Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 23

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 23
 Þjóðmál SUmAR 2009 21 á sjötugsafmæli hans í febrúarmánuði sl ., sem með einhverjum hætti tengdist efna- hagshruninu, þeim ógöngum, sem kapí tal- isminn hefði ratað í og þeirri lykil spurn ingu, hvort jafnaðarmenn hefðu einhverjar nýjar hugmyndir fram að færa við þessar aðstæður taldi hann sjálfur, að heiti málþingsins ætti að vera: norræna velferðarkerfið og óvinir þess . Það er svo annað mál, hvort norræna vel ferðarkerfið eigi sér einhverja óvini hér á Íslandi, svo máli skipti . Er það? Erum við ekki öll sammála um grundvallar atriði þess? nú er spurningin, hvort ný ríkisstjórn Samfylkingar og VG hafi eitthvað nýtt fram að færa og hvort þessir tveir flokkar hafi upp á að bjóða einhverjar lausnir í þjóð félagsmálum, sem eru frábrugðnar þeim, sem ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og samstarfsflokka hans hafa boðað á síðustu tveimur áratugum . Vandi þeirra nú er sá, að þeir hafa ekki mótað sér nýjan póli tísk- an grundvöll til að standa á frammi fyrir hruni kapítalismans nema að mjög tak- mörkuðu leyti . Afstaða þeirra beggja til jafn réttismála er að vísu skýr og afstaða VG í náttúruverndarmálum er ljós en það þarf meira til að koma . Hér verða færð rök að því, að djúpstæður ágreiningur ríki á milli stjórnarflokkanna og í sumum tilvikum innan þeirra hvors um sig: • Um aðild að ESB og hvort sækja eigi um aðild að ESb • Um stóriðju • Að ágreiningur muni koma upp um fyrningarleiðina í sjávarútvegi Og að stjórnarflokkarnir hafi ekki komið sér saman um: • Hvernig þeir ætli að mæta sívaxandi kröfum um frekari aðgerðir vegna vanda heimilanna • Að þeir viti ekki hvernig þeir eigi að bregðast við mesta atvinnuleysi í 40 ár Þess vegna veit hin nýja vinstri stjórn ekki hvað hún vill . Fyrri vinstri stjórnir tvö mál einkenndu fyrstu tvær vinstri stjórnir lýðveldistímans, annars veg- ar útfærsla fiskveiðilögsögunnar, fyrst í 12 mílur og svo í 50 mílur og hins vegar brott- för bandaríska varnarliðsins . Í báðum til- vik um var eitt helzta pólitíska markmiðið að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum . Þegar Hermann jónasson myndaði vinstri stjórn sína sumarið 1956, þá fyrstu í tvo áratugi, hafði bandaríska varnarliðið verið hér í 5 ár . uppreisnin í ungverjalandi og sovéskir skriðdrekar í búdapest gerðu út um hugmyndir þeirrar ríkisstjórnar um brottrekstur þess . Stjórnin sprakk nánast í ræðu Hermanns á þingi ASÍ í byrjun desember 1958 vegna ágreinings um efna- hags mál . Eitt helzta einkenni hennar var sundurlyndi á milli flokkanna, sem að henni stóðu . Það átti bæði við um efnahagsmál og útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 12 sjómíl ur . Raunar var ríkisstjórnin fallin vegna deilna um útfærsluna vorið 1958 en bjargaðist á tólftu stundu . Vinstri stjórn Ólafs jóhannessonar, sem tók við völdum sumarið 1971 ætlaði líka að reka varnarliðið á brott en helzta mál hennar var útfærsla fiskveiðilögsögu í 50 sjómílur . Að henni stóðu auk Framsóknarflokks og Alþýðubandalags, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem urðu til við klofning Alþýðu bandalagsins þegar því var breytt úr kosningabandalagi í formlegan stjórn- málaflokk . Sundurlyndi einkenndi þá stjórn ekki síður en hina fyrri og það á marga vegu . Innan Framsóknarflokksins var ekki ein- ing um brottrekstur varnarliðsins . á köfl- um virtist Ólafur jóhannesson tilbúinn til að gera hvað sem var til að halda stjórninni sam an og reyndar til þess að koma henni á .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.