Skólavarðan - 01.05.2008, Síða 27

Skólavarðan - 01.05.2008, Síða 27
Kynntu þér námið á www.hr.is MPH er rannsóknarmiðað nám í aðferðum lýðheilsuvísinda fyrir þá sem vilja auka skilning sinn og færni í lýðheilsustarfi með einstak- lingum, hópum og samfélögum, innanlands og erlendis. Sérstök áhersla er lögð á lýðheilsu barna og ungmenna og heilsueflingu meðal þeirra. Lýðheilsusvið starfar náið með rannsóknarsetrinu Rannsóknum og greiningu, sem stundar rannsóknir á líðan og högum barna og ungmenna á Íslandi og sem veitir nemendum aðgang að fjölbreyttum rannsóknarverkefnum á grunni gagnasafns setursins. Nám til MPH-gráðu í lýðheilsufræðum er sérstaklega miðað við að útskrifaðir nemendur vinni að skipulagi og framkvæmd lýðheilsu- verkefna á vettvangi sveitarstjórna, heilbrigðis- og félagsþjónustu, í skólum og fyrirtækjum. MPH MASTER OFPUBLIC HEALTH Umsóknarfrestur er til 30. maí Snæfellsbær Stjórnunarstöður við leikskólann Kríuból á Hellissandi Vegna mikillar frjósemi undir Jökli vantar okkur í afleysingar leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann Kríuból á Hellissandi. Einnig vantar deildarstjóra á yngri deild. Ráðningartími er 1 ár og æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en 15. júní, en deildarstjóri þarf að hefja störf í ágúst. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og annast uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri. Þar er lögð áhersla á nám og þroska í gegnum leik og starf. Gerð er krafa um að umsækjendur séu með leikskólakennaramenntun. Nánari upplýsingar fást hjá leikskólastjóra í síma 433-6926 eða á skrifstofu Snæfellsbæjar í síma 433-6900. Skriflegum umsóknum ber að skila til skrifstofu Snæfellsbæjar fyrir 20. maí n.k. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Snæfellsbæjar, www.snb.is, undir „Stjórnskipan“ og „Eyðublöð“. Hellissandur er einn af þremur þéttbýliskjörnum sem mynda sveitarfélagið Snæfellsbæ. Snæfellsbær er ungt sveitarfélag sem vefur sig utan um Snæfellsjökul: Staðarsveit, Búðir, Breiðuvík, Arnarstapi, Hellnar, Hellissandur, Rif, Ólafsvík og Fróðárhreppur. Í góðu veðri er Hellissandur í tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík og veðrið er að sjálfsögðu alltaf gott undir Jökli! Hér býr gott fólk sem er alltaf tilbúið að bjóða nýja Snæfellsbæinga velkomna. Í Snæfellsbæ er sérstaklega fallegt umhverfi þar sem Snæfellsjökul ber hæst og býður bæjarfélagið upp á alla flóru landsins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífi. Útivist og íþróttir er hægt að stunda hvenær sem er ársins, skíði og snjóbretti, gönguferðir, golf, hestamennsku, sund og margt fleira. Nýtt glæsilegt íþróttahús er í Ólafsvík (9 km). Öflugt tónlistarlíf er í sveitarfélaginu og félagastarfsemi með miklum blóma.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.