Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 43

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 43
 Þjóðmál SUmAR 2009 41 Zeit ung um Ólaf Ragnar á vefsíðu sinni og sagði hann valda Íslendingum sífellt meiri vandræðum með skapbræði sinni . Síðast hefði hann valdið titringi hjá þýskum sparifj áreigendum með ummælum í þýsk- um fjölmiðlum . Rætt er um pólitíska fortíð Ólafs; hann hafi verið þekktur fyrir að standa uppi í hárinu á andstæðingum sínum og það hafi lítið breyst eftir að hann settist að á bessastöðum . nú virðist sem Ólafur, sem þrisvar sinnum hafi verið kosinn af þjóðinni, hafi misstigið sig . Hann hafi afsakað tilraun sína til að kenna erlendum þjóðum um efnahagskreppuna á Íslandi, með því að hann hafi aðeins viljað ljá íslensku þjóðinni rödd sína . (!) Í greininni segir að í lok nóvember hafi Ólafur átt fund með sendiherrum og gert veður út af því að bretar hafi fryst eigur Íslendinga í bretlandi með notkun hryðjuverkalaga . Þrátt fyrir vafasamar aðgerðir breta hafi Ólafur hagað sér eins og lýðskrumari . Hegðun hans hafi verið óviðeigandi í ljósi þeirrar milljarðaaðstoðar sem erlendar þjóðir hafi lofað Íslandi . Ólafi hljóti að hafa verið kunnugt um glæfraskap íslenskra bankamanna . Greinarhöfundur ályktar að Ólafur grafi undan tilraunum nýrrar ríkisstjórnar til að endurvekja traust og tiltrú á Íslandi á alþjóðavettvangi . Það sé erfitt verk þegar svo skapstór maður sitji á forsetastóli . Kveikjan að umfjöllun blaðsins er greinin í FT Deutschland . Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu þann 11 . febrúar að rangt hefði verið eftir sér haft . Málinu var þó ekki lokið, því björn bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sá ástæðu til þess að taka málið upp í utan- ríkis málanefnd Alþingis . Óskaði björn eftir skýrslu frá utanríkisráðuneyti um hver viðbrögð þess yrðu við þeim misskilningi sem hlaust af ummælum Ólafs Ragnars um innistæður sparifjáreigenda í Þýskalandi . Fram kom í fréttum RÚV að björn teldi að þótt völd forseta Íslands væru takmörkuð hér á landi, væri ekki útilokað að ummæli hans gætu skuldbundið Íslendinga gagnvart öðrum þjóðum . björn vildi fá svör við því hvað utanríkisráðuneytið hefði gert til að lægja öldurnar í Þýskalandi . Augljóst væri á fréttum að viðtalið við forsetann hefði vakið mjög neikvæða umræðu um Ísland og skýra þyrfti fyrir Þjóðverjum að forsetinn hefði ekki umboð til að binda þjóðina á neinn veg . blaðrið orðið efnahagsvandamál Ekki skánaði ímynd Ólafs í augum þjóðarinnar þegar við bættist vand- ræða legt viðtal Ólafs og demanta drottn- ing ar innar Dorrit í tímaritinu Condé Nast Portfolio: „Þau rifust mikið fyrir framan mig meðan á viðtalinu stóð og virtust skoðana- skipti þeirra endurspegla hve ólík þau eru . Ég myndi segja að efnahagsástandið hafi gert þennan mun meira áberandi, „sagði blaðamaður Condé Nast, joshua Hammer, í samtali við DV . Viðtalið í Portfolio birt ist þegar Þýskalandsklúðrið stóð sem hæst og reyndar voru yfirlýsingar forsetans farnar að minna á orð Ólafs Ragnars sjálfs forðum þegar hann var þingmaður: ,,Að blaðrið í tilteknum manni væri orð ið alvarlegt efnahagsvandamál . . . “ bloggheimar fóru að loga og fáir höfðu hrósyrði um forsetann: ,,Þetta er viðkvæmt mál – og langt frá því að vera snjallt að auka reiði erlendis út í okkur – með svona blaðri um mál sem heyra ekkert undir hann . Það er ekki hlutverk forsetans að tjá sig um svona hrikalega viðkvæm pólitísk deilumál – á ögurstundu,“ sagði Ari . Gylfi sagði: ,,Forsetinn stórskaðaði þjóð- ina með því að styðja fjárglæframenn og lofsyngja þá í útlöndum . Hann heldur enn áfram að stórskaða þjóðina með yfir-

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.