Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 83

Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 83
 Þjóðmál SUmAR 2009 81 hluta myndarinnar eru uppfylltar allar kröf- ur sem gerðar eru til góðra áróðursmynda og orðið „tilfinningaklám“ er það sem helst kemur upp í huga manns . Hent er upp á tjaldið til skiptis fallegum myndum af bros andi íslenskum börnum annars vegar og myndum af stóriðjuframkvæmdum og fátæku fólki á Indlandi hins vegar . talað er um það hvernig störfin í gamla daga voru raunverulegri en í dag – sérkennilegur óður til sjálfsþurftarbúskapar! – og því hald- ið fram að hagvöxtur sé slæmur . áhuga- verð ast var sjónarhorn hagfræðingsinsins Heiðars Más Guðjónssonar sem benti á það hvernig ríkið hefði verið að ryðja öðrum atvinnutækifærum út af borð i nu með því að taka sjálft þátt í svona stórtækum aðgerðum . Ef til vill voru önnur atvinnutækifæri fyrir fólkið í land inu en ríkið kom í veg fyrir slík tæki færi með miðstýringu sinni og vaxta hækk unum, þannig að aðrir hlutar at vinnu lífsins voru kældir á meðan ríkið sjálft skipu lagði stórframkvæmdir . Vonandi markar þessi aukni áhugi á vönd uðum heimildamyndum upphafið að frek ari afrekum á því sviði, enda af nægu að taka . Af listrænum glæpum og öðrum verri nú fyrir skemmstu voru sýndar hér á landi kvikmyndirnar Der Baader Meinhof Komplex og Man on Wire . Þær eiga það sameiginlegt að fjalla um glæpa manna- hópa, þó ólíkir séu . báðar hafa þær vakið mikla athygli um heim allan og hlotið ýmsar viður kenningar . Skemmst er að minnast þess að Man on Wire hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildamyndin og Der Baader Meinhof Komplex var tilnefnd til Óskars- og Golden Globe-verðlauna . MAn On WIRE ( ) fjallar um þann atburð sem hefur verið kallaður stærsti listræni glæpur aldarinnar, en þann sjöunda ágúst 1974 gekk Fransmaðurinn Philippe Petit á vír á milli tvíburaturnanna í new York . Myndin rekur sögu línudansarans Petits og vina hans sem aðstoðuðu hann . Sagt er frá því hvernig þeir fölsuðu skilríki, stálust upp á efstu hæðir tvíburaturnanna og komu sér þar fyrir í algjöru leyfisleysi . uppbygging myndarinnar er hreint frábær – spennandi, dramatísk og kómísk í senn . Myndin er enn áhrifameiri í ljósi at burð- anna 11 . september 2001, þegar tví bura- turnarnir urðu svo fyrir árás alvöru hryðju- verkamanna . Hér er tvímælalaust um að ræða eina eftirminnilegustu mynd síðustu missera . Glæpirnir sem sagt er frá í myndinni DER bAADER MEInHOF KOMPlEX ( ) eru þó síður en svo sakleysislegir, eins og í Man on Wire . Þar er rakin saga þýska hryðjuverkahópsins baader-Meinhof sem verður lengi í minnum hafður fyrir hræðileg ofbeldisverk á áttunda áratug síðustu aldar . leiðin sem þessi hópur fólks valdi til þess að reyna að breyta samfélaginu var að beita gegndarlausu ofbeldi, en alls létust um þrjátíu manns af hans völdum og fjölmargir aðrir slösuðust . Myndin veitir fróðlega innsýn í veröld þessara hryðju- verkasamtaka og þetta sorglega tímabil í sögu Þýskalands . Myndin hefur sætt ákveð- inni gagnrýni fyrir að upphefja ofbeldi og hryðjuverk, en það dylst þó engum sem horfir á hana að samúðin hvílir síður en svo með ofbeldisfólkinu . Þó myndin sé fulllöng nær hún að halda athygli áhorfenda allan tímann og leikararnir standa sig allir með prýði enda þarna saman komnir margir af færustu leikurum Þýskalands . NáNARi uMFJöLLuN uM ÞESSAR OG FLEiRi MyNDiR Má SJá á KViKMyNDAVEFNuM KViKMyNDiR.COM (WWW.KViKMyNDiR.COM), ÞAR SEM NýiR DÓMAR BiRTAST ViKuLEGA.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.