Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 26

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 26
24 Þjóðmál SUmAR 2009 is 21 . aldarinnar er, að fólkið í landinu hafi nú að gang að sömu upplýsingum og búi yfir sömu vitneskju og kjörnir fulltrúar í hinum veiga mestu málum . Þetta er auðvitað rétt . Svona var þetta ekki áður fyrr . En þetta þýðir líka, að íslenzkir kjósendur eru a .m .k . jafn vel til þess fallnir og fulltrúar þeirra á Alþingi að taka ákvörðun um aðildarumsókn . jóhanna segir við kjósendur: það er ekki hægt að leggja málið fyrir ykkur af því að þið verðið fyrst að fá að vita hvað er í boði . Af hverju er jóhanna Sigurðardóttir betur til þess fallin að taka ákvörðun um aðildarumsókn en bóndinn í borgarfirði, kennarinn í breiðholti eða sjómaðurinn í Vestmannaeyjum? Auðvitað er hún ekkert betur til þess fallin og það sama á við um hina 62 þingmennina á Alþingi Íslendinga . Kjarni málsins er auðvitað sá, að elítan í Samfylkingunni, sem lítur á sig sem hina menntuðu yfirstétt á Íslandi þorir ekki að leggja það í hendur landsmanna sjálfra að taka þessa ákvörðun . nú stendur ríkisstjórnin hins vegar frammi fyrir þeim veruleika, að stjórnar flokk arnir tveir hafa ekki meirihluta á Alþingi fyrir aðildarumsókn vegna afstöðu nokkurra þingmanna VG . Þeir geta hins vegar augljóslega byggt á stuðningi þing manna borgarahreyfingarinnar en reynist það rétt, að sjö þingmenn VG greiði atkvæði gegn tillögunni dugar það ekki til . Og þá stendur eftir sú spurning, hvort einhverjir þing- menn Framsóknarflokks eða Sjálfs tæðis- flokks komi þeim til hjálpar . líkurnar á því, að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokks ins komi til liðs við stjórnarflokkana eru ekki miklar . Þeir hinir sömu mundu fá slæma útreið í næsta prókjöri á vegum flokksins . líkurnar á því, að einhverjir þingmenn Framsóknarflokksins telji sig knúna til að bjarga ríkisstjórninni eru heldur ekki mikl- ar . Hin nýja forysta Framsóknarflokksins fór vel af stað í umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra og tónninn í ræðum þeirra benti ekki til, að hugur þeirra stæði til að bjarga þessari ríkisstjórn . Það kom mér á óvart, að í stefnuræðu sinni á Alþingi sagði jóhanna Sigurðardóttir ósatt um ESb og fiskimiðin . Hún sagði að reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggði okkur yfirráðin yfir fiskimiðunum . Þetta er rangt eins og fram kemur í nýrri grænni skýrslu ESb . Ég á bágt með að trúa því að forsæt is- ráðherra hafi sagt vísvitandi ósatt á Alþingi . En getur verið að hún sé ekki betur upplýst? Íslenzka þjóðin er þverklofin í afstöðunni til ESb-aðildar . Alþingi er þverklofið . Stjórnarflokkarnir eru þverklofnir . Við slíkar aðstæður er eina vitið að láta fólkið sjálft taka ákvörðun um aðildarumsókn . Vinstri grænir geta enn tryggt, að svo verði . Skörp áminn ing Guðfríðar lilju Grétarsdóttur til forsætisráðherra í umræðunum um stefnu- ræðuna sýnir hvað inni fyrir býr hjá VG . En getur verið að Vinstri grænir vilji ekki að lýðræðið ráði? Stjórnarflokkarnir og stóriðjan Fyrir tæplega hálfri öld gerðu ráðamenn íslenzku þjóðarinnar sér grein fyrir, að þjóðin gat ekki byggt afkomu sína á fiskinum einum . Innblásnir af þeirri framtíðarsýn Einars benediktssonar snemma á 20 . öldinni að virkja orku fallvatnanna var gengið til þess verks að byggja fyrsta stóra raforkuverið á Íslandi og semja um stóriðju í tengslum við það . Ég get borið vitni um það vegna samtala á þeim tíma við tvo menn á bezta aldri, sem mikið komu við sögu, þá dr . jóhannes nordal og Eyjólf Konráð jónsson, að það var hugsjónin um betra Ísland og bætt lífskjör þjóðinni til handa, sem knúði þá áfram . Andstaðan við búrfellsvirkjun og álverið í Straumsvík byggðist ekki á náttúru- vernda rsjónarmiðum . Hún byggðist á því, að andstæðingarnir óttuðust áhrif útlend inganna og hins erlenda fjármagns

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.