Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 79

Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 79
 Þjóðmál SUmAR 2009 77 Fyrst var skrifað um lánalínu í Morgun­ blaðinu í júní 1997 þegar sagt var frá því að fjármálafyrirtæki hefði fengið leyfi viðskipta- ráðherra til að starfa sem fjár festingarbanki . Í sama mánuði voru kúlulán nefnd í dag- blöðum, en í Íslenskri orðabók á Snöru er þetta sagt tákna eingreiðslulán, lán sem greidd eru upp í einu lagi í lok lánstíma . Stýrivextir voru kynntir til sögunnar á ársfundi Seðla- bankans í apríl 1998 og útskýrt að átt væri við þá ávöxtun sem bankinn beitti „í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir“ . langt er síðan farið var að fjalla um gengi sem væri miðað við fleiri en einn gjaldmiðil eða svonefnda myntkörfu . Þetta var meðal annars nefnt í Vísbend ingu í nóvember 1983 . Orðið myntk örfu lán er aftur á móti mun yngra í málinu og kemur einna fyrst fyrir í Morgunblaðinu í nóvember 1998 . „nýr kippur virðist hafa komið í útgáfu er- lendra skuldabréfa í íslenskum krónum, sem samkvæmt Vegvísi Landsbankans virðast ganga undir nafninu jöklabréf (e . glacier bonds) erlendis .“ Frá þessu sagði Morgunblaðið um miðjan desember 2005 . Hálfum mánuði síðar sagði í sama blaði að þessi nafngift væri ekki rétt vegna þess að áhuginn á bréfunum byggð- ist á þenslu í kerfinu, jafnvel ofhitnun . Því væri betra að kenna bréfin við Heklu eða Geysi . Þeir sem voru hvað atkvæðamestir í útrás Íslendinga (sem orðabókin segir að þýði „sókn til þátttöku í atvinnulífi og viðskiptum utan landsteinanna“) hafa síðustu mánuði verið nefndir útrásarvíkingar . Ekki er hægt að finna eldri heimild um það orð en í bak þönk um Þráins bertelssonar í Fréttablaðinu í nóv em- ber 2006 . Skyldi hann vera orðasmiðurinn? Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í september 2007 skrifaði Útherji um að fjármálamark aðir heimsins hefðu „titrað eins og lauf í vindi“ vegna vissrar tegundar húsnæðislána í banda- ríkjunum til þeirra sem að öllu jöfnu myndu ekki fá lán til fasteignakaupa . Þar sagði að blaðamenn hefðu talað um áhættusöm lán, ótrygg lán eða lággæðaskuldabréfavafninga en greiningardeild Kaupþings hefði notað orðið und ir málslán . Greinarhöfundur segir síðan: „Þeir sem þau taka eru þá vænt- an lega annars flokks borg arar eða undirmálsfólk .“ Þessi tegund lána mun hafa átt stóran þátt í fjár mála kreppu heimsins . nú er farið að nota árið 2007 sem viðmiðun varðandi góðæri og hugsunarleysi í fjár- málum . Halda mætti að þetta hefði fyrst komið til umræðu eft ir bankahrunið haustið 2008, en svo er ekki . Finna má heim- ild fyrir þessu strax í byrj un ársins 2008 í Frétta blað inu – að sjálfsögðu í tískuþætti: „æ, þetta er svo 2007 .“ Í febrúar 2008 er þessi viðmiðun í fyrirsögn auglýsingar frá Iceland Express í Mark aðin um: „Einkaþotur eru svo 2007 . . .“ . bendir þetta til þess að sumir hafi þá þegar verið farnir að átta sig á að farið væri að halla und an fæti . En því er ekki að neita að eftir hrunið ber meira á þessu orðalagi en áður og einkum í sambandinu „þetta er eitthvað svo 2007“ . En hvað á byltingin að heita? Eitt orð hefur verið meira notað en önnur síðustu vikur, en það er búsáhaldabyltingin. Karl jónsson bloggari skrifaði á blog .is 22 . janúar 2009: „janúarbyltingin hvað? Flauelsbylting hvað? Við höfum hafið okkar eigin byltingu, bús- áhaldabyltinguna, þar sem Íslendingar lemja í potta og pönnur með sleifum og ausum!“ Þessi nafngift, sem hugsanlega er frá Karli komin, hlaut strax góðan hljómgrunn í blogg heim um . Daginn eftir var nafnið notað í Fréttablað inu og er síðan farið að festast í málinu . Hluti úr auglýsingu frá Iceland Express í Mark­ aðinum í febrúar 2008.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.