Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 19

Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 19
18 Þjóðmál voR 2013 fjórum sinnum meiri, um 1 .600 milljarðar króna, með höfuðstóli og vaxtakostnaði, hefði verið farið að ráðum þeirra Más . Sjötta skýringin á bankahruninu er, að kapítalisminn hafi verið hér lausbeislaðri en annars staðar . Þessi söguskýring hefur jafnvel borist til útlanda . Ha-Joon Chang segir til dæmis (2012, 272): „Milli áranna 1998 og 2003 einkavæddi landið banka í ríkiseign og hunsaði jafnvel grundvallarregluverk um starfsemi þeirra, til dæmis kröfur um vara- sjóði banka . Í kjölfarið stækkuðu íslensku bankarnir með ævintýralegum hraða og leituðu sér viðskiptavina erlendis líka .“ En fyrri setningin í þessari klausu er ekki rétt . Íslensku bankarnir störfuðu við nákvæmlega sömu reglur um fjármálamarkaði og bankar annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu . Það er hins vegar rétt, að fjármálamarkaður- inn íslenski hafði eitt sérkenni, sem þegar hefur verið minnst á, að einn aðili virtist hafa ótakmarkaðan aðgang að lánsfé úr bönkunum: Til dæmis voru stórfyrirtæki eins og Baugur, Gaumur og FL-Group nátengdir aðilar, að mestu leyti í eigu eins og sama manns, en með því að telja þá ólíka aðila var áhættan í kerfinu vanmetin . Það verður hins vegar að bíða betri tíma að velta fyrir sér mikilvægu atriði um íslenska bankahrunið: Var Ísland fellt af ráðnum hug? Þegar atburðarásin fram að hruni og í því er skoðuð, vakna ýmsar spurningar: Hvers vegna veittu bresk stjórnvöld öllum öðrum bönkum en þeim, sem voru í eigu Íslendinga, aðstoð í fjármálakreppunni haustið 2008? Hvers vegna beittu Bretar hryðjuverka lögum á Íslendinga, þar á meðal Seðla bankann og fjármálaráðuneytið, sem voru í heilan sólarhring á lista um hryðjuverk a samtök á vefsíðu breskra stjórnvalda? Hvers vegna sögðu Alistair Darling fjármálaráð herra og Mervyn King seðlabankastjóri ósatt um samtöl sín við íslenska starfsbræður og brutu með því hinar óskráðu, en föstu bresku reglur um framkomu heiðursmanna, gentlemen? Átti að fella Ísland öðrum til við vörunar, eins og spáð hafði verið í einka samtölum nokkrum mánuðum fyrir hrun? Vildu erlendir bankar koma í veg fyrir samkeppni frá nýliðum, sem rekið gátu banka- starfsemi ódýrar á Netinu? Til eru vísbend- ingar um þetta (sbr . Styrmi Gunnarsson, 2009), þótt eftir standi óhaggaðar þær megin skýringar á bankahruninu, að hin alþjóðlega fjármálakreppa skall fyrr og verr á Íslendingum en öðrum, vegna þess að bankar voru hér hlutfallslega stórir, vegna þess að kerfisáhættan var enn meiri hér en annars staðar og vegna þess að Bretar gerðu illt verra . 2 . Mistókst frjálshyggjutilraunin íslenska? Stutta svarið við þeirri spurningu, hvort frjálshyggjutilraunin íslenska hafi mistekist, er, að hér var ekki gerð nein frjálshyggjutilraun árin 1991–2004 . Hér var látið nægja að leysa hagkerfið úr böndum, svo að það yxi í svipað horf og í Hér var ekki gerð nein frjáls-hyggjutilraun árin 1991– 2004 [heldur] látið nægja að leysa hagkerfið úr böndum, svo að það yxi í svipað horf og í grannríkjunum, til dæmis Bretlandi, Noregi og Kanada . Regluverk hér var samræmt því, sem gerðist í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins . Þetta tókst: Árið 2004 mældist íslenska hagkerfið hið 13 . frjálsasta af 130 hagkerfum, sem þá voru rannsökuð .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.