Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 32

Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 32
30 Þjóðmál SUmAR 2009 . því, að sundurlyndi ein kenni þessa vinstri stjórn ekki síður en hinar fyrri eru miklar . Það er svo annað mál, að sá veruleiki mun ekki nýtast Sjálfstæðisflokknum í sama mæli og áður . Kjósendur eru ekki búnir að gleyma skrípaleiknum í borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokksins, þótt Hanna birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, hafi unnið ótrúlegt pólitískt afrek með því að koma á friði í borgarstjórninni . Valdataka vinstri flokkanna gefur þeim tækifæri til að finna sjálfa sig og móta nýja þjóðfélagsstefnu eftir hrun þeirrar gömlu hugmyndafræði, sem þeir byggðu á mestan hluta 20 . aldarinnar . næstu 18 mánuðir leiða í ljós, hvort þeim tekst það . En hrun bankanna og afleiðingar þess leggja ekki síður þá kvöð á Sjálfstæðisflokk- inn að hann endurskoði og endurnýi stefnu sína í ljósi fenginnar reynslu . Því fer víðs fjarri, að því verki hafi verið lokið á landsfundinum í vetur . Hin norræna velferðarstjórn Sam fylk ingar og Vinstri grænna hefur tekið fyrstu skrefin við stjórnun ríkis fjármála . neysluskattar skulu hækkaðir . Þannig er gripið til sömu gömlu úrræðanna . Vinstri menn vilja alltaf taka stærri sneið af kökunni og neita að skilja að skynsamlegra sé að reyna að stækka kökuna . Hér skal ekki gert lítið úr þeim vanda sem blasir við í ríkisfjármálum . En merkilegt er að fyrsta skrefið sem stigið er skuli vera að auka álögur á almenning og fyrirtæki í landinu . á sama tíma eru bankarnir óstarfhæfir og atvinnulífið fær ekkert súrefni . Stöðugar tafir á endurfjármögnun bankakerfisins eru helsti dragbítur á endurreisn efnahagslífsins . Þeir 2,7 milljarðar sem ríkisstjórnin ætlar að næla sér í úr vasa almennings, hafa glatast margfalt á síðustu vikum vegna stjórn-, stefnu- og sinnuleysis ríkisstjórnar, sem hefur geð í sér að kenna sig við norræna velferð . Hækkun neysluskatta, sem keyrð var í gegnum Alþingi með sérstakri flýtimeðferð, mun leiða til þess að skuldir heimilanna hækka um átta milljarða vegna hækkunar á neysluverðsvísitölu . En jóhanna Sigurðardóttir er ekki í vandræðum með að finna leiðir út úr þeim vanda . Í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins segir hún að vísasti vegurinn gegn verðtryggingu sé að ganga í Evrópusambandið . Enn og aftur er lausnarorð forsætisráðherra aðild að Evrópusambandinu og líklega sér hún þá tækifæri á að verðtrygging falli úr gildi af fjárskuldbindingum heimilanna, og að þar með verði auðveldara fyrir ríkisstjórnina að afla tekna með auknum álögum á almenning . Í komandi viku mun peningastefnunefnd Seðlabankans koma saman til að taka ákvörðun um stýrivexti . Vonir um að vextir yrðu lækkaðir hressilega hafa dvínað á undanförnum dögum . Verðlag hefur hækkað meira en reiknað var með, skattahækkanir ýta enn frekar undir og engin heildstæð aðgerðaráætlun í ríkisfjármálum hefur litið dagsins ljós . Endurreisn bankakerfisins er í uppnámi og upplýsingum um raunverulega stöðu bankanna er haldið leyndum . Allt eru þetta atriði sem peningastefnunefnd hefur sagt að séu forsendur fyrir því að hægt sé að lækka vexti . Og umsvifamikil lækkun stýrivaxta, samhliða afnámi gjaldeyrishafta, er forsenda þess að fyrirtæki nái að lifa og hefjast handa við að byggja upp til framtíðar . Hið rétta andlit vinstri stjórnar hefur komið í ljós með dug- og stefnuleysi . Ráðþrota horfir forsætisráðherra, með fjármálaráðherra sér við hlið, á ástandið og lýsir því yfir að ástandið sé erfitt . En erfitt ástand kallar á nýjar lausnir – á nýjar hugmyndir en ekki gamlar kreddur um að allt skuli skattlagt á meðan það hreyfist . Íslendingar hafa ekki efni á því að búa við slíka ríkisstjórn . Við eigum alla möguleika á að vinna okkur út úr erfiðleikunum á skömmum tíma . Verkefnin sem þarf að vinna blasa við, en jóhanna Sigurðardóttir kemur ekki auga á þau . Öll hennar athygli er á brussel . Leiðari Óla Björns Kárasonar á vefsíðunni amx .is 29. maí 2009 _________________ Hún sýndi sitt rétta andlit!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.