Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 59

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 59
 Þjóðmál SUmAR 2009 57 stund var hrjúf og djúp en vinsamleg rödd á hinum enda línunnar . Feiminn bar ég upp erindi mitt eftir að hafa beðist afsöku nar á framhleypninni og kynnt mig . ásgeir svar aði spurningum mínum greið - lega og ljúfmannlega . Þar sem ég vildi ekki tefja karlinn meira en orðið var, bjóst ég til að kveðja og þakkaði honum fyrir, en þá kom hann mér verulega á óvart . Hann fór að spyrja um ýmislegt varð andi sjálfan mig og mínar ættir . Ég geri ráð fyrir að honum hafi ekki þótt það löstur að vestfirskir stofnar áttu þátt í minni tilveru . Hann vissi margt um mínar ættir að vestan og sagði mér ýmislegt af mínum forfeðrum, margt sem ég hafði ekki vitað áður . Við áttum hátt í tveggja tíma spjall þar sem við sögðum hver öðrum sög ur tengdar sjómennsku og rædd- um lífið frá ýmsum hliðum . Ég veðraðist allur upp, því í mínu ein falda sjómannshjarta býr svolítill hégómi og ég lyftist allur upp ef merkir menn sýna mér áhuga . Ég sagði ásgeiri frá skoðunum mínum á fiskveiðistjórnuninni . Þar sem ég hafði skrifað talsvert fyrir skúffur og ruslatunnur taldi ég að sú æfing gæti nýst mér í að reyna að hafa skoðanamyndandi áhrif á fólk varðandi fiskveiðimálin með því að skrifa í blöðin . Þótt langt sé um liðið man ég enn hvernig ásgeir svaraði mér: – já fóstri, þú segir nokkuð . Ég hef reynt þetta í mörg ár en það þýðir ekki neitt, það tekur enginn mark á mönnum nema þeir séu sérfræðingar . En það getur verið gott að skrifa, svona hreinsun fyrir sálina, fóstri . Ef þú vilt skrifa um þessi efni skaltu ekki búast við neinu öðru en að fá kannski útrás fyrir reiðina . Það sorglegasta við þessi orð hins aldna rithöfundar er að þetta var alveg hárrétt hjá honum . til dæmis má nefna hið stór- merka greinasafn ásgeirs, Fiskleysisguðinn, sem gefið var út nokkrum árum eftir andlát hans, en það geymir safn greina hans um fiskvernd og fiskveiði mál . Þetta eru stór- merkilegar greinar, studdar fræðilegum og sögulegum rökum, en því miður hafa þær nánast verið þagaðar í hel af sér fræð- ingunum . Sérfræðingarnir leyfa sér að hunsa rök ásgeirs af því að hann er ekki með háskólapróf í þeirra fræðum . Þetta er dapurlegt einkenni á þeim tíma sem við lifum . umbúðirnar ráða því miður oft meira en innihaldið . Að mínu viti ætti Fiskleysisguðinn að vera skyldulesning hjá ásgeir jakobsson haustið 1979 . á borðinu er handritið að Tryggva sögu Ófeigssonar . ljósm . Ólafur K . Magnússon

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.