Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 4

Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 4
Ritstjóraspjall Vor 2013 _____________ Fátt er nýtt undir sólinni . Fyrir meira en eitt hundrað árum — mitt í einni fjár - mála krísunni sem virðast ganga yfir heim- inn með nánast reglubundnum hætti — sagði Theodore Roosevelt Bandaríkjafor seti eitthvað á þessa leið: „Þegar fólk hefur tapað peningunum sínum slær það í hugsunar leysi, eins og særður snákur, til þeirra áhrifamanna sem eru hendi næst .“ Þetta má til sanns vegar færa, eins og við höfum reynt hér uppi á Íslandi . Þau einföldu sannindi sem orð Tedda Roose velts geyma eru hugsanlega ein af ástæðum þess að Sjálf stæðisflokknum hefur ekki tek ist að endurheimta sitt fyrra traust, þótt fleira komi auðvitað til . Þeir sem verst urðu úti í bankahrun inu — fólkið sem missti húsin sín og flúði land — eru ekki endi lega hefð bundnir kjós endur Sjálf stæðis flokks ins . Það eru hins vegar fjölmargir af því velstæða fólki sem missti hluta af ævi sparn aði sínum við fall bankanna . Reiðin sýður enn í því fólki, þótt það hafi kapp nóg fyrir sig að leggja . Og það þolir ekki að Sjálfstæðis- flokkur inn skuli tefla fram þingmanns- efn um sem tengjast hruna dansinum með beinum eða óbeinum hætti . R eyndar fer traust á stjórnmála mönn-um mjög dvínandi um allan heim . Óvæg ið kast ljós fjölmiðlanna hefur þar vafa laust sitt að segja . En höfuð skýringin er þó sú að stjórnmála flokk ar í flestum vest- rænum löndum virðast orðið ófærir um að laða til sín öflugt fólk með reynslu af öðrum störfum . Inn an stjórn málaflokk anna ríkir eins konar klíku lýðræði . Þeir sem komast þar til áhrifa hreiðra þar um sig . Innra starf flokkanna minnir orðið helst á íþrótta félög, allt snýst um að standa með liðinu en þó einkum sínum manni, hvað sem verðleikum og prinsippum líður . Afleiðingin er meðal annars sú að flest fólk sem veigur er í snið- gengur allt stjórn málastarf . Í Bretlandi hafa menn vaxandi áhyggj- ur af hnignun stjórnmálanna . Dæmigerð- ur stjórn málamaður þar í landi nú um stundir hefur nær enga starfs reynslu aðra en úr flokks starfi og pólitísk sann færing hans sýnist ekki rista dýpra en al mannatengsla- ráðgjöf og skoð ana kannanir leyfa . Er af sem áður var — og minnast menn þá gjarn an fram varðar sveitar Verkamannaflokks ins á ár un um 1955 og fram undir 1980 þar sem var hver kempan af annarri: Aneurin Bevan, Tony Benn, George Brown, Jim Callaghan, Barbara Castle, Tony Crossland, Richard Crossman, Michael Foot, Hugh Gaitskell, Denis Healey, Roy Jenkins og Harold Wilson, svo að aðeins þeir helstu séu nefndir . Þessir menn voru ekki alvitrir, þeir gerðu sín mistök og þeim fórst misjafnlega að takast á við verkefni stjórnmálanna, en enginn frýði þeim vits eða pólitískrar sannfæringar . Vert er að vekja athygli lesenda á því að með þessu hefti Þjóðmála hefst níundi árgangur tímaritsins . Þau eru ekki mörg stjórnmálatímaritin á Íslandi sem hafa lifað svo lengi . Dyggir lesendur eiga auðvitað stærstan þátt í þessu; útgáfu tímarita er nefnilega sjálf hætt ef enginn vill lesa þau . Að svo mæltu óska ég lesendum gleði-legra páska . Þjóðmál voR 2012 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.