað eru margir ringlaðir á um ræð- unni . Elítan hefur hrætt fólk með því að við höfum bara eina leið . búrókratið í brussel . Og síðan evru . Það er rangt . Það eru alltaf margar leiðir . bara finna þær . lettland er dæmi um land sem gekk í ESb 2004 og sótti þá strax um evru og festi mynt sína við evruna . núna 5 árum seinna hafa lettar ekkert þokast í átt að evru og eru í verra standi efnahagslega en Íslendingar . Heimsfrægir hagfræðingar, Paul Krug- mann og nouriel Roubini, segja að lettar eigi að skilja við evru og taka upp sinn gamla gjaldmiðil – fara íslensku leiðina – til að berjast við kreppuna . Auðvitað . Við fengum dýra lexíu af hruninu en lærð- um m .a . að láta ekki stjórnvöld, stofnanir þeirra og fjölmiðla halda hlutum leyndum fyrir okkur – lýðnum . Það var grundvallar- ástæð an fyrir því hvernig fór og gerði ákveðn- um aðilum kleift að spila á gráa svæðinu . lögum það sem aflaga fór . Opnum sam fé- lag ið og gerum það gagnsærra . byggjum síðan mann auð ofan á það góða – fiskinn, orkuna og vatnið – og trúum á okkur sjálf . Höfum sjálfs- traust . Þá verða okkur allir vegir færir í alþjóð- legu samfélagi þjóðanna – allra 200 þjóða heimsins – ekki bara 27 þjóða ESb . Birtist fyrst í Vangaveltum Egils á egill.blog.is

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.