Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 31

Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 31
 Þjóðmál SUmAR 2009 29 Sú stefna er í rauninni einföld . Enginn í ríkisgeiranum á að hafa hærri laun en for- sætisráðherra . Þetta getur litið vel út á pappírnum en verður flóknara, þegar að framkvæmdinni kemur eins og kom í ljós, þegar fjármálaráðherra var spurður, hvort hið sama ætti ekki við um forseta Íslands og ráðherrann byrjaði að hiksta . nú er það að vísu svo í mörgum nálæg- um löndum, að laun kjörinna fulltrúa eru tiltölulega lág miðað við önnur laun . Það á við víðast á Vesturlöndum . launakjörin, sem tíðkuðust í bönkunum hér höfðu mikil áhrif út í einkafyrirtækin, sem sum hver töldu sér ekki annað fært en að fylgja bönk- unum að einhverju leyti til að halda fólki . Þessi sömu einkafyrirtæki munu áreiðan- lega nota stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til þess að lækka launakostnað sinn í skjóli þess, að viðkomandi starfsmenn eigi ekki annarra kosta völ . Þetta mun þegar fram í sækir valda mikilli óánægju hjá þeirri kynslóð, sem nú er á bezta aldri og hefur aflað sér mikillar menntunar í dýrum háskólum í öðrum löndum í þeirri trú, að slíkt mundi auka tekjuöflunarmöguleika hennar, þegar heim væri komið . Þegar fram í sækir á þessi stefnumörkun eftir að valda ríkisstjórninni vaxandi vandræðum . Hins vegar eru þessar hug myndir um launajöfnun ekki sérís lenzkt fyrirbæri . Í flestum ríkjum Vestur landa standa slíkar umræður nú yfir vegna þess, að almenningi hefur alls staðar ofboðið að sjá í hvers konar himinhæðir launa kjör í fjármálaheiminum og einkageir- an um voru komin . Eftir því, sem fleiri fyrirtæki komast í ríkiseigu mun þrýstingurinn á ríkisstjórn ina að koma þeim í einkaeigu á ný aukast . Þetta á bæði við um bankana og önnur fyrirtæki . Þá skiptir máli að læra af reynslunni . Að þessu sinni verður Alþingi að setja viðunandi lagaramma utan um viðskiptalífið þannig að leikur undanfar inna ára verði ekki endurtekin . Reynslan hefur sýnt svo ekki verður um deilt, að markaðurinn stjórnar sér ekki sjálfur og það dugar ekkert, að fyrirtækin setji sér sjálf leikreglur . Frá núverandi stjórnar flokkum hefur ekki heyrzt eitt orð um þetta stóra mál, þótt lauslega sé að því vikið í stjórnarsáttmálanum . Samfylkingin hef ur sýnt því ótrúlegt fálæti á undanförnum ár um, að þörf væri á slíkum lagaramma . En um ræður um slíkt regluverk eru fyrir löngu komn ar af stað úti í heimi . Og athyglis vert að sjá, að nigel lawson, fyrrver andi fjár- mála ráðherra Íhaldsflokksins í bret landi leggur nú til að starfsemi viðskipta banka og fjár festingarbanka verði aðskilin á ný eins og gert var eftir kreppuna miklu á fjórða ára tugnum . Það er óskiljanlegt, að hvorki stjórn málaflokkar né fjölmiðlar hér á Ís landi hafi tekið þessi grundvallaratriði í endur reisn sam félagsins til umræðu . Þær vinstri stjórnir lýðveldistímans, sem máli skipta féllu um og upp úr miðju kjörtímabili vegna innbyrðis sundur lyndis . Í sáttmála hinnar nýju vinstri stjórnar er frækornum sundurlyndis sáð hér og þar . ESb-málið á eftir að valda stjórn ar flokkun- um stórfelldum vanda . Skoðana munur um stórvirkjanir og stóriðju sömuleiðis . Vinstri grænir eiga eftir að hugsa sig um varðandi fyrning ar leiðina af ótta við afstöðu fólks í sjávar þorpunum . Útgerðarmenn átta sig á þessu . Í viðtali við Morgunblaðið 24 . maí sl . segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmda stjóri Guðmundar Runólfssonar hf . í Grund arfirði: Ríkisstjórnin er klofin í þessu máli . Vinstri grænir skilja landsbyggðina og þegar allt kemur til alls er þetta slagur landsbyggðarinnar og höf uð borg ar svæð isins . Ég bind vonir við að Vinstri grænir sjái að sér og stöðvi þessi áform . niðurskurður ríkisútgjalda á eftir að valda deilum innan þingflokkanna og á milli þeirra . Atvinnuleysið og staðan á vinnu mark aðnum verður stjórnarflokkunum erfið . líkurnar á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.