Þjóðmál - 01.09.2012, Page 35

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 35
34 Þjóðmál haust 2012 — hvort það er olían, aðstaða til hern aðar í Suðvestur-Asíu, og/eða mann rétt inda brot olíufurstanna sem við þykjumst ekki sjá . Samstarfsríki á heimsvísu Samstarfsríki á heimsvísu eru svo önnur ríki heims sem eiga í ýmsu samstarfi við Atlantshafsbandalagið . Þetta eru vestræn lýðræðisríki í öðrum heimshlutum, Ástralía, Nýja-Sjáland, Japan og Suður-Kórea . Undir þennan hatt falla einnig lönd sem tengjast eða tengdust hernaðinum í Suðvestur-Asíu, Írak, Afghanistan og Pakistan . Mongólía er sér á báti þarna, þar sem Mongólía er ekki ennþá aðili að Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu og því ekki með í Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu . Aðrar fjölþjóðastofnanir Stjórnmálafræðingar eru ekki fyllilega sammála um að hve miklu leyti fjöl- og alþjóðastofnanir eru sjálfstæðir áhrifavaldar í samfélagi þjóðanna, eða hvort þær séu í raun nokkuð meira en bara tákn um sameiginlegan vilja aðildarlandanna . Engu að síður hefur Atlantshafsbandalagið — sem fjölþjóðastofnun — verið í sam starfi við aðrar stofnanir, s .s . Evrópu sam bandið og Sameinuðu þjóðirnar í tengslum við friðargæslu, varnir gegn sjó ránum og svipuð verkefni . Þetta er vita skuld vegna þess að Evrópusambandið og Sam einuðu þjóðirnar hafa ekki beint hern aðar legt bolmagn annað en það sem aðildar löndin kunna að láta í té . Hver er svo tilgangurinn með þessari samvinnu? Hvað vill Atlantshafs bandalagið? Stefna Atlantshafsbandalagsins (e . NATO´s Strategy) hefur breyst eftir „kalda stríðið“ . Stefnan eins og hún er núna snýst um þrjú meginatriði: (1) Sameigin- legar varnir þar sem litið er á árás á eitt ríki sem árás á þau öll . (2) Að hindra eftir diplómatískum leiðum og með friðargæslu að spennusvæði breytist í ófriðarsvæði) . (3) Samvinna við önnur lönd með svipaðar þjóðfélagsskoðanir . Formlegur tilgangur Atlantshafsbanda- lags ins hefur alltaf verið ljós — hernaðarlegt öryggi aðildarríkjanna . Öryggi ristir þó dýpra en það sem gert er með hefð bundn um stríðstólum . Telur þar með sam eigin legur styrkur til að láta ekki bjóða sér afarkosti, varnir gegn hryðjuverkum og tryggt framboð matvæla og eldsneytis . Öryggis á- kvæði Atlantshafssáttmálans, um að árás á eitt aðildarríki sé árás á þau öll, á bara við um aðildarríkin 28, en ekki samstarfsríkin . Efnahagslegt öryggi er sjaldan rætt, en er mikilvægt engu að síður . Þetta á ekki bara við um aðildarlönd bandalagsins, heldur öll lönd heimsins . Bjáti mikið á í efnahags- málum og almenningur hafi ekki ráð á mat og lífsnauðsynjum veldur það oft óeirðum, byltingum og jafnvel stríðum með til heyr andi blóðsúthellingum . Enginn heilvita maður vill stríð að nauðsynjalausu, en í sum um heims- hlutum hefur alþýðan litlu að tapa, sbr . bylt- ingarnar í arabaheiminum undanfarið . Síðan kemur svo spurningin um lýðræðið . Það er algjör krafa að aðildarlönd Atlants hafs- banda lagsins séu lýðræðisríki, en þegar kemur að sam starfslöndunum tekur „Realpolitik“ við . Sum samstarfslöndin eru sannarlega lýð- ræðis- og réttarríki, en mörg eru því víðs fjarri . Atlantshafsbandalagið þarf því að gera upp við sig hvort sam starfslöndin eigi bara að vera lönd med svipaða þjóðfélagsuppbyggingu og Vestur lönd, hvort samstarfið eigi einnig að ná til vafasamra landa þar sem samstarfið gæti e .t .v . beint þeim á rétta braut, eða hvort eigi að efna til samvinnu við nánast hvern sem er án tillits til stjórnarfars . Í stað þess að skipta samstarfsríkjunum

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.