Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 92

Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 92
90 Þjóðmál SUmAR 2009 eigin viðbúnaðarhóp, sem naut einnig ráða frá Gracie . Ólafur segir frá því, að þessir sér fróðu embættismenn og breski ráðgjafinn hefðu sér staklega velt fyrir sér, hvað kynni að gerast 15 . október 2008, þegar kæmi að stór um endurfjármögnunargjalddaga Glitn is, en vitað var um hann með tveggja og hálfs árs fyrirvara . Eins og kunn ugt er hrundi Glitnir síðustu helgina í sept- ember, þegar ljóst var, að hann yrði ekki endurfjármagnaður og viku síðar var gripið til neyðarlaga, sem fyrrgreindur sam starfshópur og Gracie höfðu samið . Af þessu tilefni segir Ólafur: „Það er því óhætt að fullyrða að Seðla- bankinn og stjórnvöld voru viðbúin því í langan tíma að hér gæti komið upp krísu- ástand vegna fjármögnunar íslenskra banka .“ Þegar þetta er lesið, vaknar spurningin um, hver hafi í raun flotið sofandi að feigðarósi . Snýr ekki svarið að þeim, sem héldu um púlsinn í hverjum banka fyrir sig? tóku þeir sjálfir nægilega mikið mark á atburðunum fyrri hluta árs 2006? Ólafur segir á blaðsíðu 145: „Hrunið hér á Íslandi var auðvitað afleið- ing af alþjóðlegri fjármálakreppu sem skall á öll ríki heims en varnir okkar voru langt innan við það sem eðlilegt hefði verið miðað við áhættu . Það er staðreynd að við byggð- um hér upp borg þar sem undirstöðurnar voru svo veikar að harla lítið þurfti út af að bera áður en allt hryndi ofan á okkur .“ Eitt þeirra atvika, sem hvað mesta um- ræðu hafa vakið vegna bankahrunsins, er ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að skipa Íslendingum á bekk með hryðju- verka mönnum strax í sömu vikunni í október og Glitnir og landsbanki Íslands urðu gjaldþrota, en ákvörðun breta leiddi óhjákvæmilega einnig til gjaldþrots Kaupþings . Ólafur lætur að því liggja, að ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar megi rekja til viðtals við Davíð Oddsson í Kast­ ljósi 8 . október . Hann færir ekki fyrir því nein rök, enda er þessa samtals hvergi getið í breskum gögnum, sem kynnt hafa verið vegna þessa máls og má þar nefna skýrslu fjárlaganefndar breska þingsins, þar sem vikið er úr vegi til að kynna þá skoðun nefndarmanna, að breska ríkisstjórnin hafi beitt Íslendinga of miklu harðræði . bresk yfirvöld hafa jafnan skýrt hin harkalegu viðbrögð sín með þeim rökum, að þau hafi óttast, að íslenskir bankar væru að flytja fjármuni frá bretlandi og þess vegna hafi verið óhjákvæmilegt að beita ákvæðum hryðjuverkalaga til að frysta innistæður í bönkunum í bretlandi . bresk stjórnvöld grunaði, að Kaupþing banki væri að flytja 1,6 milljarða punda frá banka Kaupþings í bretlandi, Singer & Friedlander (S&F) til Kaupþings í Reykjavík . Ólafur segir frá því, að Alistair Darling, fjármálaráðherra breta, hafi hringt í Geir H . Haarde, þegar Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans sátu á fundi hjá Geir . Í bókinni segir: „Þeir gátu því strax fullvissað íslenska forsætisráðherrann um að ásakanir breta væru ekki á rökum reistar og Geir bar orð þeirra til Darlings“ Þá segir í bókinni, að Kaupþingi hafi borist bréf um málið frá breska fjármálaeftirlit inu, sem hafi krafist þess, að þessum fjármunum yrði skilað til bretlands . Segir Ólafur, að Kaupþingsmenn hafi í „ofboði“ hafist handa við rannsókn málsins með aðstoð íslenska og breska fjármálaeftirlitsins . S&F, hinn breski banki, hafi verið einskonar millifærslustöð innan Kaupþings . Hafi Kaupþing í Reykja- vík til dæmis þurft fjármögnun frá Deutsche bank hafi S&F haft þar milligöngu . á nokkrum dögum hafi Kaupþingsmönnum og fjármálaeftirlitunum tekist að upplýsa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.