Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 33

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 33
 Þjóðmál SUmAR 2009 31 Íaðdraganda alþingiskosninga vorið 2009 blossaði umræða um sjávarútveg og fisk - veiðistjórnun upp enn á ný . Ýmsar sög ur voru sagðar um atvinnugreinina í spjall - þátt um og víðar talað um að vegna bágrar stöðu sjávarútvegsfyrirtækja væri nú lag að innkalla allar aflaheimildir til ríkisins í gegnum skuldaskil til bankanna sem þá voru komnir á forræði ríkisins . tjón þjóð- ar innar af falli bankanna, og því að hafa yfirtekið rekstur þeirra, verður mikið . Þegar þetta er skrifað eru margar tölur nefndar um mögulegt tjón ríkisins og þar með þjóðarinnar en þar er fátt sem hægt er að festa hönd á með öryggi . Það á eftir að koma í ljós hver sá reikningur verður á endan um og er þá ótalið hið óbeina tjón sem af falli bankakerfisins hlaust . Í kjölfar þingkosninganna var mynduð ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og vinstri- grænna . Í stjórnarsáttmála hennar segir m .a .: Endurskoðun laga um fiskveiðar lög um stjórn fiskveiða verði endur skoð- uð í heild með það að markmiði að: a) stuðla að vernd fiskistofna; b) stuðla að hagkvæmri nýtingu auð- linda sjávar; c) treysta atvinnu; d) efla byggð í landinu; e) skapa sátt meðal þjóðarinnar um eign- ar hald og nýtingu auðlinda sjávar; f ) leggja grunn að innköllun og endur- ráðstöfun aflaheimilda á 20 ára tíma- bili í samræmi við stefnu beggja flokka . Mörg eru markmiðin í upptalningunni en stöldrum einkum við hið síðastnefnda, „að leggja grunn að innköllun og endurráð - stöf un aflaheimilda á 20 ára tímabili í sam - ræmi við stefnu beggja flokka“ . Í þessum orðum er vísað í svokallaða fyrningarleið sem báðir stjórn ar flokk arn ir höfðu á stefnu skrám sínum fyrir kosningar en með mis munandi útfærslum . Kost urinn við út færslu Sam fylkingarinnar er að hún er einföld, skýr og auðreiknuð . Í samþykkt flokk sins frá síðasta landsþingi undir yfir- skrift inni ,,Sáttargjörð um fiskveiðar“ segir ein fald lega: Auðlindasjóður bjóði afla heim­ Sigurgeir brynjar Kristgeirsson Fyrning aflaheimilda – drápsklyfjar sjávarútvegsins

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.