Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 9

Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 9
8 Þjóðmál haust 2012 hverjir stóðu að baki tæplega 16 milljónum króna af próf kjörsfé hans 2006 vitnaði hann í fyrirlestur dr . Huldu Þórisdóttur um afleiðingar efnahagshrunsins á Íslandi þar sem sagði: Ekki síst þurfum við að varast annan fúlan pytt, en það er tilhneigingin til eftiráskýringa með tilheyrandi „heilagri“ vandlætingu . Hegðun sem í dag virkar e .t .v . augljóslega vafasöm eða röng, var ekki svo augljóslega röng þá og oftar en ekki algjörlega samþykkt á þeim tíma . Og það sem meira er, það er hollt að hafa í huga að ef hrunið hefði ekki átt sér stað er alls ekki víst að við hefðum nokkurn tíma byrjað að álíta þessa hegðun ranga . . . það er mjög hættulegt að gefa sér þekkingu sem maður hefur í dag til þess að skýra það sem gerðist fyrir 3 árum síðan . Það er gömul saga og ný að auðvelt er að spá fyrir um orðna hluti . Undir þessi orð dr . Huldu má taka en ekki er traustvekjandi að stjórnmálamaður skuli sjá sér hag af því að nota slíka tilvitnun til að réttlæta stöðu sína á líðandi stundu . Hitt er einnig athyglisvert að Guðlaugur Þór hefur síður en svo legið á liði sínu við að leggja spurningar fram á alþingi sem eiga að stuðla að því að upplýsa um ávirðingar manna í opinberum stöðum, einkum þegar um meðferð fjármuna er að ræða . Eftiráskýringar setja mikinn svip á stjórn- mál líðandi stundar og enn verða kosn- ingarnar vorið 2013 háðar af andstæðing um Sjálfstæðisflokksins með þær á vörunum . Slíkar skýringar réðu ferðinni hjá þeim sem ákærðu Geir H . Haarde og drógu hann fyrir landsdóm . Þar var hann sakfelldur án refsingar fyrir hreint formsatriði sem snerti bankahrunið ekki á neinn hátt og skipti í raun engu máli til eða frá varðandi efni þess máls sem lagt var fyrir dómarana . Eitt af hinu illskiljanlega í stjórnmálabar- áttu líðandi stundar er hvers vegna kjörn- um fulltrúum Sjálfstæðisflokksins tekst ekki að nýta sér staðreyndir um þróun mála í aðdraganda hrunsins sem sýna að aðrir flokkar stóðu þeim mönnum nær sem stjórnuðu ofrisi bankanna en Sjálf- stæðisflokkurinn . Þetta liggur fyrir rök- stutt á aðgengilegan hátt í bókum og blaðagreinum . Þá er einnig merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki hafa beitt sér fyrir almennri kynningu á niðurstöðum landsdómsmálsins gegn Geir H . Haarde og leitt þjóðinni fyrir sjónir sneypuförina sem þar var farin undir forystu Steingríms J . Sigfússonar . Er einsdæmi að stjórnmálastörf séu greind á þann hátt sem gert er í niðurstöðum landsdóms sem mælti fyrir um sýknu vegna allra efnisatriða . Öll eru þessi vopn fyrir hendi fyrir þá sem kunna að bregða þeim og vilja nýta sér þau . Að sjálfsögðu snýst stjórnmálabarátta um það sem menn ætla að gera en ekki hitt sem gert hefur verið . Fortíðin skiptir hins vegar miklu og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins leggja meiri áherslu á hana en framtíðina í baráttunni gegn flokknum . Flokkurinn getur því ekki látið hjá líða að takast á við þá um þau mál eins og önnur . E itt af hinu illskiljanlega í stjórnmálabar áttu líðandi stundar er hvers vegna kjörn- um fulltrúum Sjálfstæðisflokksins tekst ekki að nýta sér staðreyndir um þróun mála í aðdraganda hrunsins sem sýna að aðrir flokkar stóðu þeim mönnum nær sem stjórnuðu ofrisi bankanna en Sjálf- stæðisflokkurinn .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.