Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 45

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 45
 Þjóðmál SUmAR 2009 43 bjarnfreðarson úr skemmtiþætti á Stöð 2, nætur- og Dagvaktinni, sem setur ósjaldan upp skjöld merktan „misskilningur“ þegar hann kemst í klandur . En vegna þessa misskilnings forsetans lásu Íslendingar í erlendum fjölmiðlum, að ríkis stjórnir væru „hans“, að Ólafur Ragnar hefði ,,fundið upp“ hitaveituna og að þýsk ir spari fjár eig- endur fengju ekki krónu! á svig við sannleikann Ekki skánaði orðspor forsetans þegar Eið ur Guðnason, fyrrverandi sendi- herra, fjallaði um nóvembermisskilninginn í Morg unblaðinu 16 . febrúar í ár . Eiður sagði meðal annars: „Það hefur verið annríki á forsetaskrifstofu að undanförnu . Þaðan hafa streymt leið- réttingar á ummælum fjölmiðla, sem hafa misskilið forseta Íslands hrapallega og haft eftir honum orð og yfirlýsingar, sem hann segir engan fót fyrir . Þetta er ekki nýtt . Í haust flutti Ólafur Ragnar ræðu í hádegisverðarboði með erlendum sendi herrum í Reykjavík . Skýrsla sendiherra noregs um þennan hádegisverð rataði á síður norska blaðsins Klassekampen . Þótti frásögn blaðs ins af skýrslunni og ræðu forsetans mikið frétta- efni . Í umræddu hádegisverðarboði í danska sendiráðinu voru, auk sendiherra Dan merk- ur, sendi herrar Kanada, Finnlands, Frakk- lands, Kína, japans, noregs, Póllands, Rúss- lands, bretlands, Svíþjóðar, Þýskalands og banda ríkjanna . Fulltrúar 13 landa af 14, sem starf rækja sendiráð í Reykjavík . Við málsverðinn var Ólafur Ragnar harð orður í garð Dana, Svía og breta, en þegar Ólafur Ragnar kom í Kastljós vegna þessa máls, sagði hann að ekki væri mark á sendiherraskýrslum takandi og lýsti þannig sendiherra noregs á Íslandi ósanninda- mann . Ekkert væri hæft í því sem fram kæmi í Klassekampen . Það væri til dæmis af og frá að hann hefði nefnt, að Rússum stæði aðstaða á Íslandi til boða .“ Eiður kveðst hafa lesið frásögn annars sendi herra af þessum hádegisverðarfundi, sem staðfesti, að norski sendiherrann fór rétt með það sem fram fór á fundinum, en þar hafi Ólafur Ragnar meðal annars sagt, að Rússum stæðu allar dyr opnar á Íslandi, hvort sem um væri að ræða olíuhreins- unarstöð eða aðstöðu á Kefla víkur flugvelli . Íslendingar þyrftu að finna sér nýja vini . Eiður hafði líka rætt við langreyndan dipló mat, sem hlýddi á Ólaf Ragnar í þessum hádegisverði og sagði: „This was a once in a lifetime experience“ – eða: „Svonalag að upplifir maður aðeins einu sinni á ævinni .“ Í Kastljósi sagði forsetinn líka, að þarna hefðu átt sér stað tveggja tíma umræður . Í greininni segir Eiður þetta rangt: ,,Það urðu engar umræður . Viðstaddir voru dol- fallnir . Það er alvarlegt mál, þegar forseti Íslands kemur í sjónvarp og fer á svig við sannleikann um orð sín á fundi með erlendum sendiherrum . Við sem vorum Ólafi Ragnari samtíða á Alþingi vitum, að hann lét ekki staðreyndir hefta för sína með himinskautum, þegar sá gállinn var á hon- um . Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð, að hann skuli hafa flutt þau vinnubrögð með sér til bessastaða .“ Stórasta hneykslið Í byrjun apríl kom svo enn ein ástæða til þess að grípa um höfuðið . tilefnið þá var samúðarkveðja til forseta Ítalíu, en síðasta málsgrein hennar hlýtur að toppa alla ónærgætni: „Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, hefur í dag sent forseta Ítalíu Giorgio napolitano samúðarkveðjur sínar og ís- lensku þjóðarinnar vegna hörmunganna sem orðið hafa í kjölfar jarðskjálftanna í Abruzzo . . . Forseti vék einnig í kveðjunni

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.