Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 38

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 38
36 Þjóðmál SUmAR 2009 Skuldabréf að eilífu! Í töflu 4 (neðst á bls. 35) má sjá að nettó­skuldir sjávarútvegsins hafa vaxið úr 290 krónum á hvert þorskígildi í 370 krónur eða um rúm 4% á ári. Er það mikið eða lítið? Til að skilja samhengið þar þarf augljós lega að kanna hve langan tíma tekur að greiða upp nettó skuldir greinarinnar. Greiðslu get­ an sveiflast mikið frá ári til árs og þar skiptir árferðið mestu máli. Eitt árið er slæmt, ann­ að gott. Mest var greiðslugetan árið 2001 en miðað við þá afkomu hefði tekið 7 ár að greiða upp nettóskuldirnar. Lengst hefði tekið að greiða skuldirnar upp ef afkoman árið 2004 hefði verið lögð til grund vallar eða 24 ár. Að meðaltali hefði það tekið fyrirtækin 15 ár að greiða upp skuldir sínar, sem er auðvitað ekki svo slæmt.2 Ef við nú könnum áhrif af fyrningu afla­ heimilda að gefinni forsendu um kostnað af henni breytist myndin allverulega (sjá töflu 5 hér að ofan). Áhrifin eru að sjálf­ sögðu minnst í upphafi, þegar einungis 2 Í umræðu um skuldir og greiðslugetu er hér talað um nettóskuldir, þ.e.a.s. heildarskuldir að frádregnum veltufjármunum. Í umfjöllun hef ég einnig talað um heildarskuldir. Ef miðað er við heildarskuldir tók það sjávarútveginn18 ár að greiða þær upp að gefnum niðurstöðum ársreikninga sem kannaðir voru. 5% eru tekin. Þá er árafjöldi uppgreiðslu nettóskulda 7 eftir sem áður. En að gefinni afkomu árið 2004 hefði það tekið 78 ár að greiða upp skuldirnar í stað 24 ára og þá er einungis búið að fyrna 20% heimildanna. Í lok tímabilsins, að gefinni afkomu og fyrningu ársins 2007, hefði það tekið 40 ár að greiða upp nettóskuldir í stað 15 ára og þá hafa einungis 35% aflaheimilda verið fyrnd! Það ætti því hverjum manni að vera ljóst hversu gríðarleg og alvarleg áhrif skattlagn­ ing af þessum toga hefur. Með öðrum orðum, um leið og fyrningarleiðin verður farin, miðað við að gjald á hvert þorsk ígildi verði áfram eins og það er í niður stöðum ársreikninga, þurfa sjávar útvegsfyrir tækin í heild að semja við bankana um að gefa út skuldabréf sem vara að eilífu, þ.e.a.s. verða aldrei greidd. Þau standa frammi fyrir því að geta ekki greitt skuldir sínar. Áhrif á verðmæti sjávarútvegsins í hönd­ um núverandi eigenda yrðu mikil og koma umsvifalaust fram. Fyrirtæki sem geta ekki greitt það sem þau skulda eru að sjálfsögðu verðlaus – og í sjálfu sér ástæðulaust að ræða frekar um hvaða afleiðingar slíkt hefði fyrir atvinnugreinina alla eða atvinnurekstur í landinu yfirleitt. _________________ TAFLA 5 Kennitölur greinarinnar á þorskígildi 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Meðaltal Nettóskuldir á þorskígildi 290 265 214 253 313 370 370 296 Frjálst fjárflæði með 5% fyrningu á ári 40 27 8 3 5 22 9 Ár sem tekur að greiða upp nettóskuldir 7 10 27 78 58 17 40

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.