Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 30

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 30
28 Þjóðmál SUmAR 2009 í júní . Í Morgunblaðinu 23 . maí sl . er þessi afstaða sjóðsins skýrð m .a . með því, að ríkisstjórnin hafi ekki lagt fram áætlun um niðurskurð ríkisútgjalda . Getur það verið að hin vinnusama ríkisstjórn jóhönnu Sig- urðardóttur (hún hefur sjálf lofað mikilli vinnusemi) vinni svo hægt, að sá hæga gangur sé farinn að halda uppi háum vöxtum í landinu? Morgunblaðið segir líka, að það skipti máli um afstöðu sjóðsins, að það gangi illa að reisa við bankakerfið . Getur verið að hægagangur ríkisstjórnar jóhönnu og Steingríms j . við það verkefni haldi uppi vöxtum? Er skýringin á því að vextir lækka ekki verulega sem sagt sú, að ríkiss tjórn in komi litlu í verk? Það er alvarlegt mál ef svo er . Svo er auðvitað annað mál, hvort við eigum að koma okkur í þá stöðu, að Al þjóða gjaldeyrissjóðurinn geti sagt okkur fyrir verkum . Eigum við kannski að segja upp samningum okkar við sjóðinn og láta á það reyna, hvort við getum staðið á eigin fótum? Það færist ekkert líf í atvinnustarfsem- ina fyrr en vextir lækka mjög verulega og reyndar er vísbending um, að slík róttæk lækkun vaxta mundi jafnframt leysa önnur aðkallandi vandamál í efnahagslífi okkar . jafnvel þótt við værum ekki skuldbundin til að uppfylla skilyrði Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins þar um kæmist ríkisstjórnin ekki hjá því að skila árangri í bættri afkomu ríkissjóðs . átökin um hvaða leiðir skuli fara munu reyna á þolrifin í stjórnarsamstarfinu . Það er mikið álitamál hvort hægt er að ganga lengra í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu . Gjaldtaka af hverjum sjúklingi er þar um talsverð . Verðlagningarkerfi lyfja er óskilj an legt . Það er auðvitað spurning, hvort hægt er að koma á víðtækari tekjutengingu, þannig að tekjur ráði því í ríkara mæli en nú er, hvað greitt er fyrir læknisþjónustu og lyf . Slík víðtæk tekjutenging var prófuð á nýja Sjálandi á síðasta áratug og kannski ástæða til að kanna hver reynslan varð af því . Fólk hefur orðið fyrir svo mikilli kjaraskerðingu á undanförnum mánuðum, að það er erfitt að sjá, hvernig hægt er að skerða bætur almannatrygginga frá því, sem nú er . Við getum ekki lokað aug un um fyrir þeim fréttum, sem berast frá félags- þjónustum sveitarfélaganna að fleiri og fleiri eigi ekki fyrir mat og að mismunur í lífs kjörum barna sé orðinn óþolandi . Þær fréttir, sem berast af stöðu skóla kerfis okkar samanborið við aðrar þjóðir benda til, að þar megi ýmislegt betur fara . Þessir þrír þættir, heilbrigðiskerfið, trygginga kerfið og skólakerfið vega þyngst á fjárlög um . Það næst ekki fram tugmilljarða sparnaður á fjárlögum án þess að snerta við þessum útgjaldaliðum og það á eftir að valda miklum deilum innan þingflokka stjórnar flokkanna, hvernig að því verður staðið . En hvernig stendur á því, að eftir margra mánaða setu í stjórnarráðinu hefur enn ekkert komið fram um það, hvernig ríkisstjórn in ætlar að standa að þessum niðurskurði? Hins vegar mun það hjálpa ríkisstjórn inni að það er enginn grundvallarágreining ur í samfélaginu eða milli stjórnmálaflokka um að standa beri vörð um þessa þætti okkar samfélagsmála . Einn þekktasti hagfræðingur 20 . aldar-innar, john Maynard Keynes, hélt því að vísu fram, að á tímum mikils atvinnu- leysis ættu ríkisstjórnir að skapa eftirspurn eftir vinnuafli með hallarekstri á ríkissjóði . En til þess að gera það þurfa viðkomandi ríki að hafa efni á því . Íslenzka ríkið hefur tæpast efni á þeirri pólitík nú um stundir . Sá niðurskurður ríkisútgjalda, sem fyrir dyrum stendur mun hins vegar auka atvinnuleysið og þess vegna er þeim mun mikilvægara að knýja fram stórlækkun vaxta . Ríkisstjórnin hefur markað athyglisverða stefnu um launajöfnun, sem áreiðanlega finnur vissan hljómgrunn meðal fólks vegna þess að launaþróunin var komin út um víðan völl áður en bankarnir hrundu .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.