Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 68

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 68
66 Þjóðmál SUmAR 2009 snúast gegn eigin heimalandi . Eru nokkur dæmi um það í næstu nágrannaríkjum okkar, bretlandi og Danmörku, auk þess sem sannað er, að árásin í september 2001 var að nokkru skipulögð frá Þýskalandi . átímum kalda stríðsins var auðveldara að átta sig á átakalínum í orðsins fyllstu merkingu en nú . Orð Churchills um járntjaldið, sem skipti Evrópu milli austurs og vesturs, urðu ljóslifandi, þegar múrinn var reistur í berlín í ágúst 1961 . um miðjan sjöunda áratuginn og undir lok hans tóku Sovétmenn að láta að sér kveða á norður-Atlantshafi bæði með skipum og flugvélum . um svipað leyti og Íslendingar buðu í fyrsta sinn til utanríkisráðherrafundar nAtO hér á landi sumarið 1968, birti bandalagið kort, þar sem sýnt var hvernig sókn sovéska flotans og flughersins hafði aukist ár frá ári . Er líklegt, að mörgum hafi brugðið við að sjá þessi kort . Þau sýndu meðal annars ferðir umhverfis Ísland . Þó hitti þetta Íslendinga ekki fyrir á sama hátt og aðrar þjóðir, því að þeir litu þannig á þá eins og þeir gera enn þann dag í dag, að það sé hlutverk annarra en þeirra að halda úti herafla til að tryggja öryggi á norður-Atlantshafi og sjá þannig til þess, að evrópskt meginlandsveldi leggi það ekki undir sig . Þegar Þjóðverjar vildu ná tangarhaldi á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni til að hafa stjórn á siglingaleiðinni yfir norður- Atlantshaf, ákváðu bretar að hernema Ísland í maí 1940 . Sumarið 1941 leystu bandaríkjamenn þá af hólmi með þríhliða samningi, þar sem ríkisstjórn Íslands varð einn samningsaðila og lét þar með af hlutleysi sínu, sem skrifað var í sambandslagasáttmálann frá 1918 . Að lokinni heimsstyrjöldinni ólu Íslendingar með sér þá von, að þeir gætu aftur horfið til hlutleysis og látið fjarlægð sína frá öðrum löndum duga til að tryggja sér landvarnir . Hervæðing Sovétríkjanna, þegar Vestur- veldin afvopnuðust samhliða valdaráni kommúnista í Austur-Evrópu, kveikti á hinn bóginn ótta í brjóstum frjálshuga manna, sem ákváðu að taka höndum saman og stofna Atlantsbandalagið í Washington 4 . apríl 1949 . Íslensk stjórnvöld höfðu ekki nema nokkra mánuði til að taka ákvörðun um, hvort þau yrðu meðal tólf stofnaðila banda- lagsins eða ekki . Er ekki nokkur vafi á því, að afstaða norðmanna og ekki síst Halvards lange, utanríkisráðherra þeirra, hafði mikil áhrif á utanríkisráðherra Íslands . Þegar litið er á landakortið og metin reynslan af síðari heimsstyrjöldinni, blasir við, að nAtO hefði aldrei náð þeim tilgangi sínum að brúa bilið milli Evrópu og norður-Ameríku í varnar- og öryggis- málum, ef Ísland hefði ekki slegist í hópinn . Þótt Íslendingar og bandamenn þeirra hefðu talið stöðuna þannig fyrri hluta árs 1949, að ekki þyrfti að gera sérstakar hernaðarlegar ráðstafanir til að tryggja varnir Íslands með viðbúnaði í landinu sjálfu, breyttist matið, eftir að stríð hófst á Kóreuskaga árið 1950 . nAtO ákvað að koma á fót sameiginlegri herstjórn og tengja herafla bandaríkjanna og Evrópuþjóða á sýnilegan og skipulegan hátt . Varnarsamningur Íslands og banda- ríkj anna frá því í maí 1951 var liður í hinu nýja hernaðarskipulagi bandalagsins fyrir utan að veita Íslandi hina öflugustu vörn, sem fyrir hendi var . Kortin, sem nAtO birti fyrir 40 árum, um ný umsvif Sovétmanna á norður-Atlants hafi voru aðeins vísbending um það, sem í vændum var . norskir sérfræðingar tóku til við að ræða þessa

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.